13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2022 20:04 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára og Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair saman inn í flugherminum áður en lagt var af stað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022 Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022
Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira