Fótbolti

Ítalía í undan­úr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Giacomo Raspadori fagnar marki sínu.
Giacomo Raspadori fagnar marki sínu. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Ítalía er komið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar eftir 2-0 sigur á Ungverjalandi. Fyrir leik var ljóst að sigurvegari kvöldsins kæmist í undanúrslit. Jafntefli hefði dugað Ungverjum en allt kom fyrir ekki.

Hinn ungi Giacomo Raspadori kom Ítalíu yfir um miðbik fyrri hálfleiks. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks og Evrópumeistararnir í góðum málum.

Varnarmaðurinn Federico Dimarco tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik og þar við sat. Ítalía endar sem sigurvegari riðilsins með 11 stig en Ungverjaland endaði með stigi minna og situr því eftir með sárt ennið.

Ásamt Ítalíu eru Holland og Króatía komin í undanúrslit Þjóðadeildarinnar en á morgun kemur í ljós hvort Portúgal eða Spánn verði fjórða þjóðin sem kemst þangað.


Tengdar fréttir

Jafn­tefli niður­staðan eftir ó­trú­legan síðari hálf­leik

Hörmulegt gengi enska karlalandsliðsins í fótbolta virtist vera að halda áfram þegar Þýskaland var komið 2-0 yfir á Wembley í kvöld. Á meðan enska kvennalandsliðið stóð uppi sem Evrópumeistari í sumar hefur lítið gengið hjá karlaliði Englands. Lærisveinar Gareth Southgate komu hins vegar til baka og virtust vera að landa 3-2 sigri þangað til í blálokin, lokatölur 3-3 í ótrúlegum seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×