Hópurinn sem hefur ferðina á EM: Albert og Birkir ekki með en Sævar fær tækifæri Sindri Sverrisson skrifar 15. mars 2023 11:13 Sævar Atli Magnússon hefur verið að spila vel fyrir Lyngby og er í hópnum. vísir/Diego Arnar Þór Viðarsson hefur tilkynnt landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM karla í fótbolta. Birkir Bjarnason og Albert Guðmundsson eru ekki í hópnum. Ísland byrjar undankeppnina á tveimur útileikjum, gegn Bosníu á fimmtudaginn eftir viku og svo við Liechtenstein þremur dögum síðar. Albert Guðmundsson verður ekki með í för en hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan í júní 2022. Arnar sagðist í september sama ár hafa verið afar óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í júníverkefninu, og því ekki valið hann. Þjálfarinn hringdi í Albert, sem leikið hefur vel með Genoa í ítölsku B-deildinni, í aðdraganda valsins nú en það skilaði sér þó ekki í því að hann væri valinn. Arnar segir í tilkynningu frá KSÍ vonbrigði að Albert hafi ekki verið „tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins“. Hann mun eflaust útskýra fjarveru Alberts betur þegar hann hittir fjölmiðlamenn á morgun en sú nýbreytni er höfð á að þessu sinni að hópurinn er tilkynntur sólarhring fyrir fund Arnars með fjölmiðlum. Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon, framherji Lyngby, fær tækifæri í hópnum og Dagur Dan Þórhallsson, sem nýverið hélt í atvinnumennsku til Bandaríkjanna, og Nökkvi Þeyr Þórisson úr Beerschot í Belgíu eru í hópi fimm leikmanna sem hafðir eru til vara. Sá leikjahæsti missti sæti sitt Alfreð Finnbogason, liðsfélagi Sævars, er í hópnum líkt og í september í fyrra þegar hann spilaði sína fyrstu landsleiki í tvö ár. Þar eru einnig Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason sem tóku þátt í sigrinum í Eystrasaltsbikarnum í nóvember eftir meira en árs fjarveru frá landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson er áfram í hópnum en missir af leiknum við Bosníu vegna leikbanns. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, Birkir Bjarnason, er hins vegar ekki í hópnum eftir að hafa ekki spilað með liði sínu Adana Demirspor síðustu vikur, í kjölfar jarðskjálftans í Tyrklandi. Hann er að reyna að losna frá sínu félagi. Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk Íslenski hópurinn kemur saman í Þýskalandi á mánudaginn og þar verður blaðamaður Vísis að sjálfsögðu á staðnum. Hópurinn heldur svo til Bosníu daginn fyrir fyrsta leik sem fram fer í Zenica í Bosníu 23. mars. Ísland er í riðli með Bosníu, Liechtenstein, Lúxemborg, Slóvakíu og Portúgal, og spilar sína fyrstu heimaleiki í júní þegar Slóvakía og Portúgal koma í heimsókn. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram á EM í Þýskalandi sumarið 2024. Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Ef að Ísland kemst ekki áfram úr sínum riðli í undankeppninni gæti lokastaða í Þjóðadeildinni í fyrra skilað liðinu í umspil sem fram fer á næsta ári. Öll liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni eru örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Ísland endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils, í B-deildinni, og er því ekki alveg öruggt. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með fjórum liðum úr B-deild og einu með fjórum liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina í ár, eða þá nógu mörg af þeim liðum sem náðu betri árangri en Ísland í B-deildinni, er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina. EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira
Ísland byrjar undankeppnina á tveimur útileikjum, gegn Bosníu á fimmtudaginn eftir viku og svo við Liechtenstein þremur dögum síðar. Albert Guðmundsson verður ekki með í för en hann hefur ekki verið í landsliðshópnum síðan í júní 2022. Arnar sagðist í september sama ár hafa verið afar óánægður og svekktur með hugarfar Alberts í júníverkefninu, og því ekki valið hann. Þjálfarinn hringdi í Albert, sem leikið hefur vel með Genoa í ítölsku B-deildinni, í aðdraganda valsins nú en það skilaði sér þó ekki í því að hann væri valinn. Arnar segir í tilkynningu frá KSÍ vonbrigði að Albert hafi ekki verið „tilbúinn til að koma inn í landsliðið á forsendum liðsins“. Hann mun eflaust útskýra fjarveru Alberts betur þegar hann hittir fjölmiðlamenn á morgun en sú nýbreytni er höfð á að þessu sinni að hópurinn er tilkynntur sólarhring fyrir fund Arnars með fjölmiðlum. Breiðhyltingurinn Sævar Atli Magnússon, framherji Lyngby, fær tækifæri í hópnum og Dagur Dan Þórhallsson, sem nýverið hélt í atvinnumennsku til Bandaríkjanna, og Nökkvi Þeyr Þórisson úr Beerschot í Belgíu eru í hópi fimm leikmanna sem hafðir eru til vara. Sá leikjahæsti missti sæti sitt Alfreð Finnbogason, liðsfélagi Sævars, er í hópnum líkt og í september í fyrra þegar hann spilaði sína fyrstu landsleiki í tvö ár. Þar eru einnig Jóhann Berg Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason sem tóku þátt í sigrinum í Eystrasaltsbikarnum í nóvember eftir meira en árs fjarveru frá landsliðinu. Aron Einar Gunnarsson er áfram í hópnum en missir af leiknum við Bosníu vegna leikbanns. Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands, Birkir Bjarnason, er hins vegar ekki í hópnum eftir að hafa ekki spilað með liði sínu Adana Demirspor síðustu vikur, í kjölfar jarðskjálftans í Tyrklandi. Hann er að reyna að losna frá sínu félagi. Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk Íslenski hópurinn kemur saman í Þýskalandi á mánudaginn og þar verður blaðamaður Vísis að sjálfsögðu á staðnum. Hópurinn heldur svo til Bosníu daginn fyrir fyrsta leik sem fram fer í Zenica í Bosníu 23. mars. Ísland er í riðli með Bosníu, Liechtenstein, Lúxemborg, Slóvakíu og Portúgal, og spilar sína fyrstu heimaleiki í júní þegar Slóvakía og Portúgal koma í heimsókn. Tvö efstu lið riðilsins komast áfram á EM í Þýskalandi sumarið 2024. Líklegt að Ísland hafi umspil sem varaleið Ef að Ísland kemst ekki áfram úr sínum riðli í undankeppninni gæti lokastaða í Þjóðadeildinni í fyrra skilað liðinu í umspil sem fram fer á næsta ári. Öll liðin sem unnu sinn riðil í Þjóðadeildinni eru örugg um að komast í umspilið í mars 2024, þurfi þau á því að halda eftir undankeppnina. Ísland endaði hins vegar í 2. sæti síns riðils, í B-deildinni, og er því ekki alveg öruggt. Í umspilinu verður leikið í þremur mótum; einu með fjórum liðum úr A-deild Þjóðadeildarinnar, einu með fjórum liðum úr B-deild og einu með fjórum liðum úr C-deild. Fyllt verður í þessi umspilsmót með næstu liðum í Þjóðadeildinni ef of mörg í viðkomandi deild komast beint á EM í gegnum undankeppnina. Þar sem að reikna má með því að langflest liðanna sextán í A-deild Þjóðadeildarinnar komist beint á EM í gegnum undankeppnina í ár, eða þá nógu mörg af þeim liðum sem náðu betri árangri en Ísland í B-deildinni, er því vel mögulegt að Ísland muni eiga umspilið sem varaleið eftir undankeppnina.
Markmenn: Rúnar Alex Rúnarsson - Alanyaspor - 20 leikir Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 3 leikir Varnarmenn: Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 44 leikir, 2 mörk Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 40 leikir, 3 mörk Alfons Sampsted - Twente - 14 leikir Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 13 leikir Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 12 leikir Miðjumenn: Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 82 leikir, 8 mörk Arnór Ingvi Traustason - IFK Norrköping - 45 leikir, 5 mörk Guðlaugur Victor Pálsson - D.C. United - 32 leikir, 1 mark Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 25 leikir, 2 mörk Jón Dagur Þorsteinsson - OH Leuven - 24 leikir, 4 mörk Mikael Neville Anderson - AGF - 18 leikir, 2 mörk Aron Elís Þrándarson - OB - 17 leikir, 1 mark Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 17 leikir, 3 mörk Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 16 leikir, 2 mörk Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 15 leikir, 1 mark Mikael Egill Ellertsson - Venezia - 10 leikir Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 7 leikir Sóknarmenn: Alfreð Finnbogason - Lyngby - 63 leikir, 15 mörk Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 13 leikir, 3 mörk Sævar Atli Magnússon - Lyngby - 2 leikir Leikmenn til vara: Hjörtur Hermannsson - AC Pisa - 25 leikir, 1 mark Guðmundur Þórarinsson - OFI - 12 leikir Dagur Dan Þórhallsson - Orlando City - 4 leikir Nökkvi Þeyr Þórisson - Beerschot - 1 leikur Sveinn Aron Guðjohnsen - Eflsborg - 19 leikir, 2 mörk
EM 2024 í Þýskalandi Landslið karla í fótbolta Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Sjá meira