„Konur þurfa að leggja meira á sig til að ná langt í starfi“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 8. desember 2022 23:15 Allar mæðurnar voru sammála um að erfitt væri að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunarúrræðis eða leikskóla. Getty „Það sem kom mér helst á óvart var hvað viðmælendurnir upplifðu vinnustaðamenningu á svipaðan hátt. Þær lýstu allar óþarfa athugasemdum frá karlkyns samstarfsfélögum ásamt því að tala um að það væri erfiðara fyrir konur að ná lengra í sínum starfsframa,“ segir Birna Dís Bergsdóttir í samtali við Vísi en í tengslum við BA verkefni sitt í Uppeldis-og menntunarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði hún upplifun íslenskra mæðra á framabraut af því að samræma móðurhlutverkið og starfsframann. Í tengslum við rannsóknina tók Birna Dís viðtöl við fjórar íslenskar mæður á aldrinum 37-39 ára sem eiga það sameiginlegt að vera á framabraut, í gagnkynja parasambandi og eiga eitt til þrjú börn. Allar eru þær búsettar í Reykjavík og hafa lokið grunnnámi í háskóla. Ein móðirin vinnur sem rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtæki, ein sem framkvæmdastjóri í stjórnmálageiranum og tvær í fjármálageiranum; önnur sem forstöðumaður og hin sem lögfræðiráðgjafi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að mæður telja nauðsynlegt að jafnrétti ríki á heimilinu svo þær geti sinnt krefjandi starfi. Mæðurnar sem rætt var við voru sammála um að með auknu jafnrétti, á vinnustaðnum sem og á heimilinu, aukist möguleikar kvenna til þess að sækjast eftir starfsframa. Viðmælendurnir nefndu að það væri munur á því hvernig væri fram við konur og karla á vinnustöðum og töldu að konur þyrftu að leggja meira á sig til að ná langt í starfi. Viðmælendurnir töldu þó að hlutirnir væru að breytast með nýjum kynslóðum. Konur með fleiri verkefni „á herðunum“ heldur en karlar Allar mæðurnar töluðu um að það ríkti mikið jafnrétti á heimilinu og sögðu maka sína taka virkan þátt í uppeldi barnanna. Upplifun flestra þeirra var þó sú að þær tækju stóran hluta þriðju vaktarinnar á herðar sér. Þær sinntu tilfallandi verkefnum á heimilinu ásamt því að hafa yfirumsjón með fata- og matarkaupum. Tvær úr hópnum nefndu að ýmis verkefni, sem væru minna viðvarandi en önnur féllu oftar en ekki í þeirra skaut. Önnur þeirra kom inn á að þrátt fyrir að maðurinn hennar tæki mikinn þátt í daglegu amstri heimilisins upplifði hún „miklu meira stress í kringum jólin“. Hennar upplifun var sú að ef hún væri ekki að hugsa um það að þrífa og kaupa gjafir og skreyta þá yrði það ekki gert. Hin konan sagðist sjá um hluti eins og að „græja einhver afmæli og einhverjar gjafir.“ Einnig sagðist hún sjá um að vita hvað vantar í fataskápinn ásamt því að hafa yfirumsjón með matarkaupum heimilisins. Þriðja kona úr hópnum sagði það oftar en ekki falla í skaut kvenna að huga að fólkinu í kringum sig og stórfjölskyldunni. Þá nefndi hún að konur væru með fleiri verkefni „á herðunum“ heldur en karlmenn. Þá taldi fjórða konan úr hópnum að margir karlmenn hefðu „ekki þessa ábyrgðartilfinningu“ sem margar konur virðast hafa og því falli flest verkefni á herðar kvenna. Allar mæðurnar voru sammála um að erfitt væri að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunarúrræðis eða leikskóla. Ein úr hópnum lýsti álaginu sem fylgir því að brúa bilið milli lögbundins fæðingarorlofs og dagvistunarúrræðis: „Það er allt einhvern veginn í volli hérna í Reykjavík, það er ekkert hægt að brúa þetta. Að þú þurfir að vera að hringja í einhverjar random dagmæður út um allan bæ og setja þig á einhverja lista og enginn veit neitt og maður er bara í einhverju svona kvíðakasti alla meðgönguna og allt fyrsta árið um hvenær eitthvað gerist.“ Viðurkenndara í samfélaginu að karlar hafi mikið að gera Mæðurnar sem rætt var við voru allar samdóma því að starfsumhverfi þeirra væri karllægt og að þar ríkti „mikið feðraveldi.“ Fram kom að þeim þótti vinnustaðaumhverfi þeirra karllægt þar sem fleiri karlar störfuðu og gömul viðmið væru enn við gildi. Konurnar voru þó allar sammála um að hlutirnir hefðu breyst á undanförnum árum. Ein úr hópnum lýsti stöðunni á sínum vinnustað á eftirfarandi hátt: „Ég er í mjög svona karllægum bransa. Það eru miklu fleiri karlmenn í þessum geira heldur en kvenmenn. En þá þarf maður bara að vinna með það, maður þarf bara kannski að vera pínu gaur. Svona í sér.“ Þá höfðu flestar konurnar lent í atvikum þar sem karlkyns samstarfsfélagi talaði niður til kvenna á einn eða annan hátt. Ein þeirra nefndi dæmi um atvik þar sem samstarfsfélagi hennar lét þau orð falla á stjórnarfundi að „kvenréttindabaráttan væri búin að eyðileggja heiminn og að konur ættu að vera heima“. Önnur talaði um að hafa sjálf lent í „svona karlamómenti“ þar sem karlarnir fengu að taka ákvarðanir en konurnar sátu og voru vissar um að það ætti að gera hlutina öðruvísi en „svo gerist það sem þú vissir að myndi gerast en þeir neituðu að hlusta“. Þá sagðist önnur sjá mikinn mun á sínu starfsfólki út frá kyni. Sagði hún karlana vera meira „loose á því“ á meðan konurnar hefðu ákveðnar efasemdir um sig þrátt fyrir að „geta gert þetta margfalt betur en karlinn.“ Önnur úr hópnum sagðist upplifa það að konur þyrftu að leggja mun meira á sig heldur en karlar til þess ná lengra í sínum starfsframa. Þá væri viðurkenndara í samfélaginu að karlar hefðu mikið að gera og væru fjarverandi vegna vinnu. „Kona þarf miklu meira að vera framúrskarandi á meðan það dugir karli bara að vera þarna nánast“. Samfélagið þarf að breytast Í niðurstöðum Birnu Dísar kemur fram að að mæðurnar telji nauðsynlegt að jafnrétti ríki á heimilinu svo þær geti sinnt krefjandi starfi. Viðmælendur voru sammála um að með auknu jafnrétti, á vinnustaðnum sem og á heimilinu, aukist möguleikar kvenna til þess að sækjast eftir starfsframa. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vinnustaðir og samfélagið í heild sinni þurfi að taka höndum saman og stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. „Upplifun mæðranna af því að samræma móðurhlutverkið og starfsframann sýnir fram á þá vankanta sem leynast í íslensku samfélagi þegar kemur að vinnustaðamenningu og stuðningi við foreldra. Það er ljóst að samfélagið þarf að breytast og stuðla enn frekar að þátttöku mæðra í háttsettum stöðum og þátttöku feðra á heimilinu.“ Fæðingarorlof Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í tengslum við rannsóknina tók Birna Dís viðtöl við fjórar íslenskar mæður á aldrinum 37-39 ára sem eiga það sameiginlegt að vera á framabraut, í gagnkynja parasambandi og eiga eitt til þrjú börn. Allar eru þær búsettar í Reykjavík og hafa lokið grunnnámi í háskóla. Ein móðirin vinnur sem rekstrarstjóri hjá nýsköpunarfyrirtæki, ein sem framkvæmdastjóri í stjórnmálageiranum og tvær í fjármálageiranum; önnur sem forstöðumaður og hin sem lögfræðiráðgjafi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að mæður telja nauðsynlegt að jafnrétti ríki á heimilinu svo þær geti sinnt krefjandi starfi. Mæðurnar sem rætt var við voru sammála um að með auknu jafnrétti, á vinnustaðnum sem og á heimilinu, aukist möguleikar kvenna til þess að sækjast eftir starfsframa. Viðmælendurnir nefndu að það væri munur á því hvernig væri fram við konur og karla á vinnustöðum og töldu að konur þyrftu að leggja meira á sig til að ná langt í starfi. Viðmælendurnir töldu þó að hlutirnir væru að breytast með nýjum kynslóðum. Konur með fleiri verkefni „á herðunum“ heldur en karlar Allar mæðurnar töluðu um að það ríkti mikið jafnrétti á heimilinu og sögðu maka sína taka virkan þátt í uppeldi barnanna. Upplifun flestra þeirra var þó sú að þær tækju stóran hluta þriðju vaktarinnar á herðar sér. Þær sinntu tilfallandi verkefnum á heimilinu ásamt því að hafa yfirumsjón með fata- og matarkaupum. Tvær úr hópnum nefndu að ýmis verkefni, sem væru minna viðvarandi en önnur féllu oftar en ekki í þeirra skaut. Önnur þeirra kom inn á að þrátt fyrir að maðurinn hennar tæki mikinn þátt í daglegu amstri heimilisins upplifði hún „miklu meira stress í kringum jólin“. Hennar upplifun var sú að ef hún væri ekki að hugsa um það að þrífa og kaupa gjafir og skreyta þá yrði það ekki gert. Hin konan sagðist sjá um hluti eins og að „græja einhver afmæli og einhverjar gjafir.“ Einnig sagðist hún sjá um að vita hvað vantar í fataskápinn ásamt því að hafa yfirumsjón með matarkaupum heimilisins. Þriðja kona úr hópnum sagði það oftar en ekki falla í skaut kvenna að huga að fólkinu í kringum sig og stórfjölskyldunni. Þá nefndi hún að konur væru með fleiri verkefni „á herðunum“ heldur en karlmenn. Þá taldi fjórða konan úr hópnum að margir karlmenn hefðu „ekki þessa ábyrgðartilfinningu“ sem margar konur virðast hafa og því falli flest verkefni á herðar kvenna. Allar mæðurnar voru sammála um að erfitt væri að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og dagvistunarúrræðis eða leikskóla. Ein úr hópnum lýsti álaginu sem fylgir því að brúa bilið milli lögbundins fæðingarorlofs og dagvistunarúrræðis: „Það er allt einhvern veginn í volli hérna í Reykjavík, það er ekkert hægt að brúa þetta. Að þú þurfir að vera að hringja í einhverjar random dagmæður út um allan bæ og setja þig á einhverja lista og enginn veit neitt og maður er bara í einhverju svona kvíðakasti alla meðgönguna og allt fyrsta árið um hvenær eitthvað gerist.“ Viðurkenndara í samfélaginu að karlar hafi mikið að gera Mæðurnar sem rætt var við voru allar samdóma því að starfsumhverfi þeirra væri karllægt og að þar ríkti „mikið feðraveldi.“ Fram kom að þeim þótti vinnustaðaumhverfi þeirra karllægt þar sem fleiri karlar störfuðu og gömul viðmið væru enn við gildi. Konurnar voru þó allar sammála um að hlutirnir hefðu breyst á undanförnum árum. Ein úr hópnum lýsti stöðunni á sínum vinnustað á eftirfarandi hátt: „Ég er í mjög svona karllægum bransa. Það eru miklu fleiri karlmenn í þessum geira heldur en kvenmenn. En þá þarf maður bara að vinna með það, maður þarf bara kannski að vera pínu gaur. Svona í sér.“ Þá höfðu flestar konurnar lent í atvikum þar sem karlkyns samstarfsfélagi talaði niður til kvenna á einn eða annan hátt. Ein þeirra nefndi dæmi um atvik þar sem samstarfsfélagi hennar lét þau orð falla á stjórnarfundi að „kvenréttindabaráttan væri búin að eyðileggja heiminn og að konur ættu að vera heima“. Önnur talaði um að hafa sjálf lent í „svona karlamómenti“ þar sem karlarnir fengu að taka ákvarðanir en konurnar sátu og voru vissar um að það ætti að gera hlutina öðruvísi en „svo gerist það sem þú vissir að myndi gerast en þeir neituðu að hlusta“. Þá sagðist önnur sjá mikinn mun á sínu starfsfólki út frá kyni. Sagði hún karlana vera meira „loose á því“ á meðan konurnar hefðu ákveðnar efasemdir um sig þrátt fyrir að „geta gert þetta margfalt betur en karlinn.“ Önnur úr hópnum sagðist upplifa það að konur þyrftu að leggja mun meira á sig heldur en karlar til þess ná lengra í sínum starfsframa. Þá væri viðurkenndara í samfélaginu að karlar hefðu mikið að gera og væru fjarverandi vegna vinnu. „Kona þarf miklu meira að vera framúrskarandi á meðan það dugir karli bara að vera þarna nánast“. Samfélagið þarf að breytast Í niðurstöðum Birnu Dísar kemur fram að að mæðurnar telji nauðsynlegt að jafnrétti ríki á heimilinu svo þær geti sinnt krefjandi starfi. Viðmælendur voru sammála um að með auknu jafnrétti, á vinnustaðnum sem og á heimilinu, aukist möguleikar kvenna til þess að sækjast eftir starfsframa. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að vinnustaðir og samfélagið í heild sinni þurfi að taka höndum saman og stuðla að fjölskylduvænna samfélagi. „Upplifun mæðranna af því að samræma móðurhlutverkið og starfsframann sýnir fram á þá vankanta sem leynast í íslensku samfélagi þegar kemur að vinnustaðamenningu og stuðningi við foreldra. Það er ljóst að samfélagið þarf að breytast og stuðla enn frekar að þátttöku mæðra í háttsettum stöðum og þátttöku feðra á heimilinu.“
Fæðingarorlof Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira