„Mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. október 2022 13:30 Erna Jónsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu -og upplýsingasviðs Fiskistofu segir að stofnunin hafi talið að áhöfnin hefði átt að geta bjargað aflanum þrátt fyrir tækjabilunina. Vísir Fiskistofa segir drónaupptökur á brottkasti dragnótabátsins Onna sýna að hægt hefði verið að bjarga næstum tveimur tonnum af afla í stað þess að henda honum. Sviðsstjóri segir að upptökur sýni að næstum annar hver bátur stundi brottkast. Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafa hafnað því að hafa stundað brottkast á afla að yfirlögðu ráði á síðasta ári. Tækjabilun hafi valdið því að áhöfn dragnótarbátsins Onna hafi þurft að henda tæpum tveimur tonnum af fiski sem að megninu hafi verið lifandi. Þá hafi annað brottkast sem kom fram við eftirlit Fiskistofu verið vegna þess að nokkrum fiskum hafi skolað út af dekki. Fiskistofa svipti bátinn Onna veiðileyfi í átta vikur. Erna Jónsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu -og upplýsingasviðs Fiskistofu segir að stofnunin hafi talið að áhöfnin hefði átt að geta bjargað aflanum þrátt fyrir tækjabilunina. „Það lá fyrir myndband til grundvallar ákvörðuninni um sviptingu veiðileyfis. Við fórum yfir það og það sést í úrskurðinum sjálfum. Það var ekki hægt að sjá þar að það væru gerðar tilraunir til að bjarga fisknum heldur var bara losað úr pokanum. Ákvörðun okkar var því byggð á því að áhöfnin hefði ekki sýnt neina viðleitni til að taka aflann um borð. Við sáum meira segja að sá fiskur sem þó kom um borð úr pokanum, honum var bara kastað aftur í sjóinn,“ segir Erna. Talsmenn Stakkfells halda því fram að stærsti hluti þess afla sem var hent frá borði hafi verið lifandi. Erna kannast ekki við það. „Ég sá þetta myndband og þetta var ekki lifandi fiskur heldur afli sem flaut kringum skipið. Mögulega hefur eitthvað verið lifandi en alls ekki stór hluti,“ segir hún. Aðspurð um af hverju hafi ekki verið tekið neitt tillit til útskýringa áhafnarinnar um að tækjabilun hafi valdið því að losa þurfti aflann frá skipinu, svara Erna. „Það er bent á í úrskurðinum að þeir hefði getað dregið pokann meðfram skipinu og í land. Þeir hefðu einnig getað kallað eftir aðstoð frá aðliggjandi bátum. Þá var aflinn ekki skráður í afladagbók sem er skylda.“ Talsmenn Onna sögðu sviptinguna hafa gríðarleg áhrif á útgerðina. Erna segir að það þurfi að líta til fleiri þátta í svona málum. „Þegar um alvarleg brot er að ræða þá eru almannahagsmunir að halda viðkomandi útgerðum frá veiðum. Þær reyna þá kannski að bæta ráð sitt og haga sér betur við veiðarnar í framhaldinu.“ Talsmaður Onna gerði athugasemd við að togarinn Kleifaberg sem var sviptur veiðiréttindum í 12 vikur vegna stórfells brottkast fyrir nokkrum árum hafi fengið þeirri ákvörðun Fiskistofu hnekkt af ráðherra. Erna vísar í úrskurð ráðuneytisins og segir að málið hafi ekki verið fellt niður því sviptingin hafi verið talin ósanngjörn heldur því brotin sem náðust á myndband og voru send til Fiskistofu voru mjög gömul. Þá hafi ráðuneytið talið að rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Erna segir koma á óvart hversu algengt sé að áhafnir stundi brottkast. „Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit fyrir einu og hálfu ári við veiðieftirlit höfum við séð næstum annan hvern bát stunda brottkast af einhverju leyti. Þetta er mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við,“ segir Erna. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. 23. október 2022 08:00 Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Næstum annar hver bátur henti fiski Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 7. september 2022 21:01 Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafa hafnað því að hafa stundað brottkast á afla að yfirlögðu ráði á síðasta ári. Tækjabilun hafi valdið því að áhöfn dragnótarbátsins Onna hafi þurft að henda tæpum tveimur tonnum af fiski sem að megninu hafi verið lifandi. Þá hafi annað brottkast sem kom fram við eftirlit Fiskistofu verið vegna þess að nokkrum fiskum hafi skolað út af dekki. Fiskistofa svipti bátinn Onna veiðileyfi í átta vikur. Erna Jónsdóttir sviðsstjóri stjórnsýslu -og upplýsingasviðs Fiskistofu segir að stofnunin hafi talið að áhöfnin hefði átt að geta bjargað aflanum þrátt fyrir tækjabilunina. „Það lá fyrir myndband til grundvallar ákvörðuninni um sviptingu veiðileyfis. Við fórum yfir það og það sést í úrskurðinum sjálfum. Það var ekki hægt að sjá þar að það væru gerðar tilraunir til að bjarga fisknum heldur var bara losað úr pokanum. Ákvörðun okkar var því byggð á því að áhöfnin hefði ekki sýnt neina viðleitni til að taka aflann um borð. Við sáum meira segja að sá fiskur sem þó kom um borð úr pokanum, honum var bara kastað aftur í sjóinn,“ segir Erna. Talsmenn Stakkfells halda því fram að stærsti hluti þess afla sem var hent frá borði hafi verið lifandi. Erna kannast ekki við það. „Ég sá þetta myndband og þetta var ekki lifandi fiskur heldur afli sem flaut kringum skipið. Mögulega hefur eitthvað verið lifandi en alls ekki stór hluti,“ segir hún. Aðspurð um af hverju hafi ekki verið tekið neitt tillit til útskýringa áhafnarinnar um að tækjabilun hafi valdið því að losa þurfti aflann frá skipinu, svara Erna. „Það er bent á í úrskurðinum að þeir hefði getað dregið pokann meðfram skipinu og í land. Þeir hefðu einnig getað kallað eftir aðstoð frá aðliggjandi bátum. Þá var aflinn ekki skráður í afladagbók sem er skylda.“ Talsmenn Onna sögðu sviptinguna hafa gríðarleg áhrif á útgerðina. Erna segir að það þurfi að líta til fleiri þátta í svona málum. „Þegar um alvarleg brot er að ræða þá eru almannahagsmunir að halda viðkomandi útgerðum frá veiðum. Þær reyna þá kannski að bæta ráð sitt og haga sér betur við veiðarnar í framhaldinu.“ Talsmaður Onna gerði athugasemd við að togarinn Kleifaberg sem var sviptur veiðiréttindum í 12 vikur vegna stórfells brottkast fyrir nokkrum árum hafi fengið þeirri ákvörðun Fiskistofu hnekkt af ráðherra. Erna vísar í úrskurð ráðuneytisins og segir að málið hafi ekki verið fellt niður því sviptingin hafi verið talin ósanngjörn heldur því brotin sem náðust á myndband og voru send til Fiskistofu voru mjög gömul. Þá hafi ráðuneytið talið að rannsókn málsins hafi verið ábótavant. Erna segir koma á óvart hversu algengt sé að áhafnir stundi brottkast. „Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit fyrir einu og hálfu ári við veiðieftirlit höfum við séð næstum annan hvern bát stunda brottkast af einhverju leyti. Þetta er mun verri umgengni um fiskauðlindina en við bjuggumst við,“ segir Erna.
„Þegar um alvarleg brot er að ræða þá eru almannahagsmunir að halda viðkomandi útgerðum frá veiðum. Þær reyna þá kannski að bæta ráð sitt og haga sér betur við veiðarnar í framhaldinu.“
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. 23. október 2022 08:00 Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43 Næstum annar hver bátur henti fiski Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 7. september 2022 21:01 Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Alvarleg bilun í tækjabúnaði en alls ekki stórfellt brottkast Talsmenn útgerðarinnar Stakkfells hafna því alfarið að hafa stundað stórfellt brottkast á dragnótarbát útgerðarinnar á síðasta ári. Alvarleg bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að losa þurfti allt að tvö tonn af lifandi fiski frá borði. Fiskistofa hefur svipt skipið veiðileyfi í átta vikur. 23. október 2022 08:00
Sviptir veiðileyfi vegna sérstaklega ámælisverðra brota Fiskistofa hefur svipt fiskiskipið Onni HU-36, í eigu útgerðarinnar Stakkfells, veiðileyfi í átta vikur vegna brottkasts. Veiðieftirlitsmenn gripu áhöfn skipsins glóðvolga við að kasta frá borði allt að tveimur tonnum af fiski. Fiskistofa telur brotin sérstaklega ámælisverð. 17. október 2022 16:43
Næstum annar hver bátur henti fiski Næstum annar hver smábátur sem Fiskistofa hefur haft eftirlit með á árinu hefur orðið uppvís að brottkasti. Nokkrum málum verður vísað til lögreglu og fleiri gætu verið sviptir veiðileyfum en áður. 7. september 2022 21:01
Metur brottkast mun meira en áður var talið Frá því fiskistofa hóf eftirlit með brottkasti með drónum, í upphafi árs 2021, hafa komið upp hundrað og fjörutíu brottkastsmál. 27. apríl 2022 21:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“