Innlent

Leitin að Frið­finni heldur á­fram í dag

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni heldur áfram.
Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni heldur áfram. VÍSIR/VILHELM, AÐSENT

Leitinni að hinum 42 ára gamla Friðfinni Frey Kristinssyni verður haldið áfram í dag. Ekkert hefur spurst til Friðfinns síðan á fimmtudaginn í síðustu viku, en þá sást hann í Kuggavogi í Reykjavík.

Í samtali við fréttastofu segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn að lögregla sé með ýmsa rannsóknarþætti í skoðun en vill ekki gefa upp hverjir þeir séu. Ásgeir segir að leitarsvæðið í dag sé það sama og síðustu daga, en leitað hefur verið í Voga-og Laugarneshverfi, við Sæbraut, Elliðaárvog og Elliðaárdal.

Lögregla hefur beðið íbúa Vogahverfis um að skoða nærumhverfi sitt, til dæmis geymslur, stigaganga og garðskúra. Þá eru þeir sem eiga autt húsnæði í hverfinu beðnir um að skoða slíka staði.

Friðfinnur er 42 ára gamall, klæddur í gráa peysu með Boss merki og í gráum joggingbuxum. Hann er 1,82 á hæð, grannvaxinn, með brúnt hár og alskegg. Lögregla biður þá sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans að hafa samband í síma 112.


Tengdar fréttir

Faðir Frið­finns segist þakk­látur

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×