Erla hafi logið upp á þá án aðstoðar lögreglu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. september 2022 10:31 Magnús Leópoldsson sat alls í 105 daga í gæsluvarðhaldi. Vísir Magnús Leópoldsson, einn þeirra sem sat saklaus í gæsluvarðhaldi í 105 daga eftir að hafa verið bendlaður við hvarf Geirfinns Einarssonar árið 1976, segir niðurstöðu Endurupptökudóms vera hárrétta. Hann segir Erlu hafa logið um aðild hans að málinu án þess að vera undir pressu frá lögreglunni. Í gær hafnaði Endurupptökudómur Erlu um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að bera aðra menn röngum sökum. Magnús Leópoldsson, einn mannanna sem Erla bendlaði ranglega við málið, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sögu sína og útskýrði hvernig 105 daga gæsluvarðhaldi hans var háttað. Magnús var handtekinn á sama tíma og þeir Valdimar Olsen og Einar Bollason en Sigurbjörn Eiríksson var handtekinn síðar. Þurftu þeir allir að dvelja næstu þrjá mánuðina í einangrun eftir að hafa verið bendlaðir við málið af Erlu Bolladóttir, systur Einars. „Svo bara byrjaði þetta næstu nótt. Þá var fangavörður sem heimsótti mig og sagði mér að ég væri nú kominn af ágætu fólki og ráðlagði mér að játa þetta svo þetta væri bara búið. Það væri best fyrir mig og mína fjölskyldu. En það hvarflaði aldrei að mér að fara að játa eitthvað sem ég hafði aldrei gert,“ segir Magnús. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur Magnús segir lögreglumennina hafa látið við hans eins og allt lægi ljóst fyrir. Það eina í stöðunni fyrir hann væri að játa á sig glæpinn. Þá hafi hann ekki verið meðvitaður um handtöku Einars, Sigurbjörns og Valdimars. Hann hafi engan aðgang haft að dagblöðum eða fregnum á annan hátt. Einu samskipti hans við fólk, fyrir utan fangaverðina, hafi verið þegar hann fékk að ræða við lögmann sinn. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur. Á fundum með lögmanni hafi tveir lögreglumenn alltaf verið viðstaddir. „Ég hafði engin skriffæri eða neitt. Ég gat ekki skrifað mér til minnis sem var mjög bagalegt því ég hitti hann bara í fimmtán mínútur á viku. Þetta gekk mikið út á það hjá mér að reyna að rifja upp hvar ég var 19. nóvember 1974. Þá hverfur Geirfinnur og það var lykildagsetningin,“ segir Magnús. Þekkti ekkert til Erlu Þegar líða fór á fangelsisvistina fóru fram sakbendingar og sannprófanir. Magnús segir frásögn hans hafa verið sannprófaða með sögu Erlu. „Ég þekkti þá konu ekki neitt og hafði að mér vitandi ekki séð hana áður. Þar voru lögmenn okkar og rannsóknardómarinn. Hún var að útskýra ferð sem við áttum að hafa farið til Keflavíkur sem endaði með því að við drápum Geirfinn. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta var háalvarlegt mál sem verið var að reyna að koma mér inn í,“ segir Magnús. „Það var enginn að aðstoða hana við að segja þessa sögu, þetta kom bara frá henni.“ Magnús segir að á þessum tíma hafi Erla ekki verið í gæsluvarðhaldi. Hún hafi einungis verið í haldi lögreglu í sex daga en þegar að þessari frásögn kom hafi hún verið laus allra mála. Erla hafði á þessum tíma verið handtekin fyrir póstsvikamál sem var algjörlega ótengt hvarfinu á Guðmundi og Geirfinni. Mikilvægt að segja satt „Ég skil alveg þessa frásögn og þannig en það er svo mikið atriði þegar fólk segir svona sögu að það skýri satt og rétt frá,“ segir Magnús. Er hún ekki að því? „Það verða aðrir að dæma um það. Við teljum að niðurstaða þessa endurupptökudómsstóls sé hárrétt. Og við teljum að dómurinn frá 1980 sé réttur, eins langt og það nær,“ segir Magnús. Niðurlægjandi að þau fái bætur Hann kveðst hafa haldið sig frá málinu eftir að honum var sleppt úr haldi. Fyrir þremur árum hafi leiðir þeirra Einars og Valdimars legið saman á ný. Þá hafi forsætisráðherra farið fram á endurskoðun á málum þeirra sem hlutu dóm í tengslum við hvörf Guðmundar- og Geirfinns. „Auðvitað er það niðurlægjandi fyrir okkur að það sé verið að borga fólki peninga fyrir að bera okkur röngum sökum. Þá fórum við að reyna að leiða menn inn á réttar brautir. Það er auðvitað mjög sérstakt að það sé verið að greiða þessu fólki peninga úr ríkissjóði. Við reyndum með kurteislegum bréfaskriftum að útskýra málið,“ segir Magnús sem sendi bréf á fjölda þingnefnda. Viðbrögðin hafi verið takmörkuð. Flúði upp í sveit Í viðtalinu í Bítinu ræðir Magnús einnig lífið eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi. Hann ákvað að flýja upp í sveit til að fá næði og losna við áreitið. Honum voru dæmdar bætur vegna málsins. Greiðsla bótanna fór fram sjö árum síðar. Magnús segir marga vitnisburði til marks um að það hafi verið samantekin ráð hjá Erlu og föruneyti hennar að bera Magnús, Sigurbjörn, Valdimar og Einar röngum sökum ef upp kæmist um hvarfið. „Það eru til fullt af staðreyndum um þetta. Þessi dómur núna, fólk gerir þetta ekkert að gamni sínu, að koma með þessa niðurstöðu. Það eru bara ákveðnar staðreyndir sem liggja til grundvallar.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Lögreglumál Lögreglan Bítið Tengdar fréttir Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við að vera sekur um þær ásakanir sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Í gær hafnaði Endurupptökudómur Erlu um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir að bera aðra menn röngum sökum. Magnús Leópoldsson, einn mannanna sem Erla bendlaði ranglega við málið, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann sagði sögu sína og útskýrði hvernig 105 daga gæsluvarðhaldi hans var háttað. Magnús var handtekinn á sama tíma og þeir Valdimar Olsen og Einar Bollason en Sigurbjörn Eiríksson var handtekinn síðar. Þurftu þeir allir að dvelja næstu þrjá mánuðina í einangrun eftir að hafa verið bendlaðir við málið af Erlu Bolladóttir, systur Einars. „Svo bara byrjaði þetta næstu nótt. Þá var fangavörður sem heimsótti mig og sagði mér að ég væri nú kominn af ágætu fólki og ráðlagði mér að játa þetta svo þetta væri bara búið. Það væri best fyrir mig og mína fjölskyldu. En það hvarflaði aldrei að mér að fara að játa eitthvað sem ég hafði aldrei gert,“ segir Magnús. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur Magnús segir lögreglumennina hafa látið við hans eins og allt lægi ljóst fyrir. Það eina í stöðunni fyrir hann væri að játa á sig glæpinn. Þá hafi hann ekki verið meðvitaður um handtöku Einars, Sigurbjörns og Valdimars. Hann hafi engan aðgang haft að dagblöðum eða fregnum á annan hátt. Einu samskipti hans við fólk, fyrir utan fangaverðina, hafi verið þegar hann fékk að ræða við lögmann sinn. Einu sinni í viku í fimmtán mínútur. Á fundum með lögmanni hafi tveir lögreglumenn alltaf verið viðstaddir. „Ég hafði engin skriffæri eða neitt. Ég gat ekki skrifað mér til minnis sem var mjög bagalegt því ég hitti hann bara í fimmtán mínútur á viku. Þetta gekk mikið út á það hjá mér að reyna að rifja upp hvar ég var 19. nóvember 1974. Þá hverfur Geirfinnur og það var lykildagsetningin,“ segir Magnús. Þekkti ekkert til Erlu Þegar líða fór á fangelsisvistina fóru fram sakbendingar og sannprófanir. Magnús segir frásögn hans hafa verið sannprófaða með sögu Erlu. „Ég þekkti þá konu ekki neitt og hafði að mér vitandi ekki séð hana áður. Þar voru lögmenn okkar og rannsóknardómarinn. Hún var að útskýra ferð sem við áttum að hafa farið til Keflavíkur sem endaði með því að við drápum Geirfinn. Þá gerði ég mér grein fyrir því að þetta var háalvarlegt mál sem verið var að reyna að koma mér inn í,“ segir Magnús. „Það var enginn að aðstoða hana við að segja þessa sögu, þetta kom bara frá henni.“ Magnús segir að á þessum tíma hafi Erla ekki verið í gæsluvarðhaldi. Hún hafi einungis verið í haldi lögreglu í sex daga en þegar að þessari frásögn kom hafi hún verið laus allra mála. Erla hafði á þessum tíma verið handtekin fyrir póstsvikamál sem var algjörlega ótengt hvarfinu á Guðmundi og Geirfinni. Mikilvægt að segja satt „Ég skil alveg þessa frásögn og þannig en það er svo mikið atriði þegar fólk segir svona sögu að það skýri satt og rétt frá,“ segir Magnús. Er hún ekki að því? „Það verða aðrir að dæma um það. Við teljum að niðurstaða þessa endurupptökudómsstóls sé hárrétt. Og við teljum að dómurinn frá 1980 sé réttur, eins langt og það nær,“ segir Magnús. Niðurlægjandi að þau fái bætur Hann kveðst hafa haldið sig frá málinu eftir að honum var sleppt úr haldi. Fyrir þremur árum hafi leiðir þeirra Einars og Valdimars legið saman á ný. Þá hafi forsætisráðherra farið fram á endurskoðun á málum þeirra sem hlutu dóm í tengslum við hvörf Guðmundar- og Geirfinns. „Auðvitað er það niðurlægjandi fyrir okkur að það sé verið að borga fólki peninga fyrir að bera okkur röngum sökum. Þá fórum við að reyna að leiða menn inn á réttar brautir. Það er auðvitað mjög sérstakt að það sé verið að greiða þessu fólki peninga úr ríkissjóði. Við reyndum með kurteislegum bréfaskriftum að útskýra málið,“ segir Magnús sem sendi bréf á fjölda þingnefnda. Viðbrögðin hafi verið takmörkuð. Flúði upp í sveit Í viðtalinu í Bítinu ræðir Magnús einnig lífið eftir að hafa verið sleppt úr fangelsi. Hann ákvað að flýja upp í sveit til að fá næði og losna við áreitið. Honum voru dæmdar bætur vegna málsins. Greiðsla bótanna fór fram sjö árum síðar. Magnús segir marga vitnisburði til marks um að það hafi verið samantekin ráð hjá Erlu og föruneyti hennar að bera Magnús, Sigurbjörn, Valdimar og Einar röngum sökum ef upp kæmist um hvarfið. „Það eru til fullt af staðreyndum um þetta. Þessi dómur núna, fólk gerir þetta ekkert að gamni sínu, að koma með þessa niðurstöðu. Það eru bara ákveðnar staðreyndir sem liggja til grundvallar.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Dómstólar Lögreglumál Lögreglan Bítið Tengdar fréttir Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við að vera sekur um þær ásakanir sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 „Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39 Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00 Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við að vera sekur um þær ásakanir sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33
„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. 21. september 2022 23:39
Svona var blaðamannafundur Erlu Bolladóttur Erla Bolladóttir boðaði til blaðamannafundar í dag. Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni hennar um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. 21. september 2022 12:00
Beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku synjað Endurupptökudómstóll hafnaði beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi frá árinu 1980 þar sem Erla var dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir rangar sakargiftir í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Dómstóllinn féllst ekki á það að Erla hafi verið beitt þrýstingi, líkt og hún hélt fram. 20. september 2022 14:29