Sniðugt að greiða niður skuldir áður en fjárfest verði í listaverkum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. október 2022 22:38 Már Wolfgang Mixa er lektor í fjármálum við Háskóla Íslands. Reykjavík síðdegis Lektor í viðskiptafræði við Háskóla Íslands segir sniðugt að greiða niður lán og skuldir áður en farið verði í óhefðbundnari fjárfestingar. Mikilvægast sé þó að fjárfesta í sjálfum sér enda lífið stutt og fólk eigi að reyna að láta drauma sína rætast. Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan. Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Már Wolfgang Mixa, lektor í fjármálum við Háskóla Íslands, ræddi mögulegar fjárfestingaleiðir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að sniðugt geti verið að byrja á því að greiða niður skuldir, áður en farið verði í aðrar og jafnvel áhættusamar fjárfestingar. „Þú getur notað séreignasparnað til að greiða niður hluta af húsnæðisláninu, þeir sem hafa ekki nýtt sér þá leið ættu strax á morgun að klára það dæmi, 1, 2 og 10,“ segir Már. Fjárfesting í steypu ekki endilega ábatasöm Fjárfesting í steypu hefur verið mikið í umræðunni en Már segir að árin eftir hrun hafi sú fjárfesting ekki reynst öllum vel. Húsnæðisvísitala lækkaði þá um 20 prósent og verðbólga hækkaði um ein 30 prósent. Það, að fjárfesting gefi góðan ábata eitt árið, þýði ekki að fjárfestingin muni borga sig um ókomna tíð. „Ef þú ætlar að ávaxta í steypu þá þarf sú steypa að vinna með þér og því fylgir líka ákveðin vinna. Það kostar að eiga húsnæði og bara til þess að fá þann kostnað til baka þá þarftu væntanlega að leigja út þá fjárfestingu til baka, þetta tekur sinn tíma og annað slíkt. Og það er ekki sjálfgefið að fjárfesting í steypu borgi sig,“ segir Már. „Helst hafa einhvers konar spákúlu“ Aðspurður um óhefðbundnari fjárfestingar, á borð við listaverk og úr, segir hann mjög erfitt að spá í framtíðina. Slíkar fjárfestingar gagnist helst þeim sem þekkja til markaðarins og hafi sérstakan áhuga á andlaginu. Það er þá kannski áhættusamt að fjárfesta í listaverkum? „Maður þyrfti að hafa gott auga. Og ekki bara gott auga, helst hafa einhvers konar spákúlu um hvað öðrum finnist vera merkilegt eftir 30 ár eða eitthvað þvíumlíkt,“ segir Már. Fólk fjárfesti í sjálfu sér Hann segir mikilvægt að fólk haldi sinni stefnu og fylgi ekki alltaf hjörðinni. „Þeir sem að vilja fjárfesta í einhverju; fólk á að fjárfesta í sig sjálfu, greiða niður lán þannig að það hafi minni áhyggjur í framtíðinni og kannski láta drauma rætast - lífið er frekar stutt. Það hefur reynst mér ágætlega að þegar fólk hefur labbað til mín í fjölskylduveislum og fer að spyrja mig um góð fjárfestingartækifæri, þá er kannski tími til að staldra við og hugsa, nú er kannski of mikil bjartsýni ríkjandi á mörkuðum og í samfélaginu,“ segir Már. Viðtalið má heyra í heild sinni hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Efnahagsmál Kauphöllin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira