Segir dauðann vera „náttúrulegan hluta af lífinu“ eftir andlát verkamanns Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. desember 2022 23:01 Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í knattspyrnu hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um andlát verkamanns í Katar. Jan Kruger/Getty Images Nasser Al Khater, framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins í Katar, hefur verið harðlega gagnrýndur af hinum ýmsu hópum sem berjast fyrir mannréttindum fyrir ummæli sín um filippeyskan verkamann sem lét lífið í vinnuslysi eftir að HM hófst. Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“ HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira
Maðurinn lést í nánd við æfingasvæði liðs Sádi-Arabíu meðan hann vann að endurbótum við fimm stjörnu gistiheimili og æfingasvæði, hvar lið Sádi-Arabíu gisti og æfði á meðan mótinu stóð. Eins og kom fram hér á Vísi fyrr í dag segja vitni að slysinu að hinn látni hafi ekki verið í öryggisbelti á meðan verkinu stóð, en óljóst þykir hvort að vinnuveitandi hans hafi útvegað slíkt. Sömu vitni segja óvænt að hinn látni hafi ekki notið aðstoðar annars starfsmanns við þetta sértæka verkefni. Framkvæmdastjóri heimsmeistaramótsins, Nasser Al Khater, var spurður út í þetta skelfilega atvik í viðtali við Reuters fréttastofuna. Hann virkaði þó pirraður yfir því að hafa yfir höfuð verið spurður út í þetta. „Er þetta virkilega eitthvað sem þú vilt tala um núna?“ spurði Al Khater þegar spurningin var borin upp. „Ég meina, dauðinn er náttúrulegur hluti af lífinu, hvort sem það gerist í vinnunni eða þegar þú ert sofandi,“ bætti framkvæmdastjórinn við. „Auðvitað var verkamaður að láta lífið og við sendum samúðarkveðjur til fjölskyldu hans. Hins vegar finnst mér skrýtið að þetta sé það sem þú vilt einblína á í þinni fyrstu spurningu.“ „Dauðsföll verkamanna hafa verið stórt umræðuefni í kringum heimsmeistaramótið. En allt sem hefur verið sagt og skrifað um dauðsföll þeirra er kolrangt.“ „Þetta þema, þessi neikvæðni í kringum heimsmeistaramótið, er eitthvað sem við höfum þurft að þola. Við erum mjög vonsvikin með það að fjölmiðlafólk sé að láta þetta líta verr út en það er. Og ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá held ég að margt af þessu fjölmiðlafólki megi skoða það af hverju þau hafi haldi áfram að tönglast á þessu umræðuefni svona lengi,“ sagði Al Khater að lokum. Kjánalegt tillitsleysi Eins og áður segir hefur Al Khater mátt þola mikla gagnrýni fyrir ummæli sín. Meðal þeirra sem gagnrýnir Al Khater er Rothna Begum, talsmaður Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch). „Ummæli þessa embættismanns í Katar sýnir kjánalegt tillitsleysi í garð verkamannsins sem lést,“ sagði Begum. „Yfirlýsing hans um að dauðsföll sé eitthvað sem gerist og að það sé náttúrulegt hunsar algjörlega þá staðreynd að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir mörg þessara dauðsfalla verkamanna.“ Þá hefur Ella Knight hjá Amnesty International einnig farið hörðum orðum um ummælin. Hún segir til að mynda að það sé ekkert til í því að öll þessi dauðsföll séu rannsökuð. „Því miður hefur Hr. Al Khater rangt fyrir sér þegar hann segir að öll dauðsföll séu rannsökuð. Það er einfaldlega ekki rétt,“ sagði Knight. „Við, og aðrir, höfum kallað eftir því í mörg ár að yfirvöld í Katar framkvæmi slíkar rannsóknir á dauðsföllum verkamanna, en höfum talað fyrir daufum eyrum.“ „Í staðinn hafa þeir einfaldlega haldið áfram að afskrifa stórar tölur um dauðsföll og segja þau „af náttúrulegum orsökum“, þrátt fyrir þær augljósu heilsufarsáhættur sem fylgja því að vinna í gríðarlegum hita.“
HM 2022 í Katar Katar Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Í beinni: Chelsea - Tottenham | Mikið í húfi hjá heimamönnum Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Sjá meira