Umfjöllun: Ísland - Noregur 31-26 | Öruggur sigur Íslands Andri Már Eggertsson skrifar 2. mars 2023 21:17 Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann góðan sigur gegn B-liði Noregs í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann nokkuð öruggan fimm marka sigur er liðið tók á móti varaliði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í kvöld, 31-26. Ísland byrjaði betur gegn B-liði Noregs. Vörn Íslands var afar vel skipulögð sem setti gestina frá Noregi í mikil vandræði. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var að verja vel til að byrja með en síðan datt markvarslan niður líkt og vörnin. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Ísland þremur mörkum yfir 7-4. Vörnin var ekki bara sterk heldu skilaði sóknarleikurinn sínu og heppnin var með Íslandi þar sem misheppnaðar sendingar rötuðu á samherja. Það var síðan komið að B-liði Noregs að taka áhlaup, Gestirnir komust betur inn í leikinn og gerðu þrjú mörk í röð. Jafnræði var með liðunum það sem eftir var fyrri hálfleiks. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir kom með laglega innkomu undir lok fyrri hálfleiks og skoraði þrjú mörk á síðustu sex mínútunum. Ísland var einu marki yfir í hálfleik 15-14. Það var þvílíkur neisti í íslensku stelpunum í upphafi síðari hálfleiks. Það gekk allt upp. Hafdís Lilja Renötudóttir kom í markið í seinni hálfleik fyrir Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og lokaði rammanum. Hafdís varði níu skot í seinni hálfleik og endaði með 41 prósent markvörslu. Gestirnir skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og Ísland komst fjórum mörkum yfir 19-15. Það gerðist afar sjaldséð atvik í seinni hálfleik. Sandra Erlingsdóttir sem er okkar langbesta vítaskytta klikkaði á tveimur vítum. Þetta hafði þó engin áhrif á spilamennsku Söndru sem spilaði vel í kvöld og skoraði fimm mörk. Íslandi gaf Noregi aldrei tækifæri á að koma til baka og vann að lokum fimm marka sigur 31-26. Andrea Jacobsen skoraði síðasta mark leiksins og endaði þar með markahæst hjá Íslandi með sex mörk. Liðin mætast aftur á laugardaginn 16:00. Klettur mun bjóða frítt á leikinn og vonandi mæta sem flestir á Ásvelli. Landslið kvenna í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta vann nokkuð öruggan fimm marka sigur er liðið tók á móti varaliði Noregs í vináttuleik á Ásvöllum í kvöld, 31-26. Ísland byrjaði betur gegn B-liði Noregs. Vörn Íslands var afar vel skipulögð sem setti gestina frá Noregi í mikil vandræði. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var að verja vel til að byrja með en síðan datt markvarslan niður líkt og vörnin. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var Ísland þremur mörkum yfir 7-4. Vörnin var ekki bara sterk heldu skilaði sóknarleikurinn sínu og heppnin var með Íslandi þar sem misheppnaðar sendingar rötuðu á samherja. Það var síðan komið að B-liði Noregs að taka áhlaup, Gestirnir komust betur inn í leikinn og gerðu þrjú mörk í röð. Jafnræði var með liðunum það sem eftir var fyrri hálfleiks. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir kom með laglega innkomu undir lok fyrri hálfleiks og skoraði þrjú mörk á síðustu sex mínútunum. Ísland var einu marki yfir í hálfleik 15-14. Það var þvílíkur neisti í íslensku stelpunum í upphafi síðari hálfleiks. Það gekk allt upp. Hafdís Lilja Renötudóttir kom í markið í seinni hálfleik fyrir Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og lokaði rammanum. Hafdís varði níu skot í seinni hálfleik og endaði með 41 prósent markvörslu. Gestirnir skoruðu aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og Ísland komst fjórum mörkum yfir 19-15. Það gerðist afar sjaldséð atvik í seinni hálfleik. Sandra Erlingsdóttir sem er okkar langbesta vítaskytta klikkaði á tveimur vítum. Þetta hafði þó engin áhrif á spilamennsku Söndru sem spilaði vel í kvöld og skoraði fimm mörk. Íslandi gaf Noregi aldrei tækifæri á að koma til baka og vann að lokum fimm marka sigur 31-26. Andrea Jacobsen skoraði síðasta mark leiksins og endaði þar með markahæst hjá Íslandi með sex mörk. Liðin mætast aftur á laugardaginn 16:00. Klettur mun bjóða frítt á leikinn og vonandi mæta sem flestir á Ásvelli.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti