Líta mál skipsins alvarlegum augum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. apríl 2023 13:49 Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Landhelgisgæslan segir atvik þar sem norskt línuskip var staðið að veiðum innan bannsvæðis í fiskveiðilögsögunni litið mjög alvarlegum augum. Slíkt sé ekki algengt en komi upp öðru hverju. Lögregla rannsakar málið en skipstjórinn gæti jafnvel átt von á milljóna króna sekt. Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson. Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Atvikið kom upp aðfaranótt föstudags en skipinu var tafarlaust vísað til hafnar í Reykjavík, þar sem það kom í fyrrinótt. Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar, segir að unnt hafi verið að sjá skipið í fjareftirlitskerfi þeirra, sem hafi stóreflst á síðustu árum. „Varðstjórar í stjórnstöðinni hjá okkur tóku eftir því að þetta tiltekna skip var á veiðihraða inni á svæði sem er lokað fyrir veiðum. Það var haft samband við skipið þar sem skipstjóri játaði að hafa verið á veiðum.“ Veistu hvort þetta hafi verið vísvitandi gert? „Nei, nú fer bara rannsókn í gang þar sem málið verður skoðað og við bara sjáum hvað kemur út úr því.“ Er þetta algengt? „Nei, sem betur fer þá er þetta ekki algengt en þetta kemur fyrir öðru hvoru,“ segir Auðunn. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar varð vör við skipið.Landhelgisgæslan Liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar, lögreglumenn og fulltrúar Fiskistofu fóru um borð í skipið í gærmorgun þar sem rætt var við áhöfn skipsins auk þess sem farið var yfir afladagbók og veiðarfæri. Eftir vettvangsrannsókn hélt skipið frá Reykjavík. Auðunn segir málið alvarlegt. „Þessi svæði eru sett til að friða ákveðna stofna og friða veiðisvæði fyrir ákveðnum tegundum af veiðum. Það er náttúrulega alvarlegt ef að það er verið að veiða inni á þessum svæðum þegar þau eru lokuð þannig þessu máli verður tekið mjög alvarlega.“ Við brotum sem þessum eru viðurlög í formi sekta sem send eru til skipstjóra, sé hann dæmdur. „Þetta er oftast í nokkur hundruð þúsundum og getur farið upp í einhverjar milljónir eftir alvarleika brotsins. Nú fer bara málið til lögreglu og það verður gefin út kæra þegar það er búið að rannsaka málið, ef að ástæða er til, og svo fer þetta bara sinn farveg í kerfinu,“ segir Auðunn F. Kristinsson.
Landhelgisgæslan Lögreglumál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Sjá meira
Gómuðu norskt línuskip á bannsvæði Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar gómuðu norskt línuskip við veiðar á bannsvæði í fiskveiðilögsögunni í fyrrinótt. Áhöfn skipsins var gert að sigla því til hafnar í Reykjavík en þangað kom það í nótt. 15. apríl 2023 21:04