Svona er ný Þjóðadeild stelpnanna okkar sem gætu komist á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2022 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir er fyrirliði íslenska landsliðsins sem verður í A-deild fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem eitt af sextán bestu landsliðum Evrópu. VÍSIR/VILHELM Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta verður í efstu deild, A-deild, í nýrri Þjóðadeild sem UEFA hefur nú kynnt. Liðið er þar með eitt þeirra sem eiga möguleika á sæti á Ólympíuleikunum í París 2024. Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili. Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira
Um sannkallaða byltingu er að ræða varðandi keppni evrópskra kvennalandsliða í fótbolta sem hingað til hafa leikið í undankeppnum Evrópumóta og heimsmeistaramóta, í riðlum með liðum úr mismunandi styrkleikaflokkum. Þessar undankeppnir hafa nú verið aflagðar og mun hin nýja Þjóðadeild skera úr um það hvaða lið komast á EM og HM, sem og það hvaða lið komast á Ólympíuleikana en hingað til hefur árangur á HM ráðið sætum Evrópuliða á Ólympíuleikum. Skýringarmynd vegna Þjóðadeildar kvenna. Í fyrstu útgáfu keppninnar verður spilað um Þjóðadeildarmeistaratitil, og sæti í efri deild, en í næstu útgáfu verður spilað um sæti á EM 2025.UEFA Í fyrstu útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem hefst næsta haust og lýkur vorið 2024, verður ekki leikið um sæti á EM eða HM. Tvö efstu liðin í keppninni komast á Ólympíuleikana í París (og liðið í 3. sæti ef að Frakkland endar í fyrsta eða öðru sæti). Ísland verður eitt af sextán liðum í A-deildinni, sextán lið verða í B-deildinni og restin (líklega 19 lið) í C-deildinni. Í A-deildinni verður leikið í fjórum fjögurra liða riðlum. Efsta liðið í hverjum riðli kemst áfram í úrslitin þar sem leikið verður um Þjóðadeildarmeistaratitilinn (og sæti á ÓL). Liðin sem enda í 2. sæti síns riðils í A-deild halda sæti í deildinni, liðin sem enda í 4. sæti falla í B-deildina en liðin í 3. sæti fara í umspil við lið úr 2. sæti í B-deild. Mikilvægt fyrir Ísland að halda sér uppi Það er nokkuð mikilvægt fyrir Ísland að standa sig vel í A-deildinni og forðast að minnsta kosti fall úr B-deild. Í annarri útgáfu Þjóðadeildarinnar, sem leikin verður frá vori til hausts 2024, verður nefnilega spilað um sæti í lokakeppni EM 2025. Liðin átta sem enda í 1. og 2. sæti síns riðils í A-deildinni í þeirri keppni komast beint á EM. Liðin sem enda í 3. og 4. sæti síns riðils í A-deild fara í umspil og leika þar í fyrstu umferð gegn liðum sem enda í 1. og 2. sæti í C-deild. Í seinni umferð umspilsins leika sigurliðin svo við sigurlið úr einvígum liða úr B-deildinni. Alls komast því átta lið beint á EM með stöðu sinni í A-deild og sjö lið í gegnum umspil, auk gestgjafa. Þjóðadeildin ræður einnig sætum á HM Sams konar fyrirkomulag verður svo fyrir HM 2027 en þá verða þó færri sæti í boði en á EM. Fyrir HM 2023 átti Evrópa 11 örugg sæti og möguleika á einu sæti í gegnum alþjóðlegt umspil. Ísland var grátlega nálægt því að komast á það HM en tapaði 1-0 gegn Hollandi í lokaumferð undankeppninnar í haust og svo gegn Portúgal í framlengdum leik í umspili.
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Í beinni: Man. City - Everton | Lýkur martröð City? Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Sjá meira