Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Siggeir Ævarsson skrifar 22. desember 2024 14:45 Mbappe skoraði og lagði upp í dag. Vísir/Getty Meistarar Real Madrid tóku á móti Sevilla í sínum síðasta leik á annasömu ári, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gestirnir máttu síns lítils gegn meisturunum sem fóru með 4-2 sigur af hólmi. Kylian Mbappe kom heimamönnum á bragðið á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrygo, en Mbappe byrjaði leikinn í fremstu víglínu og lék þar allan leikinn þrátt fyrir að hafa verið sagður tæpur vegna meiðsla fyrir leik. Real komst í 3-0 á 34. mínútu með marki frá Rodrygo og þar með var björninn svo gott sem unninn en gestirnir klóruðu þó í bakkann fyrir hálfleik, staðan 3-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Brahim Diaz gerði hins vegar út um vonir Sevilla þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Mbappe. Gestirnir settu að vísu eitt uppbótarmark undir lokin en það dugði skammt og Real lyftir sér upp í 2. sætið í þéttum pakka á toppi deildarinnar. Spænski boltinn
Meistarar Real Madrid tóku á móti Sevilla í sínum síðasta leik á annasömu ári, í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Gestirnir máttu síns lítils gegn meisturunum sem fóru með 4-2 sigur af hólmi. Kylian Mbappe kom heimamönnum á bragðið á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Rodrygo, en Mbappe byrjaði leikinn í fremstu víglínu og lék þar allan leikinn þrátt fyrir að hafa verið sagður tæpur vegna meiðsla fyrir leik. Real komst í 3-0 á 34. mínútu með marki frá Rodrygo og þar með var björninn svo gott sem unninn en gestirnir klóruðu þó í bakkann fyrir hálfleik, staðan 3-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Brahim Diaz gerði hins vegar út um vonir Sevilla þegar hann skoraði fjórða mark Real Madrid á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Mbappe. Gestirnir settu að vísu eitt uppbótarmark undir lokin en það dugði skammt og Real lyftir sér upp í 2. sætið í þéttum pakka á toppi deildarinnar.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti