Innlent

Gamall Volvo brann til kaldra kola í Kópavogi

Máni Snær Þorláksson skrifar
Bíllinn brann til kaldra kola.
Bíllinn brann til kaldra kola. Vísir

Eldur kom upp í bifreið í Kórahverfinu í Kópavogi í dag. Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu brann bíllinn til kaldra kola en um var að ræða gamlan bíl frá Volvo.

„Það bara kviknaði í gömlum Volvo og hann brann til kaldra kola,“ segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu um málið. 

Þegar fréttastofa hafði samband við slökkviliðið voru slökkviliðsmenn enn á vettvangi.

Hann segir engin slys hafa orðið á fólki en ekki er vitað hvernig eldurinn kom upp: „Ég held að hann hafi verið í akstri, fólkið var komið út en bíllinn var alelda þegar við komum.“

Hér má sjá þegar slökkvistarfi var að ljúka.Vísir/Steingrímur Dúi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×