Hver á að taka við landsliðinu? Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 30. mars 2023 17:00 KSÍ hefur nú hafið leit að arftaka Arnars Þórs Viðarssonar. Vísir Stjórn KSÍ stendur nú frammi fyrir því verkefni að ráða nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið í fótbolta eftir að Arnar Þór Viðarsson var rekinn í dag. En hvaða þjálfarar koma til greina? Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið. Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira
Erik Hamrén Svíinn var nýlega rekinn sem þjálfari Álaborgar í Danmörku. Stýrði íslenska landsliðinu á árunum 2018-20 og var hársbreidd frá því að koma því á EM 2021. Var áður landsliðsþjálfari Svía og hefur orðið landsmeistari í Danmörku og Noregi. Freyr Alexandersson Var aðstoðarmaður Hamréns með landsliðið og í starfsliðinu þegar Heimir Hallgrímsson stýrði því. Þjálfaði kvennalandsliðið á árunum 2013-18 og er í miklum metum innan KSÍ. Er í dag þjálfari Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni eftir að hafa stýrt liðinu upp úr 1. deild. Arnar Gunnlaugsson Hefur gert frábæra hluti með Víking eftir að hann sneri aftur í þjálfun fyrir nokkrum árum. Undir stjórn Arnars hafa Víkingar einu sinni orðið Íslandsmeistarar og þrisvar sinnum bikarmeistarar. Lék 32 landsleiki á sínum tíma. Óskar Hrafn Þorvaldsson Byrjaði bara í meistaraflokksþjálfun fyrir fimm árum. Kom Gróttu upp um tvær deildir á jafn mörgum árum, tók svo við Breiðabliki og gerði liðið að Íslandsmeisturum með miklum yfirburðum í fyrra. Lars Lagerbäck Okkar allra besti Lars. Hóf endurreisn íslenska landsliðsins og kom því í átta liða úrslit á EM 2016 ásamt Heimi Hallgrímssyni. Hefur einnig þjálfað sænska og norska landsliðið en ekki komið að þjálfun landsliða eftir að Arnar sleit samstarfi við hann sumarið 2021. Åge Hareide Einn reyndasti þjálfari Norðurlandanna. Þjálfaði norska landsliðið á árunum 2003-08 og svo það danska 2016-20. Var síðast bráðabirgðaþjálfari Malmö. Helgi Kolviðsson Var aðstoðarmaður Heimis Hallgrímssonar með íslenska landsliðið og fór með því á HM 2018. Var svo landsliðsþjálfari Liechtenstein 2018-20. Starfar í dag hjá Pfullendorf í Þýskalandi. Ole Gunnar Solskjær Kannski langsótt en Solskjær er þjálfari á lausu. Stýrði Manchester United á árunum 2018-21 og gerði þar áður góða hluti með Molde í Noregi. Lars Olsen Fyrirliði danska liðsins sem varð Evrópumeistari 1992. Stýrði færeyska landsliðinu um átta ára skeið. Hefur áður verið orðaður við íslenska landsliðið.
Landslið karla í fótbolta KSÍ Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam Sjá meira