Handbolti

Bjarki Már leikur hundraðasta landsleikinn í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarki Már Elísson ásamt vel skreyttum aðdáanda á HM í janúar.
Bjarki Már Elísson ásamt vel skreyttum aðdáanda á HM í janúar. vísir/vilhelm

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, nær merkum áfanga í kvöld þegar Ísland sækir Tékkland heim í undankeppni EM 2024.

Bjarki Már leikur nefnilega sinn hundraðasta landsleik í Brno í kvöld. Í leikjunum 99 sem hann hefur þegar spilað hefur hann skorað 340 mörk.

Bjarki Már er þriðji leikjahæstur í íslenska hópnum á eftir Björgvini Páli Gústavssyni (252 landsleikir) og Aroni Pálmarssyni (164 landsleikir). Hann er einnig næstmarkahæstur á eftir Aroni sem hefur skorað 634 landsliðsmörk.

Arnar Freyr Arnarsson leikur sinn áttugasta landsleik gegn Tékklandi í kvöld en önnur eru tímamótin ekki.

Leikur Tékklands og Íslands hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×