Líklega loftvarnaflaug sem villtist af leið Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2022 09:33 Frá þorpinu Przewodow í Póllandi þar sem tveir dóu í gær eftir að eldflaug lenti þar. Líklegast er um loftvarnaflaug frá Úkraínumönnum að ræða. AP/Michal Dyjuk Líkur eru á að flugskeytið sem banaði tveimur í Póllandi í gær hafi verið úkraínsk loftvarnaflaug sem villtist af leið. Rússar skutu gífurlegum fjölda stýriflauga á skotmörk víðsvegar um Úkraínu í gær. Í fyrstu var talið að ein þeirra eða fleiri hefðu misst marks og lent í Póllandi. Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Svo virðist þó sem að um sé að ræða S-300 loftvarnaflaug sem Úkraínumenn reyndu að nota til að skjóta niður eina af stýriflaugum Rússa en villtist af leið og lenti innan landamæra Póllands, með áðurnefndum afleiðingum. Sjá einnig: Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa AP fréttaveitan hefur eftir þremur heimildarmönnum sínum í ríkisstjórn Bandaríkjanna að bráðabirgðaniðurstöður bendi til þess að um úkraínska loftvarnarflaug sé að ræða. Wall Street Journal hefur sömu upplýsingar eftir öðrum heimildarmönnum í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði í gærkvöldi að ólíklegt væri að flugskeytinu hefði verið skotið frá Rússlandi Sjá einnig: Biden segir ólíklegt að flugskeytinu hafi verið skotið frá Rússlandi Fregnir hafa borist af því í dag að ráðamenn í Póllandi hafa ekki virkjað fjórða ákvæði stofnsamnings Atlantshafsbandalagsins eftir atvikið en það ákvæði snýr að umræðu meðal aðildarríkja um öryggi eins eða allra þeirra. Þykir þetta til marks um að Pólverjar hafi komist að sömu niðurstöðu og Bandaríkjamenn. Atvikið verður rætt í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í dag.AP/Olivier Matthys Ráðamenn í Póllandi sögðu í gær að flugskeytið hefði verið framleidd í Rússlandi en það gæti vel átt við S-300 loftvarnaflaugar Úkraínumanna. Sjá einnig: Fullyrða að flugskeytið hafi verið rússneskt Bæði yfirvöld í Póllandi og leiðtogar NATO hafa gefið í skyn um að ekki sé um árás að ræða. Þess í stað hefur verið talað um atvik. Sérfræðingar sem skoðuðu myndir af braki eldflaugarinnar sögðu í gærkvöldi að um S-300 loftvarnaflaug frá Úkraínu væri um að ræða. So what crashed in the village of Przewodów, Poland today?With the cooperation of @blueboy1969 we analyzed the available photos of fragments and came to a clear conclusion that they belong to the 48D6 motor of the 5V55-series missile of the S-300 AD system- a Ukrainian one. pic.twitter.com/f0Ex3USLN8— Ukraine Weapons Tracker (@UAWeapons) November 15, 2022 Málið verður rætt á fundi Norður-Atlantshafsráðsins í dag, þar sem sendiherrar aðildarríkja NATO munu koma saman og skoða þau gögn sem liggja fyrir um atvikið og ræða viðbrögð við því. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun einnig koma saman í dag og ræða innrás Rússa í Úkraínu en sá fundur var skipulagður fyrir atvikið í gær. Þá munu varnarmálaráðherrar þeirra ríkja sem standa við bakið á Úkraínumönnum funda í dag, þar sem atvikið verður án efa einnig rætt. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, verður einnig á fundinum. Auka viðbúnað Ráðamenn í Úkraínu hafa haldið því fram að um rússneska stýriflaug hafi verið að ræða. Þeirra á meðal voru Vólódímír Selenskí, forseti, og Dmitro Kuleba, utanríkisráðherra. Selenskí hefur í kjölfarið rætt við Andrzej Duda, forseta Póllands, og þá væntanlega um atvikið. Hvað þeir sögðu við hvorn annan liggur þó ekki fyrir. Pólverjar hafa lýst því yfir í kjölfarið að viðbúnaður hersins verði aukinn vegna atviksins.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Pólland Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent