Hefur fengið líflátshótanir vegna söngsins Árni Sæberg skrifar 3. febrúar 2023 21:00 Jessica Pearson hefur orðið fyrir grófu neteinelti vegna tónlistaratriðis um borð í Icelandair. Farþegar tóku þó vel í athæfið, þeirra á meðal var herramaðurinn til hægri sem ákvað að slá taktinn með skeiðum. Vísir Söngkonan Jessica Pearson hefur fengið slæma útreið á samfélagsmiðlum eftir að myndband af henni að syngja fyrir farþega flugvélar Icelandair, sem sátu fastir í flugvélinni í tíu klukkustundir, fór í dreifingu. Henni hafa borist líflátshótanir og hún hefur verið hvött til þess að svipta sig lífi. Vísir greindi frá því á dögunum að hljómsveitin Jessica Pearson and the East Wind hafi skemmt farþegum flugvélarinnar með því að taka nokkur frumsamin lög og síðan óskalög. Flugvélin sat föst á flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli vegna mikillar hálku og vindhraða þann 22. janúar síðastliðinn. Óskar Tryggvi Svavarsson, flugstjóri flugvélarinnar, sagði í samtali við Vísi að farþegar hafi tekið vel í uppátæki hljómsveitarinnar eftir langa setu um borð. Allir hafi farið frá borði með bros á vör. Segja myndskeið hafa verið tekið úr samhengi Vísir var ekki eini miðillinn sem fjallaði um málið en það vakti meðal annars athygli fjölmiðla í Nýja-Sjálandi og Ottawa í Kanada, þar sem Jessica Pearson býr. Í yfirlýsingu Töru Shannon, útgefanda hljómsveitarinnar, vegna málsins segir að farþegar hafi kunnað vel að meta tónlistaratriði hljómsveitarinnar og hafi hrósað hljómsveitarmeðlimum í hástert og gefið þeim súkkulaði. Hún segir að Jessica hafi deilt myndskeiði af söngnum á samfélagsmiðlinum TikTok. „Við sátum föst í flugvélinni á Íslandi í tíu klukkustundir vegna 115 kílómetra vindhraða. Sem betur fer vorum við með hljóðfærin okkar um borð og ákváðum að hefja fjöldasöng,“ ritaði hún með myndskeiðinu. „Þegar litið er til baka sjáum við að myndskeiðið í færslunni málaði ekki nákvæma mynd af öllu málinu,“ segir í yfirlýsingu útgefandans. Falsfréttir hafi ýtt undir neteinelti Shannon segir að myndbandið hafi síðan farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum undir þeim formerkjum að hljómsveitin hafi upp á eigið einsdæmi ákveðið að syngja fyrir farþegana í heilar tíu klukkustundir. Sú falska lýsing á atburðum hafi ýtt undir gríðarlega neikvæð viðbrögð netverja og að hljómsveitinni hafi jafnvel borist líflátshótanir vegna þess. Því hafi verið ákveðið að taka myndbandið af samfélagsmiðlum en það hafi verið of seint. Myndbandið hafi þegar verið afritað og því dreift af stórum miðlum vestan hafs. Þeir hafi með því haldið falskri frásögn á lofti og ýtt undir neteinelti, sem sé bæði óábyrgt og hættulegt. „Ég er í áfalli og ég læt mér hugfallast vegna þess að sameiginlegri gleðistund hefur verið breytt í óvægna árás. Hatrið er óskiljanlegt. Mér hefur verið sagt að svipta mig lífi vegna þess að ég flutti lög fyrir fólk í flugvél. Það er brjálað,“ er haft eftir Pearson í yfirlýsingunni. Falleg minning fyrir alla Þá segir að Pearson sé fagmaður í gegn og virtur tónlistarmaður, bæði í heimalandinu Kanada og víðar. Hún hafi verið beðin um að deila tónlist sinni til þess að sefa farþega í erfiðum aðstæðum, og fallist á þá beiðni. „Þetta er falleg minning sem farþegar, áhöfn og hljómsveitin deila af því að tónlistin tengir okkur öll. Það er eina fréttin í þessu máli,“ segir í lok yfirlýsingar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Statement_-_Jessica_PearsonPDF326KBSækja skjal Samfélagsmiðlar Kanada Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tónlist Tengdar fréttir Fötluð kona föst í flugvél með stífluðu klósetti Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 22. janúar 2023 16:59 Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. 22. janúar 2023 15:04 Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. 22. janúar 2023 14:39 Hurð rifnaði af flugvallarbíl Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar. 22. janúar 2023 14:04 Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. 22. janúar 2023 12:19 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Vísir greindi frá því á dögunum að hljómsveitin Jessica Pearson and the East Wind hafi skemmt farþegum flugvélarinnar með því að taka nokkur frumsamin lög og síðan óskalög. Flugvélin sat föst á flugbrautinni á Keflavíkurflugvelli vegna mikillar hálku og vindhraða þann 22. janúar síðastliðinn. Óskar Tryggvi Svavarsson, flugstjóri flugvélarinnar, sagði í samtali við Vísi að farþegar hafi tekið vel í uppátæki hljómsveitarinnar eftir langa setu um borð. Allir hafi farið frá borði með bros á vör. Segja myndskeið hafa verið tekið úr samhengi Vísir var ekki eini miðillinn sem fjallaði um málið en það vakti meðal annars athygli fjölmiðla í Nýja-Sjálandi og Ottawa í Kanada, þar sem Jessica Pearson býr. Í yfirlýsingu Töru Shannon, útgefanda hljómsveitarinnar, vegna málsins segir að farþegar hafi kunnað vel að meta tónlistaratriði hljómsveitarinnar og hafi hrósað hljómsveitarmeðlimum í hástert og gefið þeim súkkulaði. Hún segir að Jessica hafi deilt myndskeiði af söngnum á samfélagsmiðlinum TikTok. „Við sátum föst í flugvélinni á Íslandi í tíu klukkustundir vegna 115 kílómetra vindhraða. Sem betur fer vorum við með hljóðfærin okkar um borð og ákváðum að hefja fjöldasöng,“ ritaði hún með myndskeiðinu. „Þegar litið er til baka sjáum við að myndskeiðið í færslunni málaði ekki nákvæma mynd af öllu málinu,“ segir í yfirlýsingu útgefandans. Falsfréttir hafi ýtt undir neteinelti Shannon segir að myndbandið hafi síðan farið í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum undir þeim formerkjum að hljómsveitin hafi upp á eigið einsdæmi ákveðið að syngja fyrir farþegana í heilar tíu klukkustundir. Sú falska lýsing á atburðum hafi ýtt undir gríðarlega neikvæð viðbrögð netverja og að hljómsveitinni hafi jafnvel borist líflátshótanir vegna þess. Því hafi verið ákveðið að taka myndbandið af samfélagsmiðlum en það hafi verið of seint. Myndbandið hafi þegar verið afritað og því dreift af stórum miðlum vestan hafs. Þeir hafi með því haldið falskri frásögn á lofti og ýtt undir neteinelti, sem sé bæði óábyrgt og hættulegt. „Ég er í áfalli og ég læt mér hugfallast vegna þess að sameiginlegri gleðistund hefur verið breytt í óvægna árás. Hatrið er óskiljanlegt. Mér hefur verið sagt að svipta mig lífi vegna þess að ég flutti lög fyrir fólk í flugvél. Það er brjálað,“ er haft eftir Pearson í yfirlýsingunni. Falleg minning fyrir alla Þá segir að Pearson sé fagmaður í gegn og virtur tónlistarmaður, bæði í heimalandinu Kanada og víðar. Hún hafi verið beðin um að deila tónlist sinni til þess að sefa farþega í erfiðum aðstæðum, og fallist á þá beiðni. „Þetta er falleg minning sem farþegar, áhöfn og hljómsveitin deila af því að tónlistin tengir okkur öll. Það er eina fréttin í þessu máli,“ segir í lok yfirlýsingar. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni í tengdum skjölum hér að neðan. Tengd skjöl Statement_-_Jessica_PearsonPDF326KBSækja skjal
Samfélagsmiðlar Kanada Fréttir af flugi Icelandair Keflavíkurflugvöllur Tónlist Tengdar fréttir Fötluð kona föst í flugvél með stífluðu klósetti Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 22. janúar 2023 16:59 Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. 22. janúar 2023 15:04 Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. 22. janúar 2023 14:39 Hurð rifnaði af flugvallarbíl Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar. 22. janúar 2023 14:04 Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. 22. janúar 2023 12:19 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Fötluð kona föst í flugvél með stífluðu klósetti Fötluð kona hefur setið föst í vél Icelandair í rúmlega tíu klukkutíma. Vinir hennar sem komust úr vélinni segja klósettin í vélinni vera stífluð og að enginn matur sé þar. Það virðist sem fáir á flugvellinum nái einhverju sambandi við Icelandair til að nálgast upplýsingar um stöðu mála. 22. janúar 2023 16:59
Flugvél hringsnerist og rakst í landgang Flugvél Icelandair snerist á staðnum á Keflavíkurflugvelli vegna hálku og vinds. Vinstri vængur vélarinnar rakst í landgang við flugstöðina. Vélin var blessunarlega tóm og engan sakaði. 22. janúar 2023 15:04
Flugi aflýst og fólk enn fast í flugvélum níu tímum eftir lendingu Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi sínu til Norður-Ameríku og Evrópu utan flugs til Ósló og Kaupmannahafnar sem seinkað verður fram á kvöld. Aftakaveður er á flugvellinum svo ekki er talið öruggt að fara með stigabíla að flugvélum sem eru úti á vellinum. Farþegar sex véla sitja því enn fastir. 22. janúar 2023 14:39
Hurð rifnaði af flugvallarbíl Hurð rifnaði af bíl á Keflavíkurflugvelli fyrir skömmu. Vindhraði er mikill á vellinum og erfiðlega hefur gengið að ná fólki út úr flugvélum sem sitja þar fastar. 22. janúar 2023 14:04
Hafa nú verið í vélinni í um tólf klukkustundir Farþegar í flugi Icelandair frá New York í nótt hafa nú varið um tólf klukkustundum um borð í flugvélinni, þar af sex á flugbraut í Keflavík. Einn farþeganna segir stemninguna í vélinni merkilega góða miðað við aðstæður. 22. janúar 2023 12:19