Gunnhildur Yrsa ekki sátt með ákvarðanir FIFA: „Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. nóvember 2022 07:01 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ásamt kærustu sinni, Erin McLeod. VÍSIR/VILHELM „Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigðra, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig,“ segir landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir á Twitter-síðu sinni. Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur lagt orð í belg varðandi ákvörðun FIFA að halda HM karla í fótbolta í Katar og það fíaskó sem hefur átt sér stað í kringum ákvörðun FIFA að banna fyrirliðum mótsins að bera regnboga-fyrirliðabönd. Gunnhildur Yrsa birti langan pistil á Twitter-síðu sinni. Þar tekur hún undir með Söndru Sigurðardóttir, landsliðsmarkverði, að mótið í Katar sé líkt og að fá högg í magann. Gunnhildur Yrsa hefur aldrei verið hrædd við að henda sér í tæklingar má segja að hún tækli málefni líðandi stundar í pistli sínum sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Hún nefnir ákvörðun FIFA að halda heimsmeistaramótið á stað þar sem samkynhneigð sé bönnuð og fólk megi ekki klæðast neinu sem gæti gefið til kynna að það styðji réttindi samkynhneigðra. „Fyrir flestum er kannski ekkert stórmál að regnbogafyrirliðabönd séu bönnuð, en fyrir suma er það risastórt skref aftur á bak og algjört högg í magann. Að FIFA haldi mót í landi þar sem líf samkynhneigðra er stefnt í hættu vegna kynhneigðar þeirra er óásættanlegt. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur sagt sína skoðun í tengslum við mótið og sýnt samkynhneigðum stuðning.“ Smá pistill frá mér:) pic.twitter.com/rOJ0VwExWY— Gunnhildur Yrsa (@Gunnhildur_Yrsa) November 28, 2022 Þá fær Gianni Infantino, forseti FIFA, einnig að heyra það en hann er nú búsettur í Katar. „FIFA og Infantino segja að við ættum að einbeita okkur að fótbolta en ekki pólitík, en við segjum á móti að það séu grundvallar mannréttindi sem málið snýst um. Ég vil líka nota tækifærið til að hrósa löndum eins og Þýskalandi sem mótmæltu banni regnbogabandsins í fyrsta leik sínum og íranska landsliðinu sem söng ekki með þjóðsöngnum sínum í leiknum á móti Englandi, til að mótmæla yfirvöldum Íran.“ „Ég vona að yfirstandandi heimsmeistaramót í knattspyrnu og sú umræða um stöðu samkynhneigðra sem tengist því veki athygli þannig að fleiri taki þátt í baráttunni. Við getum ekki bara beðið eftir að hlutirnir breytist, heldur verða knattspyrnuyfirvöld, þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn að taka þátt í þeirri baráttu að skapa umhverfi sem bíður alla velkomna. Knattspyrnufólk er með ákveðinn vettvang þar sem það getur staðið upp og látið til sín taka fyrir fólk og hópa sem hafa enda rödd. Fótbolti er fyrir alla. Punktur,“ segir Gunnhildur Yrsa að endingu í færslu sinni. „Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Ég hef sjálf stundað þessa íþrótt í 27 ár, fyrst eingöngu sem áhugamál en síðar einnig í atvinnumennsku. Og í dag á ég unnustu sem einnig hefur knattspyrnu að atvinnu. Ég hef verið það heppin að mér hefur alls staðar verið tekið opnum örmum og ég nýt stuðnings frá fjölskyldu minni og vinum. Ég er mikil baráttukona fyrir LGBTQ+ samfélagið, hef unnið mikið fyrir samtökin Special Olympics og ég trúi að íþróttir eigi að vera fyrir allar. Íþróttir þar sem samfélög koma saman, þar sem fólk getur verið hluti af einhverju, þar sem fólk getur verið í öruggu umhverfi. En þannig er það ekki alls staðar. Ég spila fyrir bandaríska liðið Orlando Pride sem hefur opinberlega lýst yfir fullum stuðningi við baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum sínum. Skemmst er að minnast á skothríðar á skemmtistað samkynhneigðra í Orlando fyrir fáeinum árum þar sem 49 dóu, og nú nýlega var önnur skotárás á skemmtistað samkynhneigðra í Colorado þar sem fimm létu lífið. Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigðra, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig. Nýlega las ég ritgerð eftir Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur og þar segir á einum stað um samkynhneigða knattspyrnumenn: „Hafa þeir því nánast verið ósýnilegir en einungis örfáir atvinnumenn í knattspyrnu hafa viðurkennt opinberlega að þeir séu samkynhneigðir. Lítinn stuðning er að finna frá knattspyrnuvöldum en samkynhneigð karla í fótbolta er tabú umræðuefni sem skapar óþægilegt andrúmsloft. Hefur því lengi ríkt vandræðaleg þögn í kringum þetta málefni þar sem enginn stígur fram og enginn ávarpar það.“ Fyrir flestum er kannski ekkert stórmál að regnbogafyrirliðabönd séu bönnuð, en fyrir suma er það risastórt skref aftur á bak og algjört högg í magann. Að FIFA haldi mót í landi þar sem líf samkynhneigðra er stefnt í hættu vegna kynhneigðar þeirra er óásættanlegt. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur sagt sína skoðun í tengslum við mótið og sýnt samkynhneigðum stuðning. FIFA og Infantino forseti sambandsins segja að við ættum að einbeita okkur að fótbolta en ekki pólitík, en við segjum á móti að það séu grundvallar mannréttindi sem málið snýst um. Ég vil líka nota tækifærið til að hrósa löndum eins og Þýskalandi sem mótmæltu banni regnbogabandsins í fyrsta leik sínum og íranska landsliðinu sem söng ekki með þjóðsöngnum sínum í leiknum á móti Englandi, til að mótmæla yfirvöldum Íran. Ég vona að yfirstandandi heimsmeistaramót í knattspyrnu og sú umræða um stöðu samkynhneigðra sem tengist því veki athygli þannig að fleiri taki þátt í baráttunni. Við getum ekki bara beðið eftir að hlutirnir breytist, heldur verða knattspyrnuyfirvöld, þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn að taka þátt í þeirri baráttu að skapa umhverfi sem bíður alla velkomna. Knattspyrnufólk er með ákveðinn vettvang þar sem það getur staðið upp og látið til sín taka fyrir fólk og hópa sem hafa enda rödd. Fótbolti er fyrir alla. Punktur.“ Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Hinsegin FIFA Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum. 25. nóvember 2022 07:01 Belgíski ráðherrann mætti með fyrirliðabandið og lét forseta FIFA heyra það Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins virtist fá orð í eyra í heiðursstúkunni á leik Beglíu og Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 24. nóvember 2022 07:31 Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. 23. nóvember 2022 23:15 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 FIFA bannar Dönum að klæðast æfingafatnaði til stuðnings mannréttindum Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafnað beiðni danska knattspyrnusambandsins um að landslið Danmerkur fái að klæðast æfingatreyjum sem á stendur „Mannréttindi fyrir alla“ á HM 2022 í Katar. 11. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir hefur lagt orð í belg varðandi ákvörðun FIFA að halda HM karla í fótbolta í Katar og það fíaskó sem hefur átt sér stað í kringum ákvörðun FIFA að banna fyrirliðum mótsins að bera regnboga-fyrirliðabönd. Gunnhildur Yrsa birti langan pistil á Twitter-síðu sinni. Þar tekur hún undir með Söndru Sigurðardóttir, landsliðsmarkverði, að mótið í Katar sé líkt og að fá högg í magann. Gunnhildur Yrsa hefur aldrei verið hrædd við að henda sér í tæklingar má segja að hún tækli málefni líðandi stundar í pistli sínum sem má lesa í heild sinni hér að neðan. Hún nefnir ákvörðun FIFA að halda heimsmeistaramótið á stað þar sem samkynhneigð sé bönnuð og fólk megi ekki klæðast neinu sem gæti gefið til kynna að það styðji réttindi samkynhneigðra. „Fyrir flestum er kannski ekkert stórmál að regnbogafyrirliðabönd séu bönnuð, en fyrir suma er það risastórt skref aftur á bak og algjört högg í magann. Að FIFA haldi mót í landi þar sem líf samkynhneigðra er stefnt í hættu vegna kynhneigðar þeirra er óásættanlegt. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur sagt sína skoðun í tengslum við mótið og sýnt samkynhneigðum stuðning.“ Smá pistill frá mér:) pic.twitter.com/rOJ0VwExWY— Gunnhildur Yrsa (@Gunnhildur_Yrsa) November 28, 2022 Þá fær Gianni Infantino, forseti FIFA, einnig að heyra það en hann er nú búsettur í Katar. „FIFA og Infantino segja að við ættum að einbeita okkur að fótbolta en ekki pólitík, en við segjum á móti að það séu grundvallar mannréttindi sem málið snýst um. Ég vil líka nota tækifærið til að hrósa löndum eins og Þýskalandi sem mótmæltu banni regnbogabandsins í fyrsta leik sínum og íranska landsliðinu sem söng ekki með þjóðsöngnum sínum í leiknum á móti Englandi, til að mótmæla yfirvöldum Íran.“ „Ég vona að yfirstandandi heimsmeistaramót í knattspyrnu og sú umræða um stöðu samkynhneigðra sem tengist því veki athygli þannig að fleiri taki þátt í baráttunni. Við getum ekki bara beðið eftir að hlutirnir breytist, heldur verða knattspyrnuyfirvöld, þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn að taka þátt í þeirri baráttu að skapa umhverfi sem bíður alla velkomna. Knattspyrnufólk er með ákveðinn vettvang þar sem það getur staðið upp og látið til sín taka fyrir fólk og hópa sem hafa enda rödd. Fótbolti er fyrir alla. Punktur,“ segir Gunnhildur Yrsa að endingu í færslu sinni. „Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Ég hef sjálf stundað þessa íþrótt í 27 ár, fyrst eingöngu sem áhugamál en síðar einnig í atvinnumennsku. Og í dag á ég unnustu sem einnig hefur knattspyrnu að atvinnu. Ég hef verið það heppin að mér hefur alls staðar verið tekið opnum örmum og ég nýt stuðnings frá fjölskyldu minni og vinum. Ég er mikil baráttukona fyrir LGBTQ+ samfélagið, hef unnið mikið fyrir samtökin Special Olympics og ég trúi að íþróttir eigi að vera fyrir allar. Íþróttir þar sem samfélög koma saman, þar sem fólk getur verið hluti af einhverju, þar sem fólk getur verið í öruggu umhverfi. En þannig er það ekki alls staðar. Ég spila fyrir bandaríska liðið Orlando Pride sem hefur opinberlega lýst yfir fullum stuðningi við baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum sínum. Skemmst er að minnast á skothríðar á skemmtistað samkynhneigðra í Orlando fyrir fáeinum árum þar sem 49 dóu, og nú nýlega var önnur skotárás á skemmtistað samkynhneigðra í Colorado þar sem fimm létu lífið. Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigðra, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig. Nýlega las ég ritgerð eftir Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur og þar segir á einum stað um samkynhneigða knattspyrnumenn: „Hafa þeir því nánast verið ósýnilegir en einungis örfáir atvinnumenn í knattspyrnu hafa viðurkennt opinberlega að þeir séu samkynhneigðir. Lítinn stuðning er að finna frá knattspyrnuvöldum en samkynhneigð karla í fótbolta er tabú umræðuefni sem skapar óþægilegt andrúmsloft. Hefur því lengi ríkt vandræðaleg þögn í kringum þetta málefni þar sem enginn stígur fram og enginn ávarpar það.“ Fyrir flestum er kannski ekkert stórmál að regnbogafyrirliðabönd séu bönnuð, en fyrir suma er það risastórt skref aftur á bak og algjört högg í magann. Að FIFA haldi mót í landi þar sem líf samkynhneigðra er stefnt í hættu vegna kynhneigðar þeirra er óásættanlegt. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur sagt sína skoðun í tengslum við mótið og sýnt samkynhneigðum stuðning. FIFA og Infantino forseti sambandsins segja að við ættum að einbeita okkur að fótbolta en ekki pólitík, en við segjum á móti að það séu grundvallar mannréttindi sem málið snýst um. Ég vil líka nota tækifærið til að hrósa löndum eins og Þýskalandi sem mótmæltu banni regnbogabandsins í fyrsta leik sínum og íranska landsliðinu sem söng ekki með þjóðsöngnum sínum í leiknum á móti Englandi, til að mótmæla yfirvöldum Íran. Ég vona að yfirstandandi heimsmeistaramót í knattspyrnu og sú umræða um stöðu samkynhneigðra sem tengist því veki athygli þannig að fleiri taki þátt í baráttunni. Við getum ekki bara beðið eftir að hlutirnir breytist, heldur verða knattspyrnuyfirvöld, þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn að taka þátt í þeirri baráttu að skapa umhverfi sem bíður alla velkomna. Knattspyrnufólk er með ákveðinn vettvang þar sem það getur staðið upp og látið til sín taka fyrir fólk og hópa sem hafa enda rödd. Fótbolti er fyrir alla. Punktur.“
„Knattspyrna er ein af vinsælustu íþróttum heims. Ég hef sjálf stundað þessa íþrótt í 27 ár, fyrst eingöngu sem áhugamál en síðar einnig í atvinnumennsku. Og í dag á ég unnustu sem einnig hefur knattspyrnu að atvinnu. Ég hef verið það heppin að mér hefur alls staðar verið tekið opnum örmum og ég nýt stuðnings frá fjölskyldu minni og vinum. Ég er mikil baráttukona fyrir LGBTQ+ samfélagið, hef unnið mikið fyrir samtökin Special Olympics og ég trúi að íþróttir eigi að vera fyrir allar. Íþróttir þar sem samfélög koma saman, þar sem fólk getur verið hluti af einhverju, þar sem fólk getur verið í öruggu umhverfi. En þannig er það ekki alls staðar. Ég spila fyrir bandaríska liðið Orlando Pride sem hefur opinberlega lýst yfir fullum stuðningi við baráttu samkynhneigðra fyrir réttindum sínum. Skemmst er að minnast á skothríðar á skemmtistað samkynhneigðra í Orlando fyrir fáeinum árum þar sem 49 dóu, og nú nýlega var önnur skotárás á skemmtistað samkynhneigðra í Colorado þar sem fimm létu lífið. Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigðra, það er bara þannig, og því miður ýtir framkoma FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, að allir væru velkomnir, en í dag líður mér ekki þannig. Nýlega las ég ritgerð eftir Hólmfríði Maríu Ragnhildardóttur og þar segir á einum stað um samkynhneigða knattspyrnumenn: „Hafa þeir því nánast verið ósýnilegir en einungis örfáir atvinnumenn í knattspyrnu hafa viðurkennt opinberlega að þeir séu samkynhneigðir. Lítinn stuðning er að finna frá knattspyrnuvöldum en samkynhneigð karla í fótbolta er tabú umræðuefni sem skapar óþægilegt andrúmsloft. Hefur því lengi ríkt vandræðaleg þögn í kringum þetta málefni þar sem enginn stígur fram og enginn ávarpar það.“ Fyrir flestum er kannski ekkert stórmál að regnbogafyrirliðabönd séu bönnuð, en fyrir suma er það risastórt skref aftur á bak og algjört högg í magann. Að FIFA haldi mót í landi þar sem líf samkynhneigðra er stefnt í hættu vegna kynhneigðar þeirra er óásættanlegt. Ég vil þakka öllu því fólki sem hefur sagt sína skoðun í tengslum við mótið og sýnt samkynhneigðum stuðning. FIFA og Infantino forseti sambandsins segja að við ættum að einbeita okkur að fótbolta en ekki pólitík, en við segjum á móti að það séu grundvallar mannréttindi sem málið snýst um. Ég vil líka nota tækifærið til að hrósa löndum eins og Þýskalandi sem mótmæltu banni regnbogabandsins í fyrsta leik sínum og íranska landsliðinu sem söng ekki með þjóðsöngnum sínum í leiknum á móti Englandi, til að mótmæla yfirvöldum Íran. Ég vona að yfirstandandi heimsmeistaramót í knattspyrnu og sú umræða um stöðu samkynhneigðra sem tengist því veki athygli þannig að fleiri taki þátt í baráttunni. Við getum ekki bara beðið eftir að hlutirnir breytist, heldur verða knattspyrnuyfirvöld, þjálfarar, leikmenn og stuðningsmenn að taka þátt í þeirri baráttu að skapa umhverfi sem bíður alla velkomna. Knattspyrnufólk er með ákveðinn vettvang þar sem það getur staðið upp og látið til sín taka fyrir fólk og hópa sem hafa enda rödd. Fótbolti er fyrir alla. Punktur.“
Fótbolti HM 2022 í Katar Mannréttindi Hinsegin FIFA Tengdar fréttir Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31 FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum. 25. nóvember 2022 07:01 Belgíski ráðherrann mætti með fyrirliðabandið og lét forseta FIFA heyra það Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins virtist fá orð í eyra í heiðursstúkunni á leik Beglíu og Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 24. nóvember 2022 07:31 Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. 23. nóvember 2022 23:15 Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00 FIFA bannar Dönum að klæðast æfingafatnaði til stuðnings mannréttindum Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafnað beiðni danska knattspyrnusambandsins um að landslið Danmerkur fái að klæðast æfingatreyjum sem á stendur „Mannréttindi fyrir alla“ á HM 2022 í Katar. 11. nóvember 2022 07:00 Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
Þjóðverjar vilja kæra kúgun FIFA til Íþróttadómstólsins Fyrirliðabandið fræga fékk ekki að fara á upphandlegg fyrirliðanna á HM í Katar eftir að knattspyrnusamböndin létu undan hótunum frá Alþjóða knattspyrnusambandsins. 23. nóvember 2022 07:31
FIFA gefur sig undan pressunni: Regnbogalitir leyfðir í stúkunni Alþjóða knattspyrnusambandið hafði bannað alla regnbogaliti í stúkunni á heimsmeistaramótinu í Katar en sambandið virðist nú vera að bakka með það rugl. FIFA hefur nú í raun viðurkennt tap í baráttu sinni gegn regnbogalitunum. 25. nóvember 2022 07:01
Belgíski ráðherrann mætti með fyrirliðabandið og lét forseta FIFA heyra það Gianni Infantino, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins virtist fá orð í eyra í heiðursstúkunni á leik Beglíu og Kanada á heimsmeistaramótinu í Katar í gær. 24. nóvember 2022 07:31
Danmörk vill segja sig úr FIFA og KSÍ endurskoðar stuðning sinn við Infantino Það gustar verulega um Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA vegna heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Katar. Danmörk íhugar að segja sig úr FIFA og Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands segir að sambandið ætli að endurskoða stuðning sinn við Gianni Infantino, forseta FIFA. 23. nóvember 2022 23:15
Átti að hreinsa upp skítinn en fær nú hæli í Katar „Einbeitið ykkur að fótboltanum“ sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, í bréfi til þátttökuþjóða á HM í Katar tæpum þremur vikum fyrir upphafsflaut mótsins sem hefst á sunnudaginn kemur. FIFA hefur dregið í land með ýmis loforð fyrir mótið og lítið pláss virðist vera fyrir mannréttindamál hjá forseta sem á nú hæli í gestgjafaríkinu. 17. nóvember 2022 10:00
FIFA bannar Dönum að klæðast æfingafatnaði til stuðnings mannréttindum Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA hefur hafnað beiðni danska knattspyrnusambandsins um að landslið Danmerkur fái að klæðast æfingatreyjum sem á stendur „Mannréttindi fyrir alla“ á HM 2022 í Katar. 11. nóvember 2022 07:00