„Mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2022 13:30 Erna Jónsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu -og upplýsingasviðs Fiskistofu segir að stofnunin hafi talið að áhöfnin hefði átt að geta bjargað aflanum þrátt fyrir tækjabilunina. Vísir Fiskistofa segir drónaupptökur á brottkasti dragnótabátsins Onna sýna að hægt hefði verið að bjarga næstum tveimur tonnum af afla í stað þess að henda honum. Sviðsstjóri segir að upptökur sýni að næstum annar hver bátur stundi brottkast. Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafa hafnað því að hafa stundað brottkast á afla að yfirlögðu ráði á síðasta ári. Tækjabilun hafi valdið því að áhöfn dragnótarbátsins Onna hafi þurft að henda tæpum tveimur tonnum af fiski sem að megninu hafi verið lifandi. Þá hafi annað brottkast sem kom fram við eftirlit Fiskistofu verið vegna þess að nokkrum fiskum hafi skolað út af dekki. Fiskistofa svipti bátinn Onna veiðileyfi í átta vikur. Erna Jónsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu -og upplýsingasviðs Fiskistofu segir að stofnunin hafi talið að áhöfnin hefði átt að geta bjargað aflanum þrátt fyrir tækjabilunina. „Það lá fyrir myndband til grundvallar ákvörðuninni um sviptingu veiðileyfis. Við fórum yfir það og það sést í úrskurðinum sjálfum. Það var ekki hægt að sjá þar að það væru gerðar tilraunir til að bjarga fisknum heldur var bara losað úr pokanum. Ákvörðun okkar var því byggð á því að áhöfnin hefði ekki sýnt neina viðleitni til að taka aflann um borð. Við sáum meira segja að sá fiskur sem þó kom um borð úr pokanum, honum var bara kastað aftur í sjóinn,“ segir Erna. Talsmenn Stakkfells halda því fram að stærsti hluti þess afla sem var hent frá borði hafi verið lifandi. Erna kannast ekki við það. „Ég sá þetta myndband og þetta var ekki lifandi fiskur heldur afli sem flaut kringum skipið. Mögulega hefur eitthvað verið lifandi en alls ekki stór hluti,“ segir hún. Aðspurð um af hverju hafi ekki verið tekið neitt tillit til útskýringa áhafnarinnar um að tækjabilun hafi valdið því að losa þurfti aflann frá skipinu, svara Erna. „Það er bent á í úrskurðinum að þeir hefði getað dregið pokann meðfram skipinu og í land. Þeir hefðu einnig getað kallað eftir aðstoð frá aðliggjandi bátum. Þá var aflinn ekki skráður í afladagbók sem er skylda.“ Talsmenn Onna sögðu sviptinguna hafa gríðarleg áhrif á útgerðina. Erna segir að það þurfi að líta til fleiri þátta í svona málum. „Þegar um alvarleg brot er að ræða þá eru almannahagsmunir að halda viðkomandi útgerðum frá veiðum. Þær reyna þá kannski að bæta ráð sitt og haga sér betur við veiðarnar í framhaldinu.“ Talsmaður Onna gerði athugasemd við að togarinn Kleifaberg sem var sviptur veiðiréttindum í 12 vikur vegna stórfells brottkast fyrir nokkrum árum hafi fengið þeirri ákvörðun Fiskistofu hnekkt af ráðherra. Erna vísar í úrskurð ráðuneytisins og segir að málið hafi ekki verið fellt niður því sviptingin hafi verið talin ósanngjörn heldur því brotin sem náðust á myndband og voru send til Fiskistofu voru mjög gömul. Þá hafi ráðuneytið talið að rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Erna segir koma á óvart hversu algengt sé að áhafnir stundi brottkast. „Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit fyrir einu og hálfu ári við veiðieftirlit höfum við séð næstum annan hvern bát stunda brottkast af einhverju leyti. Þetta er mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við,“ segir Erna. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. 23. október 2022 08:00 Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Næstum annar hver bátur henti fiski Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 7. september 2022 21:01 Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Sjá meira
Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafa hafnað því að hafa stundað brottkast á afla að yfirlögðu ráði á síðasta ári. Tækjabilun hafi valdið því að áhöfn dragnótarbátsins Onna hafi þurft að henda tæpum tveimur tonnum af fiski sem að megninu hafi verið lifandi. Þá hafi annað brottkast sem kom fram við eftirlit Fiskistofu verið vegna þess að nokkrum fiskum hafi skolað út af dekki. Fiskistofa svipti bátinn Onna veiðileyfi í átta vikur. Erna Jónsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu -og upplýsingasviðs Fiskistofu segir að stofnunin hafi talið að áhöfnin hefði átt að geta bjargað aflanum þrátt fyrir tækjabilunina. „Það lá fyrir myndband til grundvallar ákvörðuninni um sviptingu veiðileyfis. Við fórum yfir það og það sést í úrskurðinum sjálfum. Það var ekki hægt að sjá þar að það væru gerðar tilraunir til að bjarga fisknum heldur var bara losað úr pokanum. Ákvörðun okkar var því byggð á því að áhöfnin hefði ekki sýnt neina viðleitni til að taka aflann um borð. Við sáum meira segja að sá fiskur sem þó kom um borð úr pokanum, honum var bara kastað aftur í sjóinn,“ segir Erna. Talsmenn Stakkfells halda því fram að stærsti hluti þess afla sem var hent frá borði hafi verið lifandi. Erna kannast ekki við það. „Ég sá þetta myndband og þetta var ekki lifandi fiskur heldur afli sem flaut kringum skipið. Mögulega hefur eitthvað verið lifandi en alls ekki stór hluti,“ segir hún. Aðspurð um af hverju hafi ekki verið tekið neitt tillit til útskýringa áhafnarinnar um að tækjabilun hafi valdið því að losa þurfti aflann frá skipinu, svara Erna. „Það er bent á í úrskurðinum að þeir hefði getað dregið pokann meðfram skipinu og í land. Þeir hefðu einnig getað kallað eftir aðstoð frá aðliggjandi bátum. Þá var aflinn ekki skráður í afladagbók sem er skylda.“ Talsmenn Onna sögðu sviptinguna hafa gríðarleg áhrif á útgerðina. Erna segir að það þurfi að líta til fleiri þátta í svona málum. „Þegar um alvarleg brot er að ræða þá eru almannahagsmunir að halda viðkomandi útgerðum frá veiðum. Þær reyna þá kannski að bæta ráð sitt og haga sér betur við veiðarnar í framhaldinu.“ Talsmaður Onna gerði athugasemd við að togarinn Kleifaberg sem var sviptur veiðiréttindum í 12 vikur vegna stórfells brottkast fyrir nokkrum árum hafi fengið þeirri ákvörðun Fiskistofu hnekkt af ráðherra. Erna vísar í úrskurð ráðuneytisins og segir að málið hafi ekki verið fellt niður því sviptingin hafi verið talin ósanngjörn heldur því brotin sem náðust á myndband og voru send til Fiskistofu voru mjög gömul. Þá hafi ráðuneytið talið að rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Erna segir koma á óvart hversu algengt sé að áhafnir stundi brottkast. „Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit fyrir einu og hálfu ári við veiðieftirlit höfum við séð næstum annan hvern bát stunda brottkast af einhverju leyti. Þetta er mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við,“ segir Erna.
„Þegar um alvarleg brot er að ræða þá eru almannahagsmunir að halda viðkomandi útgerðum frá veiðum. Þær reyna þá kannski að bæta ráð sitt og haga sér betur við veiðarnar í framhaldinu.“
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. 23. október 2022 08:00 Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Næstum annar hver bátur henti fiski Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 7. september 2022 21:01 Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Fréttir Fleiri fréttir Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Sjá meira
Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. 23. október 2022 08:00
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43
Næstum annar hver bátur henti fiski Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 7. september 2022 21:01
Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00