Handbolti

Viktor Gísli átti flottustu markvörsluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í Höllinni um síðustu helgi.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórleik í Höllinni um síðustu helgi. Vísir/Hulda Margrét

Viktor Gísli Hallgrímsson átti magnaða innkomu í íslenska markið í sigurleiknum á móti Tékkum í Laugardalshöllinni um helgina.

Björgvin Páll Gústavsson varði mjög vel út í Tékklandi en fann sig engan veginn í leiknum í Höllinni.

Eftir að Björgvin Páll hafði aðeins náð að verja eitt af fyrstu níu skotum Tékka var Viktor Gísli sendur í markið.

Hann varði fyrstu fimm skotin sem komu á hann og endaði með sautján varin skot og 61 prósent markvörslu.

Frammistaða Viktors Gísla átti mikinn þátt í því að íslenska liðið vann níu marka sigur, 28-19, og steig stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og þar með tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki á Evrópumótinu í Þýskalandi á næsta ári.

Tvöföld varsla Viktors Gísla stuttu eftir að hann kom inn á völlinn var valin flottast markvarsla umferðarinnar hjá evrópska handboltasambandinu eins og sjá má hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×