„Ég er bara á bleiku á skýi“ Hinrik Wöhler skrifar 18. mars 2023 15:59 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitilinn í dag. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var kampakátur með sigur ÍBV á Val í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í Laugardalshöll í dag. Eyjakonur hafa þurft að bíða í talsverðan tíma eftir þessum titli en þetta er fyrsti bikarmeistaratitill Eyjakvenna í nítján ár. „Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum. Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
„Ég er bara á bleiku á skýi, þetta er bara þvílík sælutilfinning. Þegar mínúta var eftir leiknum byrjaði mér að líða svona æðislega vel,“ sagði Sigurður glaðbeittur í samtali við Vísi eftir leik. Vestmanneyingar létu sig ekki vanta í stúkuna í dag og veittu sínum konum góðan stuðning. „Frábær stuðningur, svona er þetta alltaf. Hér eru 600 manns frá Vestmannaeyjum, bara æðislegur stuðningur. Auðvitað hjálpar það í svona leik, sérstaklega þegar eru áföll. Þá er virkilega gott að geta fengið þessa orku frá stúkunni. Auðvitað hjálpar það.“ Umdeilt atvik átti sér stað í fyrri hálfleik þegar markvörður ÍBV, Marta Wawrzynkowska, fékk að líta beint rautt spjald eftir samstuð við Theu Imani Sturludóttur. „Í leiknum fannst mér þetta galið, mér fannst þær bara hoppa saman og þetta væri mögulega tvær mínútur. Ég verð að viðurkenna þar sem ég er skaphundur að ég var alveg á þolmörkum en ég ákvað að kíkja á atvikið í hálfleik því ég var ekki búinn að jafna mig. Á endanum er ég sammála dómnum og ég sagði það við dómarana. Mér finnst hendin á Mörtu sveiflast í hana [Theu Imani], ég meina þetta eru engir vitleysingar að dæma. Þeir eru ekki að vísa henni af velli af einhverjum geðþótta.“ Sigurður missti af undanúrslitaleiknum á móti Selfossi en kom til baka á hliðarlínuna í úrslitaleikinn eftir að tekið út tveggja leikja leikbann. „Ég er trillusjómaður og er búinn að vera róa að undanförnu. Á meðan leikirnir voru í gangi voru menn að reyna ná í mig en það var ekkert hægt, ég var bara að fiska. Maður fær peninginn á sjónum en ekki í handboltanum,“ sagði sjómaðurinn og þjálfarinn, Sigurður Bragason, að lokum.
Powerade-bikarinn ÍBV Valur Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Körfubolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Fleiri fréttir Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Sjá meira
Leik lokið: ÍBV - Valur 31-29 | Bikarinn siglir til Eyja í fyrsta sinn í nítján ár Valur og ÍBV mættust í úrslitaleik Powerade-bikar kvenna í dag. Fjöldi fólks lagði leið sína í Laugardalshöllina og urðu vitni að tveggja marka sigri Eyjakvenna, 31-29. Þeirra fyrsti bikarmeistaratitill í nítján ár eða síðan 2004. 18. mars 2023 16:43