Serbar tryggðu sér sæti í A-deild | Írar unnu dramatískan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 20:55 Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic sáu um markaskorun Serba í kvöld. Srdjan Stevanovic/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í Þjóðadeild UEFA í kvöld þar sem Serbar tryggðu sér sæti í A-deild með 0-2 sigri gegn Norðmönnum og Írar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Armenum þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur Þjóðadeild UEFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti „Það er krísa“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Sjá meira
Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Enski boltinn Littler í úrslit annað árið í röð Sport Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Fótbolti Fótbrotnaði í NBA leik Körfubolti „Ég get ekki beðið eftir kvöldinu“ Sport Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Körfubolti „Það er krísa“ Körfubolti „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Sjá meira