Hóladómkirkja talin geyma eldri gripi en áður var álitið Kristján Már Unnarsson skrifar 27. október 2022 21:41 Solveig Lára Guðmundsdóttir segir frá skírnarfonti Hóladómkirkju. Sigurjón Ólason Líkur eru taldar á að skírnarfontur Hóladómkirkju sé mun eldri en áður hefur verið talið og gæti verið sjöhundruð ára gamall og þar með elsti gripur kirkjunnar. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi Hólabiskup, veltir því upp hvort telja megi kirkjuna frá fjórtándu öld, miðað við elstu steinana í henni. Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um Hóladómkirkju, sem er elsta steinkirkja landsins, nærri 260 ára gömul. Hóladómkirkja. Steinkirkjan var vígð árið 1763 en kirkjuturninn árið 1950.Sigurjón Ólason Kannski mætti telja hana miklu eldri. Þegar Solveig Lára sýndi okkur kirkjuna í þættinum Um land allt sagði hún okkur að elstu steinarnir í henni væru úr múr ófullgerðrar kirkju sem norski biskupinn Auðunn rauði byrjaði að reisa á fjórtándu öld en hann var biskup á Hólum á árunum 1313 til 1322. „Þannig að við getum sagt að margir steinar í þessari kirkju eru einmitt frá tímum Auðuns rauða. Og við erum nú mjög heiðarleg og segjum að kirkjan sé bara frá 1763. En ef þetta væri kannski dómkirkja einhversstaðar á Norðurlöndunum eða í Evrópu þá myndu þeir segja að kirkjan væri frá þrettánhundruð og eitthvað,“ segir Solveig Lára. Altaristaflan, Hólabríkin, er að mati Solveigar mesta þjóðargersemi Íslendinga.Sigurjón Ólason Hin fimmhundruð ára gamla altaristafla, Hólabríkin, segir Solveig að sé mesti dýrgripur kirkjunnar enda hafi sjálfur Jón Arason biskup, sá sem hálshöggvinn var í Skálholti, keypt hana í Hollandi í kringum árið 1520. Kirkjan geymir enn eldri muni en alabastursbrík frá árinu 1470, komin frá Nottingham í Englandi, hefur lengi verið talin elsti gripur hennar. „En núna höfum við áttað okkur á því að það er möguleiki á því að það séu ýmsir hlutir hér inni sem eru jafnvel eldri og það er skírnarfonturinn,“ segir Solveig. Ártalið 1674 sést á skírnarfontinum. Núna er talið að fonturinn geti verið fjögurhundruð árum eldri og að útskurðurinn sé síðari tíma gjörð.Sigurjón Ólason Núna hallast menn að því að ártalið 1674 á fontinum vísi ekki til aldurs fontsins heldur til þess árs þegar hann var skreyttur með útskurði. Solveig segir að í Noregi séu til mjög svipaðir skírnarfontar frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld og er kenningin sú að einhver norsku biskupanna, sem þá voru á Hólum, hafi komið með fontinn. Hann geti því verið fjögurhundruð árum eldri en til þessa hefur verið talið. „Ég aðhyllist þessa kenningu vegna þess að mér finnst hún skemmtileg. Og gaman að vita það að þetta gæti verið svona mikill forngripur,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengri umfjöllun í þættinum Um land allt: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+. Um land allt Þjóðkirkjan Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 og þættinum Um land allt var fjallað um Hóladómkirkju, sem er elsta steinkirkja landsins, nærri 260 ára gömul. Hóladómkirkja. Steinkirkjan var vígð árið 1763 en kirkjuturninn árið 1950.Sigurjón Ólason Kannski mætti telja hana miklu eldri. Þegar Solveig Lára sýndi okkur kirkjuna í þættinum Um land allt sagði hún okkur að elstu steinarnir í henni væru úr múr ófullgerðrar kirkju sem norski biskupinn Auðunn rauði byrjaði að reisa á fjórtándu öld en hann var biskup á Hólum á árunum 1313 til 1322. „Þannig að við getum sagt að margir steinar í þessari kirkju eru einmitt frá tímum Auðuns rauða. Og við erum nú mjög heiðarleg og segjum að kirkjan sé bara frá 1763. En ef þetta væri kannski dómkirkja einhversstaðar á Norðurlöndunum eða í Evrópu þá myndu þeir segja að kirkjan væri frá þrettánhundruð og eitthvað,“ segir Solveig Lára. Altaristaflan, Hólabríkin, er að mati Solveigar mesta þjóðargersemi Íslendinga.Sigurjón Ólason Hin fimmhundruð ára gamla altaristafla, Hólabríkin, segir Solveig að sé mesti dýrgripur kirkjunnar enda hafi sjálfur Jón Arason biskup, sá sem hálshöggvinn var í Skálholti, keypt hana í Hollandi í kringum árið 1520. Kirkjan geymir enn eldri muni en alabastursbrík frá árinu 1470, komin frá Nottingham í Englandi, hefur lengi verið talin elsti gripur hennar. „En núna höfum við áttað okkur á því að það er möguleiki á því að það séu ýmsir hlutir hér inni sem eru jafnvel eldri og það er skírnarfonturinn,“ segir Solveig. Ártalið 1674 sést á skírnarfontinum. Núna er talið að fonturinn geti verið fjögurhundruð árum eldri og að útskurðurinn sé síðari tíma gjörð.Sigurjón Ólason Núna hallast menn að því að ártalið 1674 á fontinum vísi ekki til aldurs fontsins heldur til þess árs þegar hann var skreyttur með útskurði. Solveig segir að í Noregi séu til mjög svipaðir skírnarfontar frá tólftu, þrettándu og fjórtándu öld og er kenningin sú að einhver norsku biskupanna, sem þá voru á Hólum, hafi komið með fontinn. Hann geti því verið fjögurhundruð árum eldri en til þessa hefur verið talið. „Ég aðhyllist þessa kenningu vegna þess að mér finnst hún skemmtileg. Og gaman að vita það að þetta gæti verið svona mikill forngripur,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup á Hólum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengri umfjöllun í þættinum Um land allt: Þátturinn um Hóla verður endursýndur á Stöð 2 næstkomandi sunnudag klukkan 16. Einnig má nálgast hann á streymisveitunni Stöð 2+.
Um land allt Þjóðkirkjan Skagafjörður Fornminjar Tengdar fréttir Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42 Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31 Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands. 24. október 2022 21:42
Helsta valdasetur fyrri alda er orðið höfuðból hestamennsku „Ég hef stundum sagt að mér finnist Norðlendingar svolítið kaþólskari í hugsun en Sunnlendingar,“ segir Solveig Lára Guðmundsdóttur, fráfarandi vígslubiskup á Hólum, þegar hún fræðir okkur um biskupssetrið og sögu biskupanna. Þannig haldi Norðlendingar mikið upp á Jón Arason og hafi reist turn Hóladómkirkju til minningar um síðasta kaþólska biskupinn fyrir siðaskipti. 24. október 2022 09:31
Segir kórkápu biskups algjört listaverk og þvílíkan heiður að fá að bera hana Forláta biskupskápa Hólastiftis, eftirgerð kórkápu Jóns Arasonar, hefur núna skipt um herðar, með vígslu nýs Hólabiskups. Solveig Lára Guðmundsdóttir, fráfarandi vígslubiskup, segir það hafa verið mikinn heiður að fá að bera kórkápuna enda sé hún algjört listaverk. 21. september 2022 22:11