Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. október 2022 20:01 Páll Winkel fangelsismálstjóri segir aðstöðuna til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslega. Hann segir brýnt að bregðast við athugasemdum Umboðsmanns barna. Vísir/Vilhelm Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur. Niðurstöður tveggja rannsókna bendi til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Meðal þess sem talið er upp er að skortur sé á upplýsingagjöf og stuðningsþjónustu til barna eins og sérstökum barnafulltrúa, þá sé aðstaða barna til heimsókna ekki nógu góð. Páll Winkel fangelsismálastjóri segir brýnt að bregðast við en mikilvægt sé að átta sig á að kerfið sé margfalt stærra á hinum Norðurlöndunum. „Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Okkar verkefni fyrir örfáum árum síðan var að loka ónýtum fangelsum. Fangelsi sem voru rekin á undanþágu heilbrigðisyfirvalda. Það er búið að loka þeim og við erum að byggja eða búin að byggja ný fangelsi í staðinn. Við fórum líka í að bæta innihald vistunar einsn og að bjóða upp á félagsráðgjafa og geðheilbrigðisteymi í fangelsin. Síðan þurfum við að huga að næstu skrefum og þetta er svo sannarlega slíkt verkefni. Við þurfum samt að hafa í huga að löndin sem við erum borin saman við í skýrslu Umboðsmanns barna eru fimmtán til tuttugu sinnum stærri en hér þannig að það hafa barnafulltrúa í hverju fangelsi hér væri of mikið. Það breytir ekki því að við þurfum að bregðast við þessu,“ segir Páll. Það er mjög gott fyrir yfirvöld að fá meiri þrýsting í þessum málaflokk. Við verðum hins vegar að átta okkur á að við erum að koma frá miðöldum. Í skýrslunni er bent á að aðstaða fyrir heimsóknir barna í fangelsum sé afar misjöfn en alls staðar sé hægt að bæta úr. Fangelsið á Hólmsheiði var opnað árið 2016 og þar er sérstakur heimsóknargangur með herbergjum fyrir fanga og íbúð þar sem fangar geta tekið á móti fjölskyldum sínum. Páll segir að nú sé verið að skoða að lengja heimsóknartíma þar. Barnaherbergi í íbúð í fangelsinu á Hólmsheiði. Fangelsismálastjóri segir verið að skoða að fangar fái að vera í íbúðinni yfir nótt ásamt fjölskyldu.Vísir/Vilhelm „Við erum að skoða að bjóða upp á heimsóknir til fanga í íbúðina sem væru jafnvel yfir nótt,“ segir Páll. Viðbjóðsleg aðstaða fyrir börn á Litla-Hrauni Hann segir allt annað upp á tengingnum í hinu lokaða fangelsinu eða á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. „Aðstaðan fyrir börn í Barnakoti á Litla-Hrauni er viðbjóðsleg, en um er að ræða lítinn gám fyrir utan sjálft fangelsið. Hún er bara opið á virkum dögum vegna manneklu og peningaskorts. Það er verið að vinna í að bæta þetta og má búast við að ný aðstaða líti dagsins ljós þar í febrúar 2024. En staðan núna er það slæm að þegar velgjörðamaður okkar heyrði af málinu í gær bauðst hann til þess í gær að styrkja fangelsið þar og gefa nýjan sófa og aðra innanstokksmuni. Þetta segir ýmislegt um þennan málaflokk,“ segir Páll Winkel að lokum. Barnakot á Litla-HrauniVísir/Magnús
Fangelsismál Börn og uppeldi Árborg Tengdar fréttir Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Ísland langt á eftir þegar kemur að börnum fanga Umboðsmaður barna segir ljóst að börn sem eiga foreldra í fangelsum séu gleymdur hópur og ráðast þurfi í úrbætur til að bæta þeirra stöðu. Niðurstöður nýrra rannsókna benda til að Ísland sé langt á eftir hinum Norðurlöndunum í málaflokknum. 3. október 2022 15:07