Fótbolti

Kyn­lífs­­­mynd­band tekið upp á vellinum þar sem Ís­land vann sinn fræknasta sigur

Smári Jökull Jónsson skrifar
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins þekkja ágætlega til á Allianz Riviera enda fór leikur Íslands og Englands á EM 2016 fram á vellinum.
Stuðningsmenn íslenska landsliðsins þekkja ágætlega til á Allianz Riviera enda fór leikur Íslands og Englands á EM 2016 fram á vellinum. Vísir/Getty

Forráðamenn franska knattspyrnuliðsins Nice eru ósáttir þessa dagana eftir að þeir komust að því að kynlífsmyndband var tekið upp inni á salerni á heimavelli félagsins.

Lögreglan í Nice hefur hafið rannsókn vegna kynlífsmyndbands sem tekið var upp á Allianz Riviera, heimavelli franska liðsins Nice sem leikur í efstu deild þar í landi.

Félagið lagði fram kvörtun til lögreglunnar vegna málsins og þá hefur Nice Eco Stadium, rekstraraðili leikvangsins, gert slíkt hið sama.

Félaginu var tilkynnt um myndbandið eftir að það var birt á netinu en í myndbandinu greinir einn af þeim sem þar kemur fram að myndbandið sé tekið upp á Allianz Riviera. Myndbandið var tekið upp á meðan leikur liðsins gegn Lille þann 29.janúar fór fram.

Margir Íslendingar eiga góðar minningar frá Allianz Riviera leikvanginum. Þar vann íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu einn sinn fræknasta sigur frá upphafi þegar liðið lagði England að velli á Evrópumótinu árið 2016.

Nice er í fimmta sæti Ligue 1 og er í eigu Sir Jim Ratcliffe en hann er ríkasti maður Bretlands og einn af þeim sem að undanförnu hefur verið orðaður við kaup á Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×