Enn lenda stýriflaugar í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2022 09:43 Íbúar Lviv virða fyrir sér gíg eftir að stýriflaug lenti þar í gær. EPA/MYKOLA TYS Fjölda rússneskra stýriflauga var skotið að Úkraínu í morgun. Margar þeirra eru sagðar hafa verið skotnar niður en sprengingar hafa heyrst víða um landið, í Kænugarði, Odessa og Dnipro-borg en minnst fjórir eru látnir og fimm særðir eftir árásirnar. Árásirnar eru sagðar hafa beinst að orkuinnviðum og iðnaðarsvæðum en stýriflaugar munu einnig hafa lent á íbúðarhúsum. Reuters segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á gasvinnslu og stóra flugskeytaverksmiðju. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Ráðamenn í Moskvu reyna einnig að nota árásirnar til að þagga í gagnrýnisröddum heima fyrir sem segja Rússa ekki ganga nógu langt í stríðinu. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson hefur sérstaklega mörgum stýriflaugum verið skotið að Úkraínu. Rússar virðast einnig hafa notað sjálfsprengjudróna frá Íran við árásirnar í morgun. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndbandinu hér að neðan í morgun en það sýnir stýriflaug lenda í Dniproborg. Russia continues to terrorize civilians and destroy critical infrastructure. Such has been the morning in the peaceful Dnipro. Russia is a terrorist country that must be punished for its crimes. Video: @ZelenskyyUa #RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/08wFHfHKSH— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 17, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að þar hafi tvær stýriflaugar verið skotnar niður auk fimm sjálfsprengidróna frá Íran. Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Úkraínumenn virðast vera að skjóta niður fleiri stýriflaugar og dróna en áður. Viðmælendur AP segja að það megi að hluta til rekja til nýrra og háþróaðra loftvarnarkerfa frá Vesturlöndum. Stýriflaugar og drónar komist þó áfram í gegnum varnir Úkraínumanna. Nokkur myndbönd hafa veri í dreifingu á netinu í morgun sem sýna stýriflaugar Rússa skotnar niður af loftvarnarkerfum Úkraínumanna. Spectacular footage: Two Russian Kalibr cruise missiles shot down within seconds over Kyiv Oblast on Nov. 15. First is audible explosion and glow on horizon, second a clear view of interception by German Iris-T air defense system. pic.twitter.com/bDp1twuzJB— Euan MacDonald (@Euan_MacDonald) November 17, 2022 More intercepted Russian missiles. Great, but still not enough. We need 98% interception rate. #Ukraine pic.twitter.com/NsqhYhTAo9— (((Tendar))) (@Tendar) November 17, 2022 Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. 17. nóvember 2022 07:40 Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. 16. nóvember 2022 19:21 Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Árásirnar eru sagðar hafa beinst að orkuinnviðum og iðnaðarsvæðum en stýriflaugar munu einnig hafa lent á íbúðarhúsum. Reuters segir árásir meðal annars hafa verið gerðar á gasvinnslu og stóra flugskeytaverksmiðju. Samhliða slæmu gengi á víglínum Úkraínu og aukinni gagnrýni heima fyrir hafa forsvarsmenn rússneska hersins gert ítrekaðar eldflauga- og drónaárásir á borgaraleg skotmörk og innviði í Úkraínu. Stór hluti þessa árása hefur dreifst að orkuverum og dreifikerfi Úkraínu. Markmiðið með þessum árásum virðist vera að draga baráttumóðinn úr Úkraínumönnum og grafa undan grunnstoðum úkraínska ríkisins og gera rekstur þess erfiðari til lengri tíma. Ráðamenn í Moskvu reyna einnig að nota árásirnar til að þagga í gagnrýnisröddum heima fyrir sem segja Rússa ekki ganga nógu langt í stríðinu. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Eftir að Rússar hörfuðu frá Kherson hefur sérstaklega mörgum stýriflaugum verið skotið að Úkraínu. Rússar virðast einnig hafa notað sjálfsprengjudróna frá Íran við árásirnar í morgun. Ráðamenn í Úkraínu hafa deilt myndbandinu hér að neðan í morgun en það sýnir stýriflaug lenda í Dniproborg. Russia continues to terrorize civilians and destroy critical infrastructure. Such has been the morning in the peaceful Dnipro. Russia is a terrorist country that must be punished for its crimes. Video: @ZelenskyyUa #RussiaIsATerroristState pic.twitter.com/08wFHfHKSH— Stratcom Centre UA (@StratcomCentre) November 17, 2022 AP fréttaveitan hefur eftir yfirvöldum í Kænugarði að þar hafi tvær stýriflaugar verið skotnar niður auk fimm sjálfsprengidróna frá Íran. Fréttaveitan hefur eftir sérfræðingum að Úkraínumenn virðast vera að skjóta niður fleiri stýriflaugar og dróna en áður. Viðmælendur AP segja að það megi að hluta til rekja til nýrra og háþróaðra loftvarnarkerfa frá Vesturlöndum. Stýriflaugar og drónar komist þó áfram í gegnum varnir Úkraínumanna. Nokkur myndbönd hafa veri í dreifingu á netinu í morgun sem sýna stýriflaugar Rússa skotnar niður af loftvarnarkerfum Úkraínumanna. Spectacular footage: Two Russian Kalibr cruise missiles shot down within seconds over Kyiv Oblast on Nov. 15. First is audible explosion and glow on horizon, second a clear view of interception by German Iris-T air defense system. pic.twitter.com/bDp1twuzJB— Euan MacDonald (@Euan_MacDonald) November 17, 2022 More intercepted Russian missiles. Great, but still not enough. We need 98% interception rate. #Ukraine pic.twitter.com/NsqhYhTAo9— (((Tendar))) (@Tendar) November 17, 2022
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. 17. nóvember 2022 07:40 Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. 16. nóvember 2022 19:21 Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54 Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Úkraínumenn enn á því að flaugin hafi ekki verið þeirra Volodomír Selenskí Úkraínuforseti segist enn vera viss um að eldflaugin sem lenti í Póllandi í fyrradag þar sem tveir létu lífið hafi ekki komið frá Úkraínumönnum. 17. nóvember 2022 07:40
Rússar ábyrgir vegna stöðugra árása á Úkraínu Forseti Póllands og aðalframkvæmdastjóri NATO segja Rússa bera ábyrgð á því með umfangsmiklum árásum sínum á borgir og bæi í Úkraínu að ein af loftvarnaeldflaugum Úkraínumanna sprakk innan landamæra Póllands í gærkvöldi. Miklar skemmdir urðu á innviðum Úkraínu í árásum Rússa. 16. nóvember 2022 19:21
Segir ekkert benda til árásar Andrzej Duda, forseti Póllands, segir engin ummerki um að vísvitandi árás hafi leitt til þess að tveir Pólverjar dóu nærri landamærum Úkraínu í gær. Hann segir að líklega hafi það verið slys sem olli því að loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum hafi banað fólkinu. 16. nóvember 2022 11:54
Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. 16. nóvember 2022 09:33