Fótbolti

Kristian Nökkvi lagði upp í tapi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Kristian Nökkvi Hlynsson hefur gefið fimm stoðsendingar á tímabilinu.
Kristian Nökkvi Hlynsson hefur gefið fimm stoðsendingar á tímabilinu. Roland Krivec/Getty Images

Þrátt fyrir að fá rautt spjald í síðasta leik með Jong Ajax þá var Kristian Nökkvi Hlynsson í byrjunarliðinu þegar liðið mætti Roda í hollensku B-deildinni í kvöld. Kristian Nökkvi lagði upp eina mark Jong Ajax í liðsins.

Kristian Nökkvi fékk rautt spjald í 3-0 tapi gegn De Graafschap á dögunum. Spjaldið var hins vegar dregið til baka og var hinn 18 ára gamli miðjumaður í byrjunarliði Jong Ajax í kvöld. 

Hann nýtti sér það til hins ítrasta og lagði upp fyrsta mark leiksins. Var þetta fimmta stoðsending Kristians Nökkva í 20 leikjum í hollensku B-deildinni á leiktíðinni. Þá hefur hann skorað fjögur mörk.

Því miður fyrir Jong Ajax, sem er B-lið Hollandsmeistaranna, þá skoraði Roda tvö mörk áður en fyrri hálfleikur var úti. Hvorugt liðið skoraði í síðari hálfleik og því vann Roda vann leikinn 2-1.

Jong Ajax er í 15. sæti með 23 stig eftir 21 leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×