„Þetta er gríðarlegt afrek hjá okkur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. mars 2023 13:30 Leikmenn íslenska liðsins fagna. vísir/hulda margrét Ólafur Ingi Skúlason segir það mikið afrek fyrir íslenska U-19 ára landslið karla í fótbolta að komast á lokamót EM í þessum aldursflokki. Ísland tryggði sér sæti á EM á Möltu í sumar með sigri á Ungverjalandi í gær, 2-0. Orri Steinn Óskarsson og Hilmir Mikaelsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum. „Strákarnir eru búnir að standa sig frábærlega. Þeir hafa verið ótrúlega þéttir og þetta er svo öflugur og sterkur hópur. Liðsheildin skóp þetta fyrir okkur,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Vísi í dag. Betri í öllum leikjunum „Við stóðum vörnina vel í seinni tveimur leikjunum. Við fengum tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrsta leiknum sem við vorum ósáttir við. Við vorum betri aðilinn í öllum þremur leikjunum þannig að strákarnir áttu þetta fyllilega skilið.“ Ísland gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í fyrsta leik sínum í undankeppninni en vann svo England um helgina, 1-0. Orri gerði eina mark leiksins en hann skoraði í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni. Orri Steinn Óskarsson skoraði sigurmark U19 karla gegn Englandi í 1-0 sigri Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur England í þessum aldursflokki, en liðin hafa mæst 13 sinnum. Our U19 men's side winning goal against England in the Elite Round.#fyririsland pic.twitter.com/KJyO7shCvr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 27, 2023 „Við vorum búnir að fara vel yfir leik Englendinganna og vissum alveg við hverju mátti búast. Við vorum með leikáætlun sem strákarnir fylgdu mjög vel. Við vissum að ef við myndum standa vörnina vel væru þannig gæði í þessum hóp að skorum yfirleitt alltaf. Við fórum í þetta mót til að fara áfram,“ sagði Ólafur Ingi sem hrósaði KSÍ fyrir góða umgjörð utan um U-19 ára liðið. Það fór degi fyrr út og starfliðið var fjölmennara en venjulega. Aðeins átta lið spila á EM U-19 ára og árangur íslenska liðsins er því eftirtektarverður. Íslenski hópurinn fagnar eftir leikinn gegn Ungverjalandi.vísir/hulda margrét „Þetta er rosalega erfitt þar sem það eru bara sjö sæti í boði. Í hinum aldursflokkunum eru oftast fimmtán sæti í boði. Þetta er gríðarlegt afrek hjá okkur. Strákarnir hafa staðið sig frábærlega og eiga þetta fullkomlega skilið,“ sagði Ólafur Ingi. Fá lið standast okkur snúning Þrátt fyrir að enn liggi ekki fyrir með hverjum Íslendingar verði í riðli á EM ætla strákarnir hans Ólafs Inga sér stóra hluti á mótinu. „Ég tel möguleikana vera góða. Við erum með ótrúlega öflugt lið og utanumhald. Við vitum fyrir hvað við stöndum og erum brattir. Auðvitað eru allir leikir erfiðir en við trúum á okkur sjálfa. Þegar við erum á okkar degi og náum hámarks frammistöðu standast fá lið okkur snúning eins og við sýndum gegn Englendinga. Ef eitthvað er hefði sá sigur getað verið stærri. Við þurfum að sjá hvernig riðlarnir raðast en við hugsum bara um okkur sjálfa og ef við erum í stuði er allt hægt,“ sagði Ólafur Ingi. Gott að vinna fyrir KSÍ Eftir langan og flottan feril sem leikmaður var Ólafur Ingi ráðinn þjálfari U-19 ára liðs karla og U-15 ára liðs kvenna fyrir tveimur árum. Hann finnur sig vel í þjálfarastarfinu. Aflitaður Ólafur Ingi Skúlason hefur stýrt U-19 ára liði Íslands undanfarin tvö ár.vísir/hulda margrét „Klárlega. Ég er mjög ánægður. Það er mjög gott að vinna fyrir KSÍ. Það er mjög vel að öllu staðið og búið að taka rosa stór skref undanfarin ár í faglega hlutanum. Við erum alltaf að reyna að gera hlutina eins og þessar stærri fótboltaþjóðir, sækja okkur þekkinga og bæta starfið. Það er fullt af spennandi ungum íslenskum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í að aðstoða þá í sinni vegferð,“ sagði Ólafur Ingi að endingu. Dregið verður í riðla á EM U-19 ára 19. apríl en mótið fer fram 3.-16. júlí. Auk Íslands taka gestgjafar Möltu, Noregur, Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland og Pólland þátt á EM. Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira
Ísland tryggði sér sæti á EM á Möltu í sumar með sigri á Ungverjalandi í gær, 2-0. Orri Steinn Óskarsson og Hilmir Mikaelsson skoruðu mörk íslenska liðsins í leiknum. „Strákarnir eru búnir að standa sig frábærlega. Þeir hafa verið ótrúlega þéttir og þetta er svo öflugur og sterkur hópur. Liðsheildin skóp þetta fyrir okkur,“ sagði Ólafur Ingi í samtali við Vísi í dag. Betri í öllum leikjunum „Við stóðum vörnina vel í seinni tveimur leikjunum. Við fengum tvö mörk á okkur úr föstum leikatriðum í fyrsta leiknum sem við vorum ósáttir við. Við vorum betri aðilinn í öllum þremur leikjunum þannig að strákarnir áttu þetta fyllilega skilið.“ Ísland gerði 2-2 jafntefli við Tyrkland í fyrsta leik sínum í undankeppninni en vann svo England um helgina, 1-0. Orri gerði eina mark leiksins en hann skoraði í öllum þremur leikjum Íslands í undankeppninni. Orri Steinn Óskarsson skoraði sigurmark U19 karla gegn Englandi í 1-0 sigri Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland vinnur England í þessum aldursflokki, en liðin hafa mæst 13 sinnum. Our U19 men's side winning goal against England in the Elite Round.#fyririsland pic.twitter.com/KJyO7shCvr— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 27, 2023 „Við vorum búnir að fara vel yfir leik Englendinganna og vissum alveg við hverju mátti búast. Við vorum með leikáætlun sem strákarnir fylgdu mjög vel. Við vissum að ef við myndum standa vörnina vel væru þannig gæði í þessum hóp að skorum yfirleitt alltaf. Við fórum í þetta mót til að fara áfram,“ sagði Ólafur Ingi sem hrósaði KSÍ fyrir góða umgjörð utan um U-19 ára liðið. Það fór degi fyrr út og starfliðið var fjölmennara en venjulega. Aðeins átta lið spila á EM U-19 ára og árangur íslenska liðsins er því eftirtektarverður. Íslenski hópurinn fagnar eftir leikinn gegn Ungverjalandi.vísir/hulda margrét „Þetta er rosalega erfitt þar sem það eru bara sjö sæti í boði. Í hinum aldursflokkunum eru oftast fimmtán sæti í boði. Þetta er gríðarlegt afrek hjá okkur. Strákarnir hafa staðið sig frábærlega og eiga þetta fullkomlega skilið,“ sagði Ólafur Ingi. Fá lið standast okkur snúning Þrátt fyrir að enn liggi ekki fyrir með hverjum Íslendingar verði í riðli á EM ætla strákarnir hans Ólafs Inga sér stóra hluti á mótinu. „Ég tel möguleikana vera góða. Við erum með ótrúlega öflugt lið og utanumhald. Við vitum fyrir hvað við stöndum og erum brattir. Auðvitað eru allir leikir erfiðir en við trúum á okkur sjálfa. Þegar við erum á okkar degi og náum hámarks frammistöðu standast fá lið okkur snúning eins og við sýndum gegn Englendinga. Ef eitthvað er hefði sá sigur getað verið stærri. Við þurfum að sjá hvernig riðlarnir raðast en við hugsum bara um okkur sjálfa og ef við erum í stuði er allt hægt,“ sagði Ólafur Ingi. Gott að vinna fyrir KSÍ Eftir langan og flottan feril sem leikmaður var Ólafur Ingi ráðinn þjálfari U-19 ára liðs karla og U-15 ára liðs kvenna fyrir tveimur árum. Hann finnur sig vel í þjálfarastarfinu. Aflitaður Ólafur Ingi Skúlason hefur stýrt U-19 ára liði Íslands undanfarin tvö ár.vísir/hulda margrét „Klárlega. Ég er mjög ánægður. Það er mjög gott að vinna fyrir KSÍ. Það er mjög vel að öllu staðið og búið að taka rosa stór skref undanfarin ár í faglega hlutanum. Við erum alltaf að reyna að gera hlutina eins og þessar stærri fótboltaþjóðir, sækja okkur þekkinga og bæta starfið. Það er fullt af spennandi ungum íslenskum leikmönnum að koma upp og það er ótrúlega gaman að fá að taka þátt í að aðstoða þá í sinni vegferð,“ sagði Ólafur Ingi að endingu. Dregið verður í riðla á EM U-19 ára 19. apríl en mótið fer fram 3.-16. júlí. Auk Íslands taka gestgjafar Möltu, Noregur, Ítalía, Spánn, Portúgal, Grikkland og Pólland þátt á EM.
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Járnkona sundsins kveður Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Sjá meira