Fótbolti

Aðstoðarmaður Mourinhos sló leikmann Feyenoord

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salvatore Foti slær til Santiagos Giménez.
Salvatore Foti slær til Santiagos Giménez. getty/Guiseppe Maffiosi

Aðstoðarþjálfari Roma var rekinn af velli í leik liðsins gegn Feyenoord fyrir að slá leikmann hollenska liðsins.

Salvatore Foti er aðstoðarmaður Josés Mourinho hjá Roma. Portúgalinn naut ekki aðstoðar hans allan leikinn gegn Feyenoord því hann fékk rautt spjald fyrir að slá Santiago Giménez, leikmann gestanna.

Foti reyndi að hindra Giménez í að ná í boltann eftir að hann fór út fyrir hliðarlínu og endaði á því að slá Mexíkóann. Anthony Taylor, dómari leiksins, átti engra annarra kosta völ en að reka Foti af velli.

Það kom ekki að sök því Roma vann leikinn, 4-1. Paulo Dybala tryggði Rómverjum framlengingu þegar hann skoraði á 89. mínútu. Roma skoraði svo tvö mörk í framlengingunni.

Sambandsdeildarmeistararnir mæta Bayer Leverkusen í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×