Húsráðandi á vettvangi manndrápsins látinn laus Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. október 2022 16:47 Frá vettvangi á Ólafsfirði á mánudaginn. Vísir/Tryggvi Páll Kona, ein þeirra þriggja sem handtekin voru grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt sunnudags, er laus úr haldi. Konan var húsráðandi á heimilinu þar sem karlmaður fannst látinn af völdum stungusára. Réttarkrufning hefur farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið gæti verið eftir niðurstöðum. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að rannsóknin sé í fullum gangi og miði vel. Fjórir voru handteknir vegna málsins aðfaranótt mánudags og síðdegis þann dag gerð krafa um vikulangt gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einkum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofa er önnur konan eiginkona hins látna. Hin tvö eru vinir konunnar; konan búsett á Ólafsfirði en karlmaðurinn búsettur í Reykjavík en í heimsókn fyrir norðan. Tvö kærðu úrskurðinn Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði öll þrjú í gæsluvarðhald á mánudag og var tekin ákvörðun um að flytja þau suður í gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Í tilkynningunni kemur fram að tvö hinna þriggja hafi kært gæsluvarðhaldið til til Landsréttar. Rétturinn hafi staðfest varðhald yfir öðrum aðilanum en ekki hinum. Viðkomandi hafi verið látið laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur konan verið látin laus sem bjó í húsinu við Ólafsveg þar sem karlmaðurinn lést. Lögregla segir að skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag. Þá hafi réttarkrufning farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið geti verið eftir niðurstöðum. Ýmis atriði sögð óljós Rannsókn lögreglu er sögð miða að því að leiða í ljós hvað átti sér stað aðfaranótt mánudagsins. Enn séu ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. „Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í tilkynningunni. Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að rannsóknin sé í fullum gangi og miði vel. Fjórir voru handteknir vegna málsins aðfaranótt mánudags og síðdegis þann dag gerð krafa um vikulangt gæsluvarðhald yfir tveimur konum og einkum karlmanni. Samkvæmt heimildum fréttastofa er önnur konan eiginkona hins látna. Hin tvö eru vinir konunnar; konan búsett á Ólafsfirði en karlmaðurinn búsettur í Reykjavík en í heimsókn fyrir norðan. Tvö kærðu úrskurðinn Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði öll þrjú í gæsluvarðhald á mánudag og var tekin ákvörðun um að flytja þau suður í gæsluvarðhaldsfangelsið á Hólmsheiði. Í tilkynningunni kemur fram að tvö hinna þriggja hafi kært gæsluvarðhaldið til til Landsréttar. Rétturinn hafi staðfest varðhald yfir öðrum aðilanum en ekki hinum. Viðkomandi hafi verið látið laus. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur konan verið látin laus sem bjó í húsinu við Ólafsveg þar sem karlmaðurinn lést. Lögregla segir að skýrslutökur yfir sakborningunum hafa staðið yfir í gær og í dag. Þá hafi réttarkrufning farið fram á hinum látna. Nokkurra vikna bið geti verið eftir niðurstöðum. Ýmis atriði sögð óljós Rannsókn lögreglu er sögð miða að því að leiða í ljós hvað átti sér stað aðfaranótt mánudagsins. Enn séu ýmsir þættir málsins óljósir. Rannsókn beinist meðal annars að því að upplýsa þá. „Ekki er hægt að upplýsa frekar um einstaka rannsóknaraðgerðir á þessu stigi en allra rannsóknaraðferða er beitt sem geta varpað ljósi á málið,“ segir í tilkynningunni.
Manndráp á Ólafsfirði Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29 Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Einn sakborninganna hlaut dóm fyrir líkamsárás fyrir tveimur árum Karlmaðurinn sem er í gæsluvarðhaldi og með stöðu sakbornings vegna manndráps á Ólafsfirði í gær var dæmdur í eins árs fangelsi, meðal annars fyrir tvær líkamsárásir, árið 2020. Sá látni hlaut fangelsisdóm fyrir stunguárás fyrir hátt í tuttugu árum. 4. október 2022 18:29
Stormasamt samband litað af neyslu fíkniefna Kona á fertugsaldri er meðal þriggja sem sæta gæsluvarðhaldi grunuð um aðild að manndrápi á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags. Hinn látni, karlmaður á fimmtugsaldri, er eiginmaður konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu höfðu þau átt í stormasömu sambandi. 4. október 2022 14:53