Forráðamönnum Sampdora hótað í mafíósastíl Smári Jökull Jónsson skrifar 26. febrúar 2023 12:00 Það hefur gengið illa hjá Sampdoria á tímabilinu og situr liðið í fallsæti Serie A. Vísir/Getty Það hefur gengið illa hjá Sampdoria á tímabilinu og á dögunum fengu forráðamenn félagsins hótun þar sem svínshöfuð var skilið eftir við höfuðstöðvar félagsins. Sampdora situr í næst neðsta sæti Serie A deildarinnar á Ítalíu og það er staða sem stuðningsmenn félagsins eru vitaskuld ekki sáttir með. Í janúar fékk félagið nafnlausa hótun í formi bréfs en einnig hafði byssukúla verið skilin eftir í umslaginu. „Í þetta skiptið er kúlan laus. Næst verður hún í alvöru,“ stóð í bréfinu en það var stílað á fyrrverandi forseta félagsins Massimo Ferrero og núverandi varaforsetann Antonio Romei. Nú hefur félagið fengið nýja hótun en á dögunum var skilinn eftir kassi við höfuðstöðvar félagsins en hann var merktur þeim Ferrero og Romei, Í kassanum var svínshöfuð en að nota dýrahöfuð til hótana er þekkt aðferð og muna margir eftir því úr kvikmyndinni Guðfaðirinn þegar karakterinn Jack Woltz vaknaði með hrosshaus í rúminu sem hótun frá sjálfum guðföðurnum Don Corleone. Í bréfi sem fylgdi með stóð „Næsta höfuð er ykkar“ og í yfirlýsingu Sampdoria segir að að félagið líti alvarlegum augum á atvikið. „UC Sampdoria vill undirstrika að hvers kyns hótun gagnvart stjórnarmeðlimi er árás á alla stjórnarmenn og þeirra vinnu.“ Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Sampdora situr í næst neðsta sæti Serie A deildarinnar á Ítalíu og það er staða sem stuðningsmenn félagsins eru vitaskuld ekki sáttir með. Í janúar fékk félagið nafnlausa hótun í formi bréfs en einnig hafði byssukúla verið skilin eftir í umslaginu. „Í þetta skiptið er kúlan laus. Næst verður hún í alvöru,“ stóð í bréfinu en það var stílað á fyrrverandi forseta félagsins Massimo Ferrero og núverandi varaforsetann Antonio Romei. Nú hefur félagið fengið nýja hótun en á dögunum var skilinn eftir kassi við höfuðstöðvar félagsins en hann var merktur þeim Ferrero og Romei, Í kassanum var svínshöfuð en að nota dýrahöfuð til hótana er þekkt aðferð og muna margir eftir því úr kvikmyndinni Guðfaðirinn þegar karakterinn Jack Woltz vaknaði með hrosshaus í rúminu sem hótun frá sjálfum guðföðurnum Don Corleone. Í bréfi sem fylgdi með stóð „Næsta höfuð er ykkar“ og í yfirlýsingu Sampdoria segir að að félagið líti alvarlegum augum á atvikið. „UC Sampdoria vill undirstrika að hvers kyns hótun gagnvart stjórnarmeðlimi er árás á alla stjórnarmenn og þeirra vinnu.“
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira