Finnlandsforseti segir innrás Rússa vandamálið en ekki aðild Finnlands að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 19. október 2022 19:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands fræðir Sauli Niinistö forseta Finnlands um Bessastaði og nágrenni. Vísir/Vilhelm Forseti Finnlands segir aðildarumsókn og síðar aðild Finna að Atlantshafsbandalaginu ekki skapa hindranir í samskiptum Finna við Rússa. Það geri innrás þeirra í Úkraínu hins vegar. Finnsku forsetahjónin komu í tveggja daga heimsókn til Íslands í dag. Sauli Niinistö forseti Finnlands og eiginkona hans Jenni Haukio komu til Bessastaða í morgun þar sem íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku á móti þeim á hlaðinu ásamt krökkum úr Álftanessskóla. Lúðrasveit verkalýðsins lék þjóðsöngva landanna. Forsetar Íslands og Finnlands heilsa upp á unga nemendur í Álftanesskóla sem fögnuðu forsetunum með þjóðfánum ríkjana við Bessastaði í dag.Vísir/Vilhelm Áður en forsetarnir gengu inn í Bessastaðastofu til skrafs og ráðagerða heilsuðu þeir upp á forseta Alþingis, ráðherra í ríkisstjórn Íslands og starfsfólk forsetaskrifstofunnar. Guðni sagði heimsóknina styrkja samband þjóðanna sem alla tíð hefði verið gott og undirstrika náin vinskap Norðurlandaþjóðanna. Íslendingar styddu heilshugar aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu á þeim krefjandi tímum sem nú ríktu og væru framundan. Forsetarnir Guðni Th. Jóhannesson og Sauli Niinistö með eiginkonum sínum Jenni Haukio og Elizu Reid við upphaf ríkisheimsóknar finnsku forsetahjónanna til Íslands í morgun.Vísir/Vilhelm „Eftir því sem við sýnum hvert öðru meiri samstöðu og stuðning þeim mun betur getum við stutt aðra, eins og Úkraínumenn," sagði Guðni á stuttum fundi forsetanna með fréttamönnum í dag. Finnar hafa í áratugi leikið mikla jafnvægislist í samskiptum sínum fyrst við Sovétríkin og síðar Rússland. Niinistö segir aðildarumsókn og seinna aðild Finna að NATO ekki skapa hindranir í samskiptum við Rússa. „Það gerir hegðun Rússa í Úkraínu. Að þeir réðust á og reyndu að leggja undir sig fullvalda ríki sem er vandamálið, ekki aðild Finnlands að NATO," sagði Niinistö. Sauli Niinistö forseti Finnlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu stuttlega við finnska og íslenska fréttamenn að loknum fundi sínum. Þeir ætla upp á Langjökul á morgun til að skoða áhrif loftslagsbreytinganna á jökla.Vísir/Vilhelm Að loknum fundi forsetanna á Bessastöðum hélt Finnlandsforseti og fylgdarlið hans á Alþingi og átti fund með Birgi Ármannssyni forseta þingsins. Eftir það tók finnski forseti göngutúr frá Alþingishúsinu meðfram Tjörninni að Ráðherrabústaðnum. Þar bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetanum og fylgdarliði hans ásamt íslensku forsetahjónunum í hádegisverð. Aðildarumsók Finna og Svía að NOTO hefur örugglega verið þar til umræðu. Guðni kynnti Niinestö fyrir forseta Alþingis, ráðherrum og starfsfólki forsetaembættisins fyrir utan Bessastaði í morgun.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir unnið að því innan NATO að Ungverjar og Tyrkir samþykki eins og allar hinar aðildarþjóðirnar umsókn Finna og Svía að bandalaginu. „Það samtal er í gangi. Ísland ákvað auðvitað að fara strax í þetta verkefni. Það gerðum við einmitt vegna okkar nánu tengsla við Svíþjóð og Finnland og vegna þess að þetta er þessi lýðræðislega ákvörðun sem þessi ríki taka," sagði Katrín Jakobsdóttir. Finnland Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Sauli Niinistö forseti Finnlands og eiginkona hans Jenni Haukio komu til Bessastaða í morgun þar sem íslensku forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid tóku á móti þeim á hlaðinu ásamt krökkum úr Álftanessskóla. Lúðrasveit verkalýðsins lék þjóðsöngva landanna. Forsetar Íslands og Finnlands heilsa upp á unga nemendur í Álftanesskóla sem fögnuðu forsetunum með þjóðfánum ríkjana við Bessastaði í dag.Vísir/Vilhelm Áður en forsetarnir gengu inn í Bessastaðastofu til skrafs og ráðagerða heilsuðu þeir upp á forseta Alþingis, ráðherra í ríkisstjórn Íslands og starfsfólk forsetaskrifstofunnar. Guðni sagði heimsóknina styrkja samband þjóðanna sem alla tíð hefði verið gott og undirstrika náin vinskap Norðurlandaþjóðanna. Íslendingar styddu heilshugar aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu á þeim krefjandi tímum sem nú ríktu og væru framundan. Forsetarnir Guðni Th. Jóhannesson og Sauli Niinistö með eiginkonum sínum Jenni Haukio og Elizu Reid við upphaf ríkisheimsóknar finnsku forsetahjónanna til Íslands í morgun.Vísir/Vilhelm „Eftir því sem við sýnum hvert öðru meiri samstöðu og stuðning þeim mun betur getum við stutt aðra, eins og Úkraínumenn," sagði Guðni á stuttum fundi forsetanna með fréttamönnum í dag. Finnar hafa í áratugi leikið mikla jafnvægislist í samskiptum sínum fyrst við Sovétríkin og síðar Rússland. Niinistö segir aðildarumsókn og seinna aðild Finna að NATO ekki skapa hindranir í samskiptum við Rússa. „Það gerir hegðun Rússa í Úkraínu. Að þeir réðust á og reyndu að leggja undir sig fullvalda ríki sem er vandamálið, ekki aðild Finnlands að NATO," sagði Niinistö. Sauli Niinistö forseti Finnlands og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræddu stuttlega við finnska og íslenska fréttamenn að loknum fundi sínum. Þeir ætla upp á Langjökul á morgun til að skoða áhrif loftslagsbreytinganna á jökla.Vísir/Vilhelm Að loknum fundi forsetanna á Bessastöðum hélt Finnlandsforseti og fylgdarlið hans á Alþingi og átti fund með Birgi Ármannssyni forseta þingsins. Eftir það tók finnski forseti göngutúr frá Alþingishúsinu meðfram Tjörninni að Ráðherrabústaðnum. Þar bauð Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra forsetanum og fylgdarliði hans ásamt íslensku forsetahjónunum í hádegisverð. Aðildarumsók Finna og Svía að NOTO hefur örugglega verið þar til umræðu. Guðni kynnti Niinestö fyrir forseta Alþingis, ráðherrum og starfsfólki forsetaembættisins fyrir utan Bessastaði í morgun.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir unnið að því innan NATO að Ungverjar og Tyrkir samþykki eins og allar hinar aðildarþjóðirnar umsókn Finna og Svía að bandalaginu. „Það samtal er í gangi. Ísland ákvað auðvitað að fara strax í þetta verkefni. Það gerðum við einmitt vegna okkar nánu tengsla við Svíþjóð og Finnland og vegna þess að þetta er þessi lýðræðislega ákvörðun sem þessi ríki taka," sagði Katrín Jakobsdóttir.
Finnland Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10 Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32 Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09 Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. 19. október 2022 09:10
Finnsku forsetahjónin til Íslands í vikunni Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Jenni Haukio forsetafrú koma í ríkisheimsókn til Íslands í vikunni ásamt fylgdarliði. Heimsóknin stendur yfir dagana 19. til 20. október en gestirnir halda af landi brott föstudag. Á fimmtudag munu finnsku forsetahjónin meðal annars heimsækja ísgöngin á Langjökli, Húsafell og Þingvelli. 18. október 2022 07:32
Tilbúin að fullgilda aðild Svía og Finna hratt Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs segja ríki sín tilbúin til að fullgilda samninga um inngöngu Finna og Svía í Atlantshafsbandalagið. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá forsætisráðherrum ríkjanna þriggja. 5. júlí 2022 11:09
Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. 29. júní 2022 13:19