Fótbolti

Ís­land hætti æfingu vegna vallar­að­­stæðna en spilar á sama velli á morgun

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson var að öðrum ólöstðum besti leikmaður Íslands gegn Litáen.
Hákon Arnar Haraldsson var að öðrum ólöstðum besti leikmaður Íslands gegn Litáen. Robbie Jay Barratt/Getty Images

Ísland og Lettland mætast á Daugava-vellinum í Riga í Lettlandi í úrslitum Eystrasaltsbikarsins á morgun, laugardag. Íslenska liðið æfði á vellinum fyrr í dag en fannst vallaraðstæður ekki boðlegar og hætti æfingunni því snemma. Þrátt fyrir það fer leikur morgundagsins fram á Daugava-vellinum.

Ísland tekur nú þátt í Eystrasaltsbikarnum [e. Baltic Cup] og mætti Litáen í undanúrslitum í liðinni viku. Eftir markalaust jafntefli var gripið til vítaspyrnukeppni þar sem Ísland hafði betur. Þar sem Lettland sló Eistland út í hinum undanúrslitaleiknum þá mætast Ísland og Eistland í úrslitum á morgun, laugardag.

Íslenska liðið æfði á vellinum í dag en taldi vallaraðstæður óboðlegar og leitaði Knattspyrnusamband Íslands að öðrum leikstöðum. Staðfesti Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptardeildar KSÍ, í viðtali við Fréttablaðið fyrr í dag. Á endanum virðist sem aðstæður hafi ekki verið neinu skárri þar og því verður leikið á Daugava-vellinum á morgun.

Leikur Íslands og Lettlands hefst klukkan 14.00 á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×