Hefur sýnt og sannað að enn er hægt að koma á óvart á gervihnattaöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2023 10:31 Khvicha Kvaratskhelia ógnar sífellt með hraða sínum og krafti. Cesare Purini/Getty Images Georgímaðurinn Khvicha Kvaratskhelia, mögulega betur þekktur sem Kvaradona, hefur undanfarna mánuði heillað knattspyrnuaðdáendur á Ítalíu sem og um gervalla Evrópu með ótrúlegum hæfileikum sínum. Reikna má með að hann spæni upp vænginn þegar Napoli tekur á móti Eintracht Frankfurt í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Þegar yfirstandandi knattspyrnutímabil hófst var hinn þá 21 árs gamli Kvaratskhelia ekki þekkt stærð í knattspyrnuheiminum. Rússneska félagið Rubin Kazan keypti hann árið 2019 en í febrúar sama ár hafði hann farið á láni til Lokomotiv Moskvu. Kvaratskhelia tróð sér svo sem ekki í fyrirsagnir blaðanna í Rússlandi og eftir innrás Rússa í Úkraínu í ársbyrjun 2022 ákvað leikmaðurinn að snúa aftur til heimalandsins. Hann gekk í raðir Dinamo Batumi þann 31. mars en stoppaði stutt við. Hann spilaði frábærlega með liðinu og aðeins örfáum mánuðum síðar festi Napoli kaup á kaupa fyrir 11,5 milljónir evra eða rúman 1,7 milljarð íslenskra króna. Þó upphæðin sé há fyrir flest okkar þá er aðeins um að ræða brot af því sem önnur knattspyrnufélög Evrópu hafa eytt í vængmenn á undanförnum misserum. I went to Naples to meet Khvicha Kvaratskhelia, who is the most compelling, exciting player (and story) in Europe, as far as I can tell. Then I went for a pizza tasting menu, which is the high point of human civilisation. https://t.co/mgkIWddAHA— Rory Smith (@RorySmith) March 14, 2023 Það virðist sem Kvaratskhelia sé hannaður til að spila á Ítalíu og þá sérstaklega með Napoli. Hann hefur verið hreint út sagt magnaður á leiktíðinni og er stór ástæða þess að Napoli er kominn með aðra höndina utan um ítalska meistaratitilinn og annan fótinn í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Hann hefur valdið gríðarlegum usla á vinstri væng liðsins og er ásamt Victor Osimhen, framherja liðsins, einn eftirsóttasti leikmaður Evrópu um þessar mundir. Sem stendur hefur Kvaradona – gælunafn í höfuðið á Diego Maradona heitnum – skorað 11 mörk og gefið 11 stoðsendingar í 22 leikjum í Serie A. Í Meistaradeildinni hefur hann skorað 2 mörk og gefið 4 stoðsendingar í 6 leikjum. Khvicha Kvaratskhelia has been incredible in his first season for Napoli pic.twitter.com/gzXz0t55Mj— ESPN FC (@ESPNFC) March 13, 2023 Þegar félagaskiptaglugginn í Evrópu opnar á nýjan leik í sumar er nær öruggt að fjöldi liða mun spyrjast fyrir um Kvaratskhelia. Einnig er nær öruggt að ítalska félagið getur beðið um töluvert hærri upphæð en það greiddi síðasta sumar. Fram að því mun Kvaratskhelia halda áfram að hrella lið á Ítalíu sem og mótherja Napoli í Meistaradeildinni. Leikur Napoli og Eintracht Frankfurt verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Leikurinn hefst klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.35.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ítalski boltinn Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti