Landsliðsþjálfarinn segist ekki vera á móti gagnrýni ef hún er byggð á þekkingu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. desember 2022 23:00 Arnar Þór Viðarsson tók við sem þjálfari A-landsliðs karla af Svíanum Erik Hamrén í lok árs 2020. Juan Manuel Serrano/Getty Images Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum íslenska karlalandsliðið í fótbolta síðan Arnar Þór Viðarsson tók við því árið 2020. Ásamt vandamálum utan vallar þá hefur liðið legið undir gagnrýni fyrir spilamennsku sína. Arnar Þór var í ítarlegu viðtali á Morgunblaðinu þar sem hann fór yfir hvað hefur drifið á daga sína síðan hann tók við landsliðinu. Hann fer yfir gagnrýnina sem liðið, og spilamennska þess, hefur fengið sem og hvernig fyrirsagnir hjá fjölmiðlum eru settar upp. „Hef ekkert á móti gagnrýni ef það er einhver þekking á bak við hana,“ segirArnar Þór í viðtali sínu við Morgunblaðið. Hann segir þó að slík gagnrýni verði að vera málefnaleg. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu síðan Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins í desember árið 2020 en þjálfarinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann tók við liðinu. https://t.co/wUvP57OvlE— mbl.is SPORT (@mblsport) December 24, 2022 „Því miður er það þannig í dag, í samfélaginu sem við búum í, að gagnrýnin er oft byggð á tilfinningum eða einhverju öðru undirliggjandi.“ Slíkri gagnrýni segist Arnar Þór ekki geta tekið alvarlega. Arnar Þór fer einnig yfir breytingar á landsliðshópnum og nefnir að undir lok síðasta árs hafi leikmenn með samtals í kringum 700 A-landsleiki horfið á braut. Hann nefnir að það taki leikmann um áratug að safna 70 A-landsleikjum: „Þeir sem kunna að reikna og skilja fótbolta gera sér grein fyrir því að verkefnið hefur verið ansi stórt.“ Þá tjáir landsliðsþjálfarinn sig um fyrirsagnir fjölmiðla og segir að neikvæðar fyrirsagnir selji einfaldlega betur en jákvæðar. Viðtalið í heild sinni má finna í Morgunblaðinu en búta úr því má lesa á íþróttavef mbl.is. Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Arnar Þór var í ítarlegu viðtali á Morgunblaðinu þar sem hann fór yfir hvað hefur drifið á daga sína síðan hann tók við landsliðinu. Hann fer yfir gagnrýnina sem liðið, og spilamennska þess, hefur fengið sem og hvernig fyrirsagnir hjá fjölmiðlum eru settar upp. „Hef ekkert á móti gagnrýni ef það er einhver þekking á bak við hana,“ segirArnar Þór í viðtali sínu við Morgunblaðið. Hann segir þó að slík gagnrýni verði að vera málefnaleg. Það hefur gengið á ýmsu hjá íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu síðan Arnar Þór Viðarsson tók við þjálfun liðsins í desember árið 2020 en þjálfarinn hefur fengið sinn skerf af gagnrýni síðan hann tók við liðinu. https://t.co/wUvP57OvlE— mbl.is SPORT (@mblsport) December 24, 2022 „Því miður er það þannig í dag, í samfélaginu sem við búum í, að gagnrýnin er oft byggð á tilfinningum eða einhverju öðru undirliggjandi.“ Slíkri gagnrýni segist Arnar Þór ekki geta tekið alvarlega. Arnar Þór fer einnig yfir breytingar á landsliðshópnum og nefnir að undir lok síðasta árs hafi leikmenn með samtals í kringum 700 A-landsleiki horfið á braut. Hann nefnir að það taki leikmann um áratug að safna 70 A-landsleikjum: „Þeir sem kunna að reikna og skilja fótbolta gera sér grein fyrir því að verkefnið hefur verið ansi stórt.“ Þá tjáir landsliðsþjálfarinn sig um fyrirsagnir fjölmiðla og segir að neikvæðar fyrirsagnir selji einfaldlega betur en jákvæðar. Viðtalið í heild sinni má finna í Morgunblaðinu en búta úr því má lesa á íþróttavef mbl.is.
Fótbolti KSÍ Landslið karla í fótbolta Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira