Fótbolti

Hörður Björg­vin enn tap­laus | Viðar Örn á skotskónum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin og félagar í Grikklandi halda áfram að halda markinu sínu hreinu.
Hörður Björgvin og félagar í Grikklandi halda áfram að halda markinu sínu hreinu. Matthias Hangst/Getty Images

Íslendingaliðin Panathinaikos og Atromitos unnu bæði leiki sína í grísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Alls tóku þrír Íslendingar þátt í leikjunum tveimur.

Hörður Björgvin Magnússon og félagar hans í toppliði Panathinaikos unnu 1-0 útisigur á Panetolikos í kvöld. Sigurmarkið skoraði Fotis Ioannidis á 78. mínútu. Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í hjarta varnar Panathinaikos.

Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Atromitos sem fékk Asteras Tripolis í heimsókn. Heimamenn byrjuðu af krafti og voru 2-0 yfir eftir aðeins tólf mínútna leik. Viðar Örn skoraði síðara mark Atromitos.

Viðar Örn var tekinn af velli á 68. mínútu og Samúel Kári Friðjónsson kom inn af bekknum þegar þrettán mínútu voru til leiksloka.

Panathinaikos er á toppi deildarinnar með 34 stig eftir 12 umferðir. Liðið hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í leikjunum tólf. Atromitos er í 7. sæti með 15 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×