Serbar tryggðu sér sæti í A-deild | Írar unnu dramatískan sigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. september 2022 20:55 Aleksandar Mitrovic og Dusan Vlahovic sáu um markaskorun Serba í kvöld. Srdjan Stevanovic/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í Þjóðadeild UEFA í kvöld þar sem Serbar tryggðu sér sæti í A-deild með 0-2 sigri gegn Norðmönnum og Írar unnu dramatískan 3-2 sigur gegn Armenum þar sem sigurmarkið var skorað í uppbótartíma. Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur Þjóðadeild UEFA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Fleiri fréttir Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Sjá meira
Norðmenn og Serbar mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í A-deild þar sem liðin voru jöfn í efsta sæti riðils 4 í B-deild með tíu stig fyrir leik kvöldsins. Dusan Vlahovic kom Serbum yfir stuttu fyrir hálfleikshléið og staðan var því 0-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo Aleksandar Mitrovic sem tryggði Serbum sigur með marki á 54. mínútu eftir stoðsendingu frá Ivan Ilic. Serbar unnu því mikilvægan 0-2 sigur og tryggðu sér um leið sæti í A-deild, en Noðrmenn sitja eftir með sárt ennið. Þá fór fram fjörugur leikur á Írlandi þar sem heimamenn unnu 3-2 sigur gegn Armenum. John Egan og Michael Obafemi komu Írum í 2-0 með mörkum sitt hvorum megin við hálfleikinn áður en gestirnir jöfnuðu metin með mörkum frá Artak Dashyan og Eduard Spertsyan. Undir lok leiks ætlaði allt að sjóða upp úr og gestirnir frá Armeníu fengu að líta tvö rauð spjöld á seinustu mínútu venjulegs leiktíma. Hovhannes Hambardzumyan fékk að líta sitt annað gula spjald og Artak Dashyan fékk að líta beint rautt spjald, en sá síðarnefndi hafði handleikið knöttinn innan vítateigs. Robert Brady fór á punktinn fyrir Íra og tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur. Írar enda því í þriðja sæti riðilsins með sjö stig, fjórum stigum meira en Armenar sem enda í neðsta sæti. Það voru hins vegar Skotar sem fögnuðu sigri í riðlinum eftir markalaust jafntefli gegn Úkraínu í kvöld. Úrslit kvöldsins A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
A-deild, riðill 2: Portúgal 0-1 Spánn Sviss 2-1 Tékkland B-deild, riðill 1: Írland 3-2 Armenía Úkraína 0-0 Skotland B-deild, riðill 2: Albanía 1-1 Ísland B-deild, riðill 4: Noregur 0-2 Serbía Svíþjóð 1-1 Slóvenía C-deild, riðill 2: Grikkland 3-1 Norður-Írland Kósóvó 5-1 Kýpur
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Fleiri fréttir Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Sjá meira