„Reiðir“ fyrrverandi liðsfélagar bíða Söru í dag Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2022 08:31 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Lyon í vor. Hún spilaði þó mun minna en ella með liðinu á síðustu leiktíð vegna barneigna. Getty/Jonathan Moscrop Fyrir fimm mánuðum varð Sara Björk Gunnarsdóttir Evrópumeistari í fótbolta í annað sinn. Í dag mætir hún liðsfélögunum sem hún fagnaði titlinum með, þegar Juventus og Lyon mætast í afar mikilvægum leik í Meistaradeild Evrópu. Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Fleiri fréttir Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Sjá meira
Sara og stöllur hennar í Juventus fögnuðu 2-0 útisigri gegn Zürich í síðustu viku, í fyrstu umferð riðlakeppninnar í Meistaradeildinni. Á sama tíma töpuðu Evrópumeistararnir í Lyon ansi óvænt, og stórt, gegn Arsenal á heiamvelli, 5-1. Linda Sembrant, sænskur liðsfélagi Söru hjá Juventus, segir að þess vegna muni leikmenn Lyon enn frekar vilja svara fyrir sig í Tórínó í dag. „Þær eru reiðar núna. Þær eru ekki vanar því að tapa eins og þær gerðu gegn Arsenal. En við þurfum að hugsa um okkur og okkar leik. Við höfum undirbúið okkur afar vel og ætlum að gera allt til að ná fram góðum úrslitum,“ sagði Sembrant á blaðamannafundi í gær. Juventus komst nálægt því að slá út Lyon í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð, þegar liðið vann 2-1 heimasigur en varð svo að sætta sig við 3-1 tap í Frakklandi. „Þetta er nýr leikur og nýtt tímabil. Við höfum áður mætt Lyon en við höfum vaxið mikið. Við erum allt annað lið en þegar ég mætti hingað fyrst, við höfum bætt okkur, og við getum ekki beðið eftir því að mæta Lyon,“ sagði Sembrant og kvaðst vonast eftir alvöru meistaradeildarstemningu á Allianz-leikvanginum, þar sem leikurinn fer fram. Leikur Juventus og Lyon hefst klukkan 16:45 og verður hægt að horfa á beina útsendingu DAZN á Vísi.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Ég er langbesti körfubolta þjálfari á landinu og það vita það allir” Körfubolti Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Handbolti Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Enski boltinn Nauðsynlegt og löngu tímabært Íslenski boltinn Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Fótbolti „Við erum betri með Rashford“ Enski boltinn Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Enski boltinn Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Fótbolti Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Fótbolti Lettneskur landsliðsmaður fannst látinn í Moskvu Körfubolti Fleiri fréttir Trinity Rodman: „Hann er kannski blóðpabbi minn en ekkert annað“ Ráðinn fimmtán tímum eftir að Freyr var rekinn Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Íslendingarnir allir ósammála valinu á Vinicius Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Nauðsynlegt og löngu tímabært Frétti af dauða bróður síns í hálfleik Liðsfélagi Alberts gefur út rappplötu Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Juventus enn taplaust og áfram í bikarnum Sveindís Jane fékk að byrja í Meistaradeildinni Bleikur Lamine Yamal kynnti nýju skóna sína Ofurdeild Evrópu aftur á dagskrá en undir nýju nafni og með 96 liðum Freyr rekinn frá Kortrijk í kvöld Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Mudryk í áfalli eftir að hafa fallið á lyfjaprófinu United hefur áhuga á framherja sem er í frystinum hjá PSG Eyddi níu milljónum í bikara fyrir starfsliðið Vill að Liverpool kaupi vinstri bakvörð Bournemouth Draumurinn að spila fyrir Liverpool Mudryk féll á lyfjaprófi Ronaldo býður sig fram til forseta brasilíska knattspyrnusambandsins Stuðningsmaður City lést á leiknum gegn United Handtekin vegna andláts barnabarns Steve Bruce FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Sif gaf Fortuna síðustu treyju föður síns Stríddu leikmanni Man. City með því kjósa hann mann leiksins Frábær aukaspyrna Unal tryggði Bournemouth stig Inter á hælum toppliðanna eftir stórsigur Sjá meira