Tók pabba sinn á orðinu og öll fjölskyldan er á leið til hennar á Final 4 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 15:01 Sandra Erlingsson er upplifa skemtilega tíma hjá þýska liðinu Metzingen í vetur. S2 Sport Íslenska landsliðskonan Sandra Erlingsdóttir er í stóru hlutverki hjá liði í Þýskalandi sem ætlar sér í Evrópukeppni og er komið í keppni hinna fjögurra fræknu í þýska bikarnum. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan. Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mætir B-liði Noregs í vináttulandsleik á Ásvöllum í kvöld. Sandra Erlingsdóttir er komin heim til að spila með landsliðinu en hún er að spila með þýska liðinu TuS Metzingen. Alltaf gaman að koma heim „Það er alltaf ótrúlega gaman að koma í landsliðsverkefni. það er mikið álag á manni úti og mikið af leikjum. Það er því alltaf gaman að koma heim, hitta stelpurnar og komast í íslenskt umhverfi,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við Svövu Kristínu Gretarsdóttur. Sandra er ein af fáum íslenskum handboltakonum sem eru í atvinnumennsku en hvernig er búið að ganga hjá henni hjá Metzingen. „Það er bara búið að ganga vel. Þetta er alveg krefjandi og allt svoleiðis en ótrúlega gaman. Ég er að fá að spila mikið og það er það sem skiptir máli,“ sagði Sandra en finnur hún það að hún sé að bæta sig í atvinnumennskunni. „Já sérstaklega núna á þriðja ári. Ég er búin að finna að ég er vaxa sem leikmaður og sem einstaklingur að búa í útlöndum,“ sagði Sandra. Markmiðið að komast í Evrópukeppnina „Þetta er alveg mjög stórt lið í Þýskalandi. Við erum í fjórða sæti núna og vorum að komast í Final 4. Markmiðið okkar er að halda okkur í topp fjórum og þá komust við í Evrópukeppnina á næsta ári sem er mjög stórt markmið fyrir okkur,“ sagði Sandra. Klippa: Viðtal við Söndru Erlingsdóttur: Öll fjölskyldan er búin að panta miða út Það var stórt fyrir liðið að komast í úrslitahelgi bikarsins. „Þetta verður geggjuð helgi. Öll fjölskyldan er búin að panta miða út og þetta verður því geggjað gaman,“ sagði Sandra. Faðir hennar er Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, en hann tilkynnti að væri að hætta með liðið og ætlaði meðal annars að nýta aukinn frítíma til að fylgjast betur með dóttur sinni. „Hann sagði það í viðtölum að hann ætlaði að koma og heimsækja mig oftar þannig að ég tók hann á orðinu,“ sagði Sandra. Elska bæði að opna fyrir aðra Elmar Erlingsson, bróðir hennar, spilar með ÍBV en myndi hún segja að þau væru líkir leikmenn. „Já, það er alveg hægt að segja það. Við erum bæði ekkert rosalega hávaxin, með mikinn boltahaus og elskum að opna fyrir aðra. Það er æðislegt að fylgjast með þeim og svo er líka sem er ennþá yngri orðinn helvíti sprækur,“ sagði Sandra. Fram undan eru tveir leikir við Noreg en hvað vilja stelpurnar fá út úr þessum leikjum. Býst við ungverskum hroka „Fyrst og fremst að spila leiki saman. Við spilum ekki það marga leiki yfir árið og það er því ótrúlegt að fá þessa leiki og spila okkur saman. Með þessu náðum við að gera okkur klárar fyrir verkefnið á móti Ungverjum,“ sagði Sandra. Ísland mætir Ungverjalandi í tveimur leikjum þar sem sæti á HM er í boði. Hversu erfitt verkefnið bíður liðsins þar. „Þær eru ótrúlega góðar og það er ekki hægt að segja neitt annað. Það er alveg hægt að strítt þeim og ég get alveg ímyndað mér að þær komi mjög hrokafullar inn á móti okkur,“ sagði Sandra. Það má sjá viðtalið við Söndru hér fyrir ofan.
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira