Umfjöllun og viðtöl: KA - Valur 1-1 | Valur Lengjubikarmeistari eftir vítaspyrnukeppni Árni Gísli Magnússon skrifar 2. apríl 2023 19:52 Valsmenn tryggðu sér Lengjubikarmeistaratitilinn í dag. vísir/Diego Valur er Lengjubikarmeistari 2023 eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag og var staðan 1-1 eftir venjulega leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark leiksins á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Halllgrímur Mar skoraði mark KA úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði KA á tveimur spyrnum en Valur á einni. KA komst strax í hættulega stöðu á 2. mínútu leiksins þegar Daníel Hafsteinsson var með boltann nánast við endalínuna við mark Vals og setti boltann undir Frederik Schram, markmann Vals, en það vantaði gula treyju til að pota boltanum inn. KA hélt meira í boltann fyrstu 10-15 mínútur leiksins og gátu komist yfir á 10. mínútu þegar Frederik Schram átti lélega sendingu beint í lappirnar á Hallgrími Mar sem var of lengi að athafna sig og náði ekki að skjóta á markið áður en varnarmaður komst fyrir. Jakob Snær Árnason meiddist eftir stundarfjórðung og kom Harley Williard inn á í hans stað í liði KA.Valur kom sér meira og meira inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn án þess þó að skapa sér mikið af færum en á 33. mínútu setti Birkir Már boltann fyrir markið meðfram jörðinni þar sem vantaði bara Valsara til að ýta boltanum yfir marklínuna. Undir lok hálfleiksins færðist meira fjör í leikinn og fékk Sveinn Margeir frábæra sending inn fyrir og náði föstu skoti en Elfar Freyr gerði frábærlega í að renna sér fyrir skotið. Kristijan Jajalo, markmaður KA, meiddist undir lok hálfleiksins og kom Steinþór Már Auðunsson inn fyrir hann. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Hallgrímur Mar sendingu inn í teig Vals og átti fast skot í stöngina og þaðan hrökk boltinn til Harley Williard sem átti skot á mark sem Frederik Schram varði en í kjölfarið tæklar Elfar Freyr hann nokkuð harkalega og KA menn heimtuðu víti en fengu ekki. Staðan markalaus í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af í seinni hálfleik en á 71. mínútu fékk KA vítaspyrnu þegar Elfar Freyr Helgason braut á Sveini Margeiri innan vítateigs eftir smá kapphlaup þeirra á milli. Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Eftir markið settu Valsmenn meiri púður í sóknarleikinn og þjörmuðu að KA. Það borgaði sig á síðustu mínútu venjulegs leiktíma en þá átti Adam Ægir Pálsson fast skot að marki KA sem Steinþór Mar varði út í teiginn þar sem hinn síungi Birkir Már Sævarsson var mættur og setti boltann auðveldlega í netið og tryggði Valsmönnum vítaspyrnkukeppni. Það mátti reyndar litlu muna í uppbótartíma að Birkir Már skoraði sigurmarkið þegar hann skaut boltanum rétt fram hjá eftir horn en KA menn sluppu með skrekkinn þar og leikurinn réðst því í vítaspyrnukeppni. Steinþór Mar varði fyrstu spyrnuna frá Aroni Jóhannssyni og Frederik Schram gerði slíkt hið sama þegar hann varði fasta spyrnu Hallgríms Mar. 0-0 eftir fyrstu umferð. Næstu sjö spyrnur enduðu í netinu. Andri Rúnar, Adam Ægir, Birkir Heimisson og Sigurður Egill skoruðu fyrir Val en Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Pætur Petersen fyrir KA. Hrannar Björn Steingrímsson tók síðustu spyrnu KA en spyrnan var nokkuð laus og boltinn fór yfir mitt markið.Valur er því Lengjubikarmeistari 2023. #lengjubikarinn #valur #fjosid pic.twitter.com/JLk3NJhHxu— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 2, 2023 Af hverju vann Valur? KA var líklega betra liðið í dag en þeir féllu mjög aftarlega undir lok leiksins þegar Valur var að reyna sækja jöfnunarmark sem þeir ná á elleftu stundu. Í vítaspyrnukeppninni gat þetta auðvitað fallið hvoru megin fyrir sig en féll fyrir Valsmenn í dag. Hverjir stóðu upp úr? Leikur Vals fór mikið í gegnum Adam Ægi Pálsson sem virkaði ferskur á vellinum í dag og sömu sögu má segja um Hallgrím Mar Steingrímsson í liði KA. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ekki nægilega vel að skapa sér hættuleg færi en það mátti svo sem búast við því þar sem bæði liðin eru frábærlega skipulögð og sterk varnarlega. Hvað gerist næst? Besta deildin fer af stað mánudaginn 10. Apríl, Skírdag, með heilli umferð.KA fær KR í heimsókn á Greifavöllinn kl. 14:00 og Valur tekur a móti ÍBV á Origo-vellinum kl. 18:30. Hallgrímur: Skil engan veginn hvernig við fáum ekki fleiri víti Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með leik sinna manna í dag en skiljanlega svekktur að tapa úrslitaleik. „Fyrst og fremst bara spilum við góðan leik. Eigum bara mjög góða frammistöðu og byrjum rosa vel, fáum færi en tekst ekki að skora, förum inn í hálfleik með 0-0 og svo byrjum við seinni hálfleikinn aftur vel og komumst yfir en Valur er flott lið sem er búið að spila vel og ná að jafna í lokin. Við kannski féllum aðeins of aftarlega og þeir skora hérna mark eftir frákast og þannig er þetta bara. Maður er svekktur að vinna ekki þegar maður er 1-0 yfir á 90. mínútu en frammistaðan fín en ég er virkilega svekktur og skil engan veginn hvernig við fáum ekki fleiri víti í þessum leik” KA menn heimtuðu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Elfar Freyr Helgason tæklaði Harley Williard eftir að hann átti skot að marki innan teigs sem Frederik Schram varði. Hvernig metur Hallgrímur það atriði? „Bara augljóst víti. Ég er búinn að spurja dómarann og fékk hans skýringu og þannig er það bara, ég nenni ekki að spá meira í því, en frammistaðan er góð, við skjótum í stöng og eigum að skora fleiri mörk á móti lið sem hefur ekki fengið á sig mark allan lengjubikarinn þannig að ég er sáttur með frammistöðuna hjá strákunum og við erum bara klárir í mót.” Kristijan Jajalo, markmaður KA, og Jakob Snær Árnason fóru báðir af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Hvernig er staðan á þeim? „Jakob var búinn að vera kljást við meiðsli aftan í læri, tognaði þar, og ég held að það hafi verið eitthvað svipað í gangi núna. Ég held að Jajalo hafi líka tognað aftan í læri þannig það er náttúrulega svekkjandi rétt fyrir mót en sem betur fer erum við með sterkan hóp og flottan varamarkmann þannig að þetta er bara smá skellur en ekkert sem við leysum ekki.” Hallgrímur segir að lokum að liðið sé ekki að leita sér að frekari styrkingu á leikmannamarkaðnum fyrir gluggalok. „Nei, við erum bara tilbúnir”, sagði Hallgrímur einfaldlega. Haukur Páll: Geggjað að fá svona góðan undirbúning fyrir deildina Haukur Páll Sigurðsson er fyrirliði Vals.Vísir/Diego Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var kátur í bragði stuttu eftir að hann tók við sigurverðlaunum Lengjubikarsins eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Hvernig er tilfinningin? „Bara góð. Gaman að vinna og bara góð tilfinning. Við erum að spila upp á eitthvað og það gerir þetta skemmtilegra.” Haukur kom inn á í hálfeik í stað Hólmars Arnar Eyjólfssonar og tók stöðu hans í miðverðinum. Hvernig var Haukur að finna sig í öftustu línu í dag? „Bara vel. Hef svo sem alveg spilað þá stöðu áður og Arnar sér mig alveg leysa þá stöðu líka þannig mér leið bara vel.” Arnar Grétarsson tók við Vals liðinu eftir síðasta tímabil en þar áður var hann við stjórnvölinn hjá KA. Hvernig hefur Arnar komið inn í umhverfið hjá Val? „Mjög vel. Hann er búinn að koma frábærlega inn í þetta eins og allir sem eru nýjir í þjálfarateyminu; hann og Siggi Höskulds og Tómas og náttúrulega Jói sem við þekktum áður þannig þeir eru bara búnir að koma hrikalega vel inn og bara búinn að vera flottur undirbúningurin fyrir mótið.” Valsliðið hélt lítið í boltann fyrsta stundarfjórðunginn og virtust KA menn vera skrefinu á undan í upphafi leiks. „Ég er alveg sammála því. Við vorum lengi í gang og svona heilt yfir held ég bara ágætis spil kaflar inn á milli á móti bara hörku góði liði þannig maður er feginn að við náum að jafna í lokin þannig við náðum að klára þetta í vító. Heilt yfir ágætis leikur en margt sem við getum lagað og bætt en við förum bara yfir þennan leik svo þannig við séum 100% klárir þegar mótið byrjar” „Bara geggjað, á móti geggjuðu liði, að fá erfiðan leik sem skiptir máli og eins og ég sagði áðan þá er eitthvað undir í leiknum, bikar, þannig það er geggjað að fá svona góðan undirbúning fyrir deildina”, sagði Haukur að lokum aðspurður hvort það væri ekki gott fyrir liðið að fá auka keppnisleik fyrir Bestu deildina sem hefst eftir einungis átta daga. KA Valur
Valur er Lengjubikarmeistari 2023 eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Liðin mættust á Greifavellinum á Akureyri í dag og var staðan 1-1 eftir venjulega leiktíma en Birkir Már Sævarsson skoraði jöfnunarmark leiksins á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Halllgrímur Mar skoraði mark KA úr vítaspyrnu um miðjan síðari hálfleik. Í vítaspyrnukeppninni klikkaði KA á tveimur spyrnum en Valur á einni. KA komst strax í hættulega stöðu á 2. mínútu leiksins þegar Daníel Hafsteinsson var með boltann nánast við endalínuna við mark Vals og setti boltann undir Frederik Schram, markmann Vals, en það vantaði gula treyju til að pota boltanum inn. KA hélt meira í boltann fyrstu 10-15 mínútur leiksins og gátu komist yfir á 10. mínútu þegar Frederik Schram átti lélega sendingu beint í lappirnar á Hallgrími Mar sem var of lengi að athafna sig og náði ekki að skjóta á markið áður en varnarmaður komst fyrir. Jakob Snær Árnason meiddist eftir stundarfjórðung og kom Harley Williard inn á í hans stað í liði KA.Valur kom sér meira og meira inn í leikinn eftir því sem leið á hálfleikinn án þess þó að skapa sér mikið af færum en á 33. mínútu setti Birkir Már boltann fyrir markið meðfram jörðinni þar sem vantaði bara Valsara til að ýta boltanum yfir marklínuna. Undir lok hálfleiksins færðist meira fjör í leikinn og fékk Sveinn Margeir frábæra sending inn fyrir og náði föstu skoti en Elfar Freyr gerði frábærlega í að renna sér fyrir skotið. Kristijan Jajalo, markmaður KA, meiddist undir lok hálfleiksins og kom Steinþór Már Auðunsson inn fyrir hann. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Hallgrímur Mar sendingu inn í teig Vals og átti fast skot í stöngina og þaðan hrökk boltinn til Harley Williard sem átti skot á mark sem Frederik Schram varði en í kjölfarið tæklar Elfar Freyr hann nokkuð harkalega og KA menn heimtuðu víti en fengu ekki. Staðan markalaus í hálfleik. Jafnræði var með liðunum framan af í seinni hálfleik en á 71. mínútu fékk KA vítaspyrnu þegar Elfar Freyr Helgason braut á Sveini Margeiri innan vítateigs eftir smá kapphlaup þeirra á milli. Hallgrímur Mar Steingrímsson steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Eftir markið settu Valsmenn meiri púður í sóknarleikinn og þjörmuðu að KA. Það borgaði sig á síðustu mínútu venjulegs leiktíma en þá átti Adam Ægir Pálsson fast skot að marki KA sem Steinþór Mar varði út í teiginn þar sem hinn síungi Birkir Már Sævarsson var mættur og setti boltann auðveldlega í netið og tryggði Valsmönnum vítaspyrnkukeppni. Það mátti reyndar litlu muna í uppbótartíma að Birkir Már skoraði sigurmarkið þegar hann skaut boltanum rétt fram hjá eftir horn en KA menn sluppu með skrekkinn þar og leikurinn réðst því í vítaspyrnukeppni. Steinþór Mar varði fyrstu spyrnuna frá Aroni Jóhannssyni og Frederik Schram gerði slíkt hið sama þegar hann varði fasta spyrnu Hallgríms Mar. 0-0 eftir fyrstu umferð. Næstu sjö spyrnur enduðu í netinu. Andri Rúnar, Adam Ægir, Birkir Heimisson og Sigurður Egill skoruðu fyrir Val en Daníel Hafsteinsson, Bjarni Aðalsteinsson og Pætur Petersen fyrir KA. Hrannar Björn Steingrímsson tók síðustu spyrnu KA en spyrnan var nokkuð laus og boltinn fór yfir mitt markið.Valur er því Lengjubikarmeistari 2023. #lengjubikarinn #valur #fjosid pic.twitter.com/JLk3NJhHxu— ValurFotbolti (@Valurfotbolti) April 2, 2023 Af hverju vann Valur? KA var líklega betra liðið í dag en þeir féllu mjög aftarlega undir lok leiksins þegar Valur var að reyna sækja jöfnunarmark sem þeir ná á elleftu stundu. Í vítaspyrnukeppninni gat þetta auðvitað fallið hvoru megin fyrir sig en féll fyrir Valsmenn í dag. Hverjir stóðu upp úr? Leikur Vals fór mikið í gegnum Adam Ægi Pálsson sem virkaði ferskur á vellinum í dag og sömu sögu má segja um Hallgrím Mar Steingrímsson í liði KA. Hvað gekk illa? Liðunum gekk ekki nægilega vel að skapa sér hættuleg færi en það mátti svo sem búast við því þar sem bæði liðin eru frábærlega skipulögð og sterk varnarlega. Hvað gerist næst? Besta deildin fer af stað mánudaginn 10. Apríl, Skírdag, með heilli umferð.KA fær KR í heimsókn á Greifavöllinn kl. 14:00 og Valur tekur a móti ÍBV á Origo-vellinum kl. 18:30. Hallgrímur: Skil engan veginn hvernig við fáum ekki fleiri víti Hallgrímur Jónasson, þjálfari KAVísir/Hulda Margrét Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var ánægður með leik sinna manna í dag en skiljanlega svekktur að tapa úrslitaleik. „Fyrst og fremst bara spilum við góðan leik. Eigum bara mjög góða frammistöðu og byrjum rosa vel, fáum færi en tekst ekki að skora, förum inn í hálfleik með 0-0 og svo byrjum við seinni hálfleikinn aftur vel og komumst yfir en Valur er flott lið sem er búið að spila vel og ná að jafna í lokin. Við kannski féllum aðeins of aftarlega og þeir skora hérna mark eftir frákast og þannig er þetta bara. Maður er svekktur að vinna ekki þegar maður er 1-0 yfir á 90. mínútu en frammistaðan fín en ég er virkilega svekktur og skil engan veginn hvernig við fáum ekki fleiri víti í þessum leik” KA menn heimtuðu vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks þegar Elfar Freyr Helgason tæklaði Harley Williard eftir að hann átti skot að marki innan teigs sem Frederik Schram varði. Hvernig metur Hallgrímur það atriði? „Bara augljóst víti. Ég er búinn að spurja dómarann og fékk hans skýringu og þannig er það bara, ég nenni ekki að spá meira í því, en frammistaðan er góð, við skjótum í stöng og eigum að skora fleiri mörk á móti lið sem hefur ekki fengið á sig mark allan lengjubikarinn þannig að ég er sáttur með frammistöðuna hjá strákunum og við erum bara klárir í mót.” Kristijan Jajalo, markmaður KA, og Jakob Snær Árnason fóru báðir af velli í fyrri hálfleik vegna meiðsla. Hvernig er staðan á þeim? „Jakob var búinn að vera kljást við meiðsli aftan í læri, tognaði þar, og ég held að það hafi verið eitthvað svipað í gangi núna. Ég held að Jajalo hafi líka tognað aftan í læri þannig það er náttúrulega svekkjandi rétt fyrir mót en sem betur fer erum við með sterkan hóp og flottan varamarkmann þannig að þetta er bara smá skellur en ekkert sem við leysum ekki.” Hallgrímur segir að lokum að liðið sé ekki að leita sér að frekari styrkingu á leikmannamarkaðnum fyrir gluggalok. „Nei, við erum bara tilbúnir”, sagði Hallgrímur einfaldlega. Haukur Páll: Geggjað að fá svona góðan undirbúning fyrir deildina Haukur Páll Sigurðsson er fyrirliði Vals.Vísir/Diego Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var kátur í bragði stuttu eftir að hann tók við sigurverðlaunum Lengjubikarsins eftir sigur gegn KA í vítaspyrnukeppni. Hvernig er tilfinningin? „Bara góð. Gaman að vinna og bara góð tilfinning. Við erum að spila upp á eitthvað og það gerir þetta skemmtilegra.” Haukur kom inn á í hálfeik í stað Hólmars Arnar Eyjólfssonar og tók stöðu hans í miðverðinum. Hvernig var Haukur að finna sig í öftustu línu í dag? „Bara vel. Hef svo sem alveg spilað þá stöðu áður og Arnar sér mig alveg leysa þá stöðu líka þannig mér leið bara vel.” Arnar Grétarsson tók við Vals liðinu eftir síðasta tímabil en þar áður var hann við stjórnvölinn hjá KA. Hvernig hefur Arnar komið inn í umhverfið hjá Val? „Mjög vel. Hann er búinn að koma frábærlega inn í þetta eins og allir sem eru nýjir í þjálfarateyminu; hann og Siggi Höskulds og Tómas og náttúrulega Jói sem við þekktum áður þannig þeir eru bara búnir að koma hrikalega vel inn og bara búinn að vera flottur undirbúningurin fyrir mótið.” Valsliðið hélt lítið í boltann fyrsta stundarfjórðunginn og virtust KA menn vera skrefinu á undan í upphafi leiks. „Ég er alveg sammála því. Við vorum lengi í gang og svona heilt yfir held ég bara ágætis spil kaflar inn á milli á móti bara hörku góði liði þannig maður er feginn að við náum að jafna í lokin þannig við náðum að klára þetta í vító. Heilt yfir ágætis leikur en margt sem við getum lagað og bætt en við förum bara yfir þennan leik svo þannig við séum 100% klárir þegar mótið byrjar” „Bara geggjað, á móti geggjuðu liði, að fá erfiðan leik sem skiptir máli og eins og ég sagði áðan þá er eitthvað undir í leiknum, bikar, þannig það er geggjað að fá svona góðan undirbúning fyrir deildina”, sagði Haukur að lokum aðspurður hvort það væri ekki gott fyrir liðið að fá auka keppnisleik fyrir Bestu deildina sem hefst eftir einungis átta daga.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“