Hækka viðbúnaðarstig pólska hersins eftir sprengingarnar Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2022 21:43 Mariusz Blaszczak, varnarmálaráðherra Póllands, þegar hann mætti til fundar þjóðaröryggisráðs Póllands eftir tíðindin af sprengingunum í austanverðu landinu í kvöld. Vísir/EPA Pólska ríkisstjórnin tilkynnti í kvöld að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað eftir að tveir létust af völdum flugskeyta sem komu yfir landamærin að Úkraínu í dag. Forseti Úkraínu sakar Rússa um að stigmagna átökin. Tveir féllu í sprengingum í bænum Przewodów í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni innan bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk flugskeyti hefðu hæft bæinn en það hefur enn ekki verið staðfest. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði því að rússnesk vopn hefðu valdið dauða fólksins. Að loknum neyðarfundi pólsku ríkisstjórnarinnar í kvöld greindi talsmaður hennar frá því að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað. Rannsókn stæði yfir á sprengingunum. Þá hafi Andrzej Duda, forseti, rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í kvöld. Ríkisstjórnin skoði hvort hún vilji virkja fjórðu grein stofnsáttmála NATO um að aðildarríkin stingi saman nefjum þegar eitt þeirra telur öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmáli NATO leggur einnig árás á eitt aðildarríki að jöfnu við árás á þau öll. Polish Govt spox:- investigating reasons behind the explosion- two people dead- military readiness level raised in response- President Duda spoke with Stoltenberg tonight- Poland considering whether to call for NATO discussions under Article 4- Cabinet meeting to follow— Jakub Krupa (@JakubKrupa) November 15, 2022 Stoltenberg staðfesti á Twitter að hann hefði rætt við Duda. NATO fylgist nú með ástandinu. Lagði hann áherslu á að komist yrði að því sanna í málinu. Hvíta húsið staðfesti einnig í kvöld að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði rætt við Duda um sprenginguna. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sakaði Rússa um að ráðast beinlínis á Pólland í kvöld. Aðeins hafi verið tímaspursmál þar til hryðjuverk Rússa bærust yfir landamæri Úkraínu. „Þetta er rússnesk flugskeytaárás á sameiginlegt öryggi. Þetta er mjög alvarleg stigmögnun. Við verðum að bregðast við,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir honum. Rússar stóðu fyrir umfangsmiklum flugskeytaárásum á Úkraínu í dag, einhverjum þeim mestu frá upphafi innrásar þeirra í febrúar. Umfangsmikið rafmagnsleysi er víða um landið. Rússneskar eldflaugar eru einnig sagðar hafa hæft orkuinnviði í Moldóvu. Eystrasaltsríkin Eistland og Litháen brugðust við fréttunum með því að lýsa yfir samstöðu með Pólverjum og ítrekað að verja þyrfti landsvæði NATO. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hvatti til stillingar. Fréttirnar frá Póllandi væru áhyggjuefni en að nauðsynlegt væri að staðfesta hvað hefði raunverulega gerst. Uutiset Puolasta ovat huolestuttavia. Tarkan ja vahvistetun tiedon saaminen on nyt ensiarvoisen tärkeää. Sen jälkeen on johtopäätösten aika. Tilannetta seurataan herkeämättä.— Sauli Niinistö (@niinisto) November 15, 2022 Miklar vangaveltur hafa verið um hvort að flugskeytin sem lentu í Póllandi hafi verið rússnesk eða úkraínskar loftvarnarflaugar. Dmytró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sakaði Rússa um að dreifa samsæriskenningum um að flaugarnar hafi verið úkraínskar en að það væri ekki satt. „Enginn ætti að kaupa rússneskan áróður eða básúna hann. Það hefði átt að læra þá lexíu fyrir löngu eftir að flug MH17 var skotið niður,“ tísti Kúleba og vísaði til þess þegar Rússar skutu niður malasíska farþegaflugvél yfir Úkraínu árið 2014. Russia now promotes a conspiracy theory that it was allegedly a missile of Ukrainian air defense that fell on the Polish theory. Which is not true. No one should buy Russian propaganda or amplify its messages. This lesson should have been long learnt since the downing of #MH17.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) November 15, 2022 Pólland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. 15. nóvember 2022 16:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Tveir féllu í sprengingum í bænum Przewodów í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu síðdegis í dag. AP-fréttastofan hafði eftir heimildarmanni innan bandarísku leyniþjónustunnar að rússnesk flugskeyti hefðu hæft bæinn en það hefur enn ekki verið staðfest. Rússneska varnarmálaráðuneytið hafnaði því að rússnesk vopn hefðu valdið dauða fólksins. Að loknum neyðarfundi pólsku ríkisstjórnarinnar í kvöld greindi talsmaður hennar frá því að viðbúnaðarstig hersins hefði verið hækkað. Rannsókn stæði yfir á sprengingunum. Þá hafi Andrzej Duda, forseti, rætt við Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, í kvöld. Ríkisstjórnin skoði hvort hún vilji virkja fjórðu grein stofnsáttmála NATO um að aðildarríkin stingi saman nefjum þegar eitt þeirra telur öryggi sínu ógnað. Stofnsáttmáli NATO leggur einnig árás á eitt aðildarríki að jöfnu við árás á þau öll. Polish Govt spox:- investigating reasons behind the explosion- two people dead- military readiness level raised in response- President Duda spoke with Stoltenberg tonight- Poland considering whether to call for NATO discussions under Article 4- Cabinet meeting to follow— Jakub Krupa (@JakubKrupa) November 15, 2022 Stoltenberg staðfesti á Twitter að hann hefði rætt við Duda. NATO fylgist nú með ástandinu. Lagði hann áherslu á að komist yrði að því sanna í málinu. Hvíta húsið staðfesti einnig í kvöld að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði rætt við Duda um sprenginguna. Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, sakaði Rússa um að ráðast beinlínis á Pólland í kvöld. Aðeins hafi verið tímaspursmál þar til hryðjuverk Rússa bærust yfir landamæri Úkraínu. „Þetta er rússnesk flugskeytaárás á sameiginlegt öryggi. Þetta er mjög alvarleg stigmögnun. Við verðum að bregðast við,“ hefur breska ríkisútvarpið BBC eftir honum. Rússar stóðu fyrir umfangsmiklum flugskeytaárásum á Úkraínu í dag, einhverjum þeim mestu frá upphafi innrásar þeirra í febrúar. Umfangsmikið rafmagnsleysi er víða um landið. Rússneskar eldflaugar eru einnig sagðar hafa hæft orkuinnviði í Moldóvu. Eystrasaltsríkin Eistland og Litháen brugðust við fréttunum með því að lýsa yfir samstöðu með Pólverjum og ítrekað að verja þyrfti landsvæði NATO. Sauli Niinistö, forseti Finnlands, hvatti til stillingar. Fréttirnar frá Póllandi væru áhyggjuefni en að nauðsynlegt væri að staðfesta hvað hefði raunverulega gerst. Uutiset Puolasta ovat huolestuttavia. Tarkan ja vahvistetun tiedon saaminen on nyt ensiarvoisen tärkeää. Sen jälkeen on johtopäätösten aika. Tilannetta seurataan herkeämättä.— Sauli Niinistö (@niinisto) November 15, 2022 Miklar vangaveltur hafa verið um hvort að flugskeytin sem lentu í Póllandi hafi verið rússnesk eða úkraínskar loftvarnarflaugar. Dmytró Kúleba, utanríkisráðherra Úkraínu, sakaði Rússa um að dreifa samsæriskenningum um að flaugarnar hafi verið úkraínskar en að það væri ekki satt. „Enginn ætti að kaupa rússneskan áróður eða básúna hann. Það hefði átt að læra þá lexíu fyrir löngu eftir að flug MH17 var skotið niður,“ tísti Kúleba og vísaði til þess þegar Rússar skutu niður malasíska farþegaflugvél yfir Úkraínu árið 2014. Russia now promotes a conspiracy theory that it was allegedly a missile of Ukrainian air defense that fell on the Polish theory. Which is not true. No one should buy Russian propaganda or amplify its messages. This lesson should have been long learnt since the downing of #MH17.— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) November 15, 2022
Pólland Úkraína NATO Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58 Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. 15. nóvember 2022 16:08 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Rússnesk flugskeyti sögð hafa fellt tvo í Póllandi Tveir eru sagðir látnir eftir að rússnesk flugskeyti hæfðu þorp í austanverðu Póllandi nærri landamærunum að Úkraínu í dag. Pólska ríkisstjórnin situr á neyðarfundi en rússneska varnarmálaráðuneytið hafnar því að hafa skotið flugskeytunum. 15. nóvember 2022 18:58
Ástandið alvarlegt eftir umfangsmestu árás Rússa Úkraínumenn segja Rússa hafa skotið minnst 85 eldflaugum á skotmörk víða um landið í dag. Stór hluti landsins sé rafmagnslaus og sömuleiðis netleysi víða. Árásin er sögð vera mögulega sú umfangsmesta frá því innrás Rússa hófst í febrúar. 15. nóvember 2022 16:08