Köstuðu dauðum rottum í átt að stuðningsmönnum mótherjanna Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2023 07:49 Þrátt fyrir atvikin á leiknum var mikil stemmning á meðal stuðningsmanna Standard Liege. Facebooksíða stuðningsmanna Standard Liege. Stuðningsmenn belgíska knattspyrnuliðsins Charleroi gripu til frekar ógeðfellds ráðs þegar lið þeirra mætti Standard Liege í nágrannslag í belgísku úrvalsdeildinni um liðna helgi. Það er mikill rígur á milli stuðningsmanna Standard Liege og Charleroi og það kom berlega í ljós þegar liðin mættust í belgísku deildinni á föstudagskvöldið. Leikur liðanna fór fram á Maurice Dufrasne-leikvanginum í Liege og sýndu stuðningsmenn Chareroi af sér ömurlega hegðun. Þeir höfðu tekið með sér dauðar rottur á leikinn og köstuðu þeim síðan inn í hóp stuðningsmanna Standard. Stuðningsmannahópur Standard skrifar um atvikið á Facebook og fordæmir það harðlega. Rotturnar höfðu verið málaðar í rauðum lit en það er sami litur og á treyjum Standard Liege.Stuðningsmannasíða Standard Liege á Facebook. „Svokallaðir „stuðningsmenn“ Charleroi köstuðu dauðum rottum og við erum ekki að tala um eina eða tvær rottur heldur allavega tíu,“ er skrifað og mynd birt því til sönnunar. „Þið eruð ógeðsleg. Það vissum við nú þegar og þetta staðfestir það,“ skrifuðu stuðningsmenn Standard ennfremur. Þeir vonast til að forsvarsmenn deildarinnar, félagið og dýraverndunarsamtök láti sig málið varða. Stuðningsmenn Charleroi höfðu málað rotturnar rauðar en það er litur búninga Standard Liege. Í frétt RTBF er einnig greint frá því að stuðningsmennirnir hafi verið með borða sem stóð á „Barátta gegn rottum“ um leið og þeir sungu lag um rottur á meðal fólks í Liege. Lið Standard vann 3-1 sigur í leiknum og er í 6. sæti belgísku deildarinnar en Charleroi er í 8. sæti. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira
Það er mikill rígur á milli stuðningsmanna Standard Liege og Charleroi og það kom berlega í ljós þegar liðin mættust í belgísku deildinni á föstudagskvöldið. Leikur liðanna fór fram á Maurice Dufrasne-leikvanginum í Liege og sýndu stuðningsmenn Chareroi af sér ömurlega hegðun. Þeir höfðu tekið með sér dauðar rottur á leikinn og köstuðu þeim síðan inn í hóp stuðningsmanna Standard. Stuðningsmannahópur Standard skrifar um atvikið á Facebook og fordæmir það harðlega. Rotturnar höfðu verið málaðar í rauðum lit en það er sami litur og á treyjum Standard Liege.Stuðningsmannasíða Standard Liege á Facebook. „Svokallaðir „stuðningsmenn“ Charleroi köstuðu dauðum rottum og við erum ekki að tala um eina eða tvær rottur heldur allavega tíu,“ er skrifað og mynd birt því til sönnunar. „Þið eruð ógeðsleg. Það vissum við nú þegar og þetta staðfestir það,“ skrifuðu stuðningsmenn Standard ennfremur. Þeir vonast til að forsvarsmenn deildarinnar, félagið og dýraverndunarsamtök láti sig málið varða. Stuðningsmenn Charleroi höfðu málað rotturnar rauðar en það er litur búninga Standard Liege. Í frétt RTBF er einnig greint frá því að stuðningsmennirnir hafi verið með borða sem stóð á „Barátta gegn rottum“ um leið og þeir sungu lag um rottur á meðal fólks í Liege. Lið Standard vann 3-1 sigur í leiknum og er í 6. sæti belgísku deildarinnar en Charleroi er í 8. sæti.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Sjá meira