Var kallaður svikari og rekinn í beinni: „Þetta er týpískur Mourinho“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. desember 2022 13:01 José Mourinho og Rick Karsdorp áður en þeim sinnaðist. getty/Alessandro Sabattini Lögmaður Ricks Karsdorp, leikmanns Roma, gagnrýndi José Mourinho fyrir meðferð hans á leikmanninum. Eftir 1-1 jafntefli Roma við Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði kallaði Mourinho einn leikmann sinn svikara og rak hann nánast í beinni. „Við erum með svikara í liðinu sem sveik alla aðra. Það er synd,“ sagði Mourinho hundfúll eftir leikinn gegn Sassuolo. „Heilt yfir er ég sáttur við liðið en þetta er stakur leikmaður sem ég er að tala um. Í dag notaði ég sextán leikmenn. Ég var ánægður með fimmtán þeirra.“ Þótt Mourinho hafi ekki sagt hver svikarinn væri greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann hefði beint spjótum sínum af Karsdorp sem honum fannst verjast illa í jöfnunarmarki Sassuolo. Karsdorp hefur ekki spilað fyrir Roma frá leiknum 10. nóvember. Lögmaður Karsdorp, Salvatore Civale, skaut á Mourinho í viðtali við Calciomercato. „Stuðningsmennirnir tóku ummæli hans bókstaflega og sóttu að Karsdorp á flugvellinum sem og á samfélagsmiðlum. Þegar leikmaðurinn sér 40-50 stuðningsmenn fyrir utan heimili sitt til að hvetja hann til að yfirgefa félagið skiptir ekki máli þótt Mourinho hafi ekki nafngreint hann,“ sagði lögmaðurinn. „Félagið hefur ekkert gert til að verja hann. Þetta er týpískur Mourinho,“ bætti Civale við. Roma keypti Karsdorp eftir að hann varð hollenskur meistari með Feyenoord 2017. Hann hefur leikið 121 leik fyrir Roma en afar ólíklegt þykir að þeir verði fleiri. Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Eftir 1-1 jafntefli Roma við Sassuolo í ítölsku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði kallaði Mourinho einn leikmann sinn svikara og rak hann nánast í beinni. „Við erum með svikara í liðinu sem sveik alla aðra. Það er synd,“ sagði Mourinho hundfúll eftir leikinn gegn Sassuolo. „Heilt yfir er ég sáttur við liðið en þetta er stakur leikmaður sem ég er að tala um. Í dag notaði ég sextán leikmenn. Ég var ánægður með fimmtán þeirra.“ Þótt Mourinho hafi ekki sagt hver svikarinn væri greindu ítalskir fjölmiðlar frá því að hann hefði beint spjótum sínum af Karsdorp sem honum fannst verjast illa í jöfnunarmarki Sassuolo. Karsdorp hefur ekki spilað fyrir Roma frá leiknum 10. nóvember. Lögmaður Karsdorp, Salvatore Civale, skaut á Mourinho í viðtali við Calciomercato. „Stuðningsmennirnir tóku ummæli hans bókstaflega og sóttu að Karsdorp á flugvellinum sem og á samfélagsmiðlum. Þegar leikmaðurinn sér 40-50 stuðningsmenn fyrir utan heimili sitt til að hvetja hann til að yfirgefa félagið skiptir ekki máli þótt Mourinho hafi ekki nafngreint hann,“ sagði lögmaðurinn. „Félagið hefur ekkert gert til að verja hann. Þetta er týpískur Mourinho,“ bætti Civale við. Roma keypti Karsdorp eftir að hann varð hollenskur meistari með Feyenoord 2017. Hann hefur leikið 121 leik fyrir Roma en afar ólíklegt þykir að þeir verði fleiri.
Ítalski boltinn Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Fleiri fréttir Brest mátti þola tap í Þýskalandi Í beinni: Arsenal - Dinamo Zagreb | Gætu sloppið við umspilið Í beinni: PSG - Man. City | Risar sem gætu fallið úr leik Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti