Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2025 07:30 Dagur Sigurðsson hvetur sína menn áfram í úrslitaleiknum við Dani í Noregi í gær. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson er að vonum vinsæll í Króatíu eftir að hafa stýrt handboltalandsliðinu til silfurverðlauna á HM. Síðasta leikhlé hans á mótinu virðist aðeins hafa ýtt undir vinsældirnar. Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“. HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Eftir draumkennt mót fram að úrslitaleiknum við Dani í gær, og að hafa lokið níu ára bið eftir verðlaunum á stórmóti, mátti króatíska liðið sín lítils gegn ofurliði Dana sem vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð. Danmörk vann 32-26 sigur eftir að hafa mest komist 10 mörkum yfir í seinni hálfleiknum. Úrslitin voru ráðin þegar Dagur tók sitt síðasta leikhlé, í stöðunni 30-24 og rúmar þrjár mínútur eftir. Leikhléinu lýsa króatískir miðlar, og stuðningsmenn á samfélagsmiðlum, sem goðsagnakenndu en brot úr því má sjá hér að neðan. Wow, what a timeout from Dagur Sigurdsson towards the end of the final... pic.twitter.com/BuH3B2u8Rv— Nedzad Smajlagic (@NedzadCipe) February 2, 2025 „Strákar, við skulum klára þennan leik og bera höfuðið hátt. Spilum góðan handbolta. Látum dómarana í friði. Til fjandans með þá. Til fjandans með þá alla [e. fuck them all],“ sagði Dagur. Spænsku dómararnir í leiknum tóku hart á Króötum í leiknum og veittu þeim átta brottvísanir, þar á meðal þrjár fyrir mótmæli. Króatíska liðið kláraði leikinn með þeim hætti sem Dagur ætlaðist til, nema þá helst Igor Karacic sem lét það fara í taugarnar á sér að Danir byrjuðu að fagna titlinum nokkrum sekúndum áður en lokaflautið gall. Karacic var þá með boltann úti við hliðarlínuna, hjá varamannabekk Dana sem voru byrjaðir að hoppa og fallast í faðma, og lét þá vita að honum væri ekki skemmt. Danirnir sem voru innan vallar leyfðu hins vegar hinum 36 ára gamla Domagoj Duvnjak að fá þann endi á landsliðsferil sinn sem hæfir slíkri goðsögn, og fékk hann að skora lokamarkið óáreittur eins og sjá má. Whaaaaat do you want Mr. Karacic? pic.twitter.com/GXvvZ77R5u— Hen Livgot (@Hen_Livgot) February 2, 2025 Króatíska landsliðið, ásamt Degi, verður hyllt í Zagreb í dag þegar hópurinn snýr aftur heim frá Noregi. Búið er að skipuleggja mikla skemmtun í miðborginni sem hefst klukkan 14 að staðartíma en búist er við því að leikmenn mæti um tveimur tímum síðar. Þjóðþekktir tónlistarmenn stíga á stokk á Ban Jelacic torginu og þar á meðal er Marko Perkovic, sem króatísku leikmennirnir báðu sérstaklega um vegna lags hans „Ako ne znaš što je bilo“.
HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Sjá meira
Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Mathias Gidsel endaði sem markahæsti leikmaður HM í handbolta sem lauk í gær með 74 mörk. 3. febrúar 2025 07:00