Landslið kvenna í handbolta Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár. Handbolti 22.12.2024 13:01 Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. Handbolti 15.12.2024 12:31 Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá því í dag hvar EM karla 2030 og 2032 verða haldin, og hvar EM kvenna 2032 verður haldið. Engar þjóðir sóttu um að halda EM kvenna 2030 og því óvíst hvar það fer fram. Handbolti 14.12.2024 13:32 Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Ný landsliðstreyja HSÍ fer ekki í sölu fyrir jólin en stefnt er að því að hefja sölu á henni áður en HM karla hefst í næsta mánuði. Handbolti 11.12.2024 13:30 Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi. Handbolti 5.12.2024 08:32 Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins. Handbolti 4.12.2024 13:02 Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð. Handbolti 4.12.2024 09:36 Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Handbolti 3.12.2024 22:46 „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. Handbolti 3.12.2024 22:20 Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. Handbolti 3.12.2024 22:02 Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. Handbolti 3.12.2024 21:53 „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. Handbolti 3.12.2024 21:43 „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. Handbolti 3.12.2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. Handbolti 3.12.2024 18:31 Elísa veik og ekki með Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands. Handbolti 3.12.2024 18:23 Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. Handbolti 3.12.2024 17:56 „Við sjáum möguleika þarna“ „Ég fór á mitt fyrsta stórmót fyrir 14 árum. Þetta hefur verið svolítil bið og loksins kom þetta,“ segir Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins um sigur á Úkraínu í fyrrakvöld. Nú er komið að næsta verkefni. Handbolti 3.12.2024 16:31 „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. Handbolti 3.12.2024 15:01 Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM 2024 í kvöld. Til að brýna sig fyrir leikinn mikilvæga geta stelpurnar okkar rifjað upp eftirminnilegan sigur á Þjóðverjum á HM 2011. Handbolti 3.12.2024 12:31 „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. Handbolti 3.12.2024 12:02 „Förum léttar inn í þennan leik“ Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland. Handbolti 3.12.2024 11:01 Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. Handbolti 3.12.2024 08:02 „Þá rennur stressið af manni“ Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. Handbolti 2.12.2024 20:30 „Gæsahúð allsstaðar“ „Tilfinningin var æðisleg. Þetta var magnað að vera hluti af þessu liði sem afrekaði þetta. Það var gæsahúð allsstaðar. Þetta var frábært,“ segir Elísa Elíasdóttir sem spilaði vel á línu og í vörn í sigri Íslands á Úkraínu á EM kvenna í handbolta í gær. Handbolti 2.12.2024 17:17 Hugsaði lítið og stressaði sig minna „Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær. Handbolti 2.12.2024 14:32 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Hin þýska Heidrun Oesch hafði enga tengingu við Ísland þegar hún heillaðist af karlalandsliðinu í fótbolta á EM 2016 og stuðningssveit liðsins. Hún mætir á landsleiki eins og hún getur og er nú mætt á EM kvenna í handbolta. Handbolti 2.12.2024 09:00 Skýrsla Vals: Söguleg snilld Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. Handbolti 1.12.2024 23:17 „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Þetta er bara geggjað og frábært að hafa allt þetta fólk með okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson eftir að hafa fagnað fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann segir mikið hafa verið undir og var ánægður að sjá stelpurnar klára verkefnið vel. Handbolti 1.12.2024 22:17 „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tryggði sér sinn fyrsta sigur í sögunni á lokamóti EM gegn Úkraínu í kvöld. Handbolti 1.12.2024 22:16 „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Perla Ruth Albertsdóttir var valinn maður leiksins er Ísland landaði sínum fyrsta sigri í sögunni á lokamóti EM í kvöld. Handbolti 1.12.2024 21:54 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 10 ›
Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Íslenski leikstjórnandinn Elín Klara Þorkelsdóttir stóð sig vel á sínu fyrsta stórmóti fyrr í þessum mánuði en þessi snaggaralega handboltakona átti líka eitt af flottustu mörkum Evrópumóts kvenna í handbolta í ár. Handbolti 22.12.2024 13:01
Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. Handbolti 15.12.2024 12:31
Ljóst hvar stórmótin í kringum HM á Íslandi verða Handknattleikssamband Evrópu, EHF, greindi frá því í dag hvar EM karla 2030 og 2032 verða haldin, og hvar EM kvenna 2032 verður haldið. Engar þjóðir sóttu um að halda EM kvenna 2030 og því óvíst hvar það fer fram. Handbolti 14.12.2024 13:32
Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Ný landsliðstreyja HSÍ fer ekki í sölu fyrir jólin en stefnt er að því að hefja sölu á henni áður en HM karla hefst í næsta mánuði. Handbolti 11.12.2024 13:30
Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi. Handbolti 5.12.2024 08:32
Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins. Handbolti 4.12.2024 13:02
Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð. Handbolti 4.12.2024 09:36
Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram. Handbolti 3.12.2024 22:46
„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni. Handbolti 3.12.2024 22:20
Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót. Handbolti 3.12.2024 22:02
Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. Handbolti 3.12.2024 21:53
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. Handbolti 3.12.2024 21:43
„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. Handbolti 3.12.2024 21:33
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. Handbolti 3.12.2024 18:31
Elísa veik og ekki með Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands. Handbolti 3.12.2024 18:23
Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. Handbolti 3.12.2024 17:56
„Við sjáum möguleika þarna“ „Ég fór á mitt fyrsta stórmót fyrir 14 árum. Þetta hefur verið svolítil bið og loksins kom þetta,“ segir Sunna Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins um sigur á Úkraínu í fyrrakvöld. Nú er komið að næsta verkefni. Handbolti 3.12.2024 16:31
„Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Díana Dögg Magnúsdóttir þekkir þýska landsliðið betur en margur í íslenska kvennalandsliðinu enda leikið í Þýskalandi undanfarin ár. Hún segir töluverða pressu á Þjóðverjunum og hjá þeim hafi gengið á ýmsu. Handbolti 3.12.2024 15:01
Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir Þýskalandi í úrslitaleik um sæti í milliriðli á EM 2024 í kvöld. Til að brýna sig fyrir leikinn mikilvæga geta stelpurnar okkar rifjað upp eftirminnilegan sigur á Þjóðverjum á HM 2011. Handbolti 3.12.2024 12:31
„Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Við þurfum alvöru frammistöðu, og það í sextíu mínútur,“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson um leik dagsins við Þýskaland á EM kvenna í handbolta. Um er að ræða hreinan úrslitaleik um sæti í milliriðli. Handbolti 3.12.2024 12:02
„Förum léttar inn í þennan leik“ Rut Jónsdóttir naut sín vel í sigri Íslands á Úkraínu og líður almennt vel á EM í Innsbruck. Spennan er mikil fyrir leik kvöldsins við Þýskaland. Handbolti 3.12.2024 11:01
Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Stelpurnar okkar hafa gert vel í íþróttaborginni Innsbruck hingað til. Þær voru nærri sigri gegn Hollandi, unnu svo sögulegan sigur á Úkraínu. Í kvöld er komið að lokaverkefninu hér í bæ, gegn þýska stálinu. Handbolti 3.12.2024 08:02
„Þá rennur stressið af manni“ Elín Klara Þorkelsdóttir hefur farið mikinn og stýrt leik íslenska kvennalandsliðsins af mikilli yfirvegun þrátt fyrir ungan aldur á hennar fyrsta stórmóti. Hún nýtur sín vel á EM í Innsbruck. Handbolti 2.12.2024 20:30
„Gæsahúð allsstaðar“ „Tilfinningin var æðisleg. Þetta var magnað að vera hluti af þessu liði sem afrekaði þetta. Það var gæsahúð allsstaðar. Þetta var frábært,“ segir Elísa Elíasdóttir sem spilaði vel á línu og í vörn í sigri Íslands á Úkraínu á EM kvenna í handbolta í gær. Handbolti 2.12.2024 17:17
Hugsaði lítið og stressaði sig minna „Þetta er ótrúlega stórt og mjög skemmtilegt. Það er gott að vera loksins búin að ná þessum sigri,“ segir Díana Dögg Magnúsdóttir, sem átti stóran þátt í 27-24 sigri Íslands á Úkraínu á EM í Innsbruck í gær. Handbolti 2.12.2024 14:32
Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Hin þýska Heidrun Oesch hafði enga tengingu við Ísland þegar hún heillaðist af karlalandsliðinu í fótbolta á EM 2016 og stuðningssveit liðsins. Hún mætir á landsleiki eins og hún getur og er nú mætt á EM kvenna í handbolta. Handbolti 2.12.2024 09:00
Skýrsla Vals: Söguleg snilld Eftir sjö töp í sjö leikjum kom fyrsti sigur íslensks kvennalandsliðs á Evrópumóti í kvöld. Mikilvægum áfanga náð í vegferð þessa liðs sem ætlar sér enn meira. Handbolti 1.12.2024 23:17
„Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Þetta er bara geggjað og frábært að hafa allt þetta fólk með okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson eftir að hafa fagnað fyrsta stórmótasigri íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann segir mikið hafa verið undir og var ánægður að sjá stelpurnar klára verkefnið vel. Handbolti 1.12.2024 22:17
„Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tryggði sér sinn fyrsta sigur í sögunni á lokamóti EM gegn Úkraínu í kvöld. Handbolti 1.12.2024 22:16
„Sjúklega stolt af þessum hóp“ Perla Ruth Albertsdóttir var valinn maður leiksins er Ísland landaði sínum fyrsta sigri í sögunni á lokamóti EM í kvöld. Handbolti 1.12.2024 21:54