Körfubolti

Keflavík spáð sigri en Hetti og ÍR falli

Sindri Sverrisson skrifar
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar eftir frábæra úrslitakeppni síðasta vor.
Valsmenn eru ríkjandi Íslandsmeistarar eftir frábæra úrslitakeppni síðasta vor. VÍSIR/BÁRA

Keflavík endar í efsta sæti Subway-deildar karla í körfubolta en Höttur og ÍR falla niður í 1. deild, samkvæmt árlegri spá fyrirliða, þjálfara og formanna félaganna tólf í efstu deild.

Keflavík fékk 402 af 432 stigum mögulegum í spánni og endaði langefst í kosningunni. Gangi spáin eftir bíður liðsins einvígi við Hauka í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í vor. Íslandsmeisturum Vals er spáð 4. sæti.

Samkvæmt spánni, sem kynnt var á kynningarfundi KKÍ í Laugardalshöll í dag, munu Grindavík og KR ekki komast í úrslitakeppnina. 

Útsendingu frá fundinum má sjá hér að neðan ásamt viðtölum við Hjalta Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflvíkinga, og Kjartan Atla Kjartansson, þjálfara Álftaness, en Álftnesingum er spáð efsta sæti 1. deildar.

Klippa: Spáin í Subway-deild karla

Hér að neðan má sjá spána í heild (Hámark 432 stig, lágmark 36).

  1. Keflavík 402 stig
  2. Tindastóll 363 stig
  3. Njarðvík 329 stig
  4. Valur 300 stig
  5. Þór Þ. 287 stig
  6. Stjarnan 280 stig
  7. Breiðablik 204 stig
  8. Haukar 165 stig
  9. Grindavík 158 stig
  10. KR 154 stig
  11. Höttur 87 stig
  12. ÍR 79 stig

Fjölmiðlamenn spá því hins vegar að Tindastóll endi í efsta sæti Subway-deildarinnar en liðið endaði rétt fyrir ofan Keflavík, Val og Njarðvík í spánni. ÍR og Hetti er spáð neðstu sætunum en KR 10. sæti.

Spá fjölmiðla um Subway-deild karla (Hámark 160, lágmark 10):

  1. Tindastóll 118 stig
  2. Keflavík 112 stig
  3. Valur 106 stig
  4. Njarðvík 104 stig
  5. Stjarnan 81 stig
  6. Þór Þ. 80 stig
  7. Breiðablik 47 stig
  8. Grindavík 43 stig
  9. Haukar 41 stig
  10. KR 38 stig
  11. ÍR 27 stig
  12. Höttur 23 stig

Álftanesi spáð upp um deild

Álftanes fékk 327 stig af 360 mögulegum í spánni um lokastöðuna í 1. deild og er þar af leiðandi spáð sæti í efstu deild, í fyrsta sinn í sögunni, undir stjórn nýja þjálfarans Kjartans Atla Kjartanssonar.

Spá fyrirliða, þjálfara og formanna um 1. deild karla (Hámark 360, lágmark 30):

  1. Álftanes 327 stig
  2. Fjölnir 236 stig
  3. Hamar 229 stig
  4. Selfoss 208 stig
  5. Sindri 203 stig
  6. Skallagrímur 145 stig
  7. Þór Ak. 126 stig
  8. Hrunamenn 96 stig
  9. Ármann 92 stig
  10. ÍA 78 stig



Fleiri fréttir

Sjá meira


×