Lögreglumenn lýstu lygilegum rannsóknaraðferðum Árni Sæberg skrifar 21. september 2022 12:00 Guðlaugur Agnar er meðal þeirra sem grunaðir eru um að hafa flutt inn saltdreifarann. Vísir Lögreglumenn lýstu því fyrir dómi í gær hvernig þeir notuðu gögn frá Europol til að tengja tvo íslenska menn við huldumenn á netinu sem skipulögðu einn umfangsmesta fíkniefnainnflutning Íslandssögunnar. Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm sakborningar eru í málinu, þar á meðal þrír sem sakaðir eru um að hafa flutt inn mikið magn amfetamínvökva falinn í saltdreifara sem fluttur var til landsins. Talið er að götuvirði efnanna sé 1,7 milljarður króna og því er málið það stærsta sinnar tegundar í Íslandssögunni. Fjöldi lögreglumanna og annarra sérfræðinga bar vitni um rannsókn málsins sem virðist hafa verið mjög viðamikil, ef miðað er við fjölda gagna sem vísað hefur verið til. Verjendur sakborninga lögðu í upphafi mikla áherslu á það hversu margir komu að rannsókninni og hversu margir höfðu aðgang að þeim gögnum sem mál ákæruvaldsins er byggt á. Lögreglumennirnir sögðu vinnuhóp hafa verið stofnaðan um rannsóknina en þeim bar ekki saman um hversu margir voru í hópnum. Gögn sem rannsakendur studdust við í þeim hluta málsins sem snýr að innflutningi á saltdreifaranum fylltum amfetamínvökva voru fengin í gegnum samstarf við Interpol frá lögreglunni í Frakklandi. Lögreglan í Frakklandi hafði komist yfir gögn úr samskiptaforritinu EncroChat. Í gær neituðu sakborningarnir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson að hafa flutt saltdreifarann inn og að vera notendurnir Nuclearfork og Residentkiller á EncroChat. Encrochat er forrit sem dulkóðar samskipti manna. Europol hefur komist yfir samskipti nokkuð fjölmenns hóps manna á forritinu og komið þeim samskiptum yfir á lögregluyfirvöld hér á landi. Meðal þeirra sem áttu í samskiptum um innflutning á saltdreifaranum voru notendurnir Nuclearfork og Residentkiller. Lögreglumenn báru í gær vitni um það hvernig þeir tengdu sakborningana Guðlaug Agnar og Halldór Margeir við notendanöfnin Nuclearfork og Residentkiller. Það var gert með því að bera saman, meðal annars, aðgangsorð að notandanafninu Nuclearfork og aðgangsorð að tölvu Guðlaugs Agnars, sem reyndust þau sömu. Bardagaíþrótt kom upp um Guðlaug Agnar Í skýrslu lögreglumanns sem vann að því að tengja saman Guðlaug Arnar og Nuclearfork segir einnig að tengiliður hafi fundist í EncroChat-reikningi Nuclearfork sem reyndist bróðir Guðlaugs Arnar. Bróðirinn hafði skráð símanúmer í flugbókun sem finna mátti í tengiliðunum undir dulnefni. Þá fundust samskipti Nuclearfork við notanda, sem kallaði sig Neptune og talinn er viðriðinn málið, þess efnis að Nuclearfork „væri alltaf að æfa“ og að hann hefði útbúið íbúð sína í Taílandi, hvar hann var búsettur, sem einhvers konar bardagaíþróttaæfingasal. Á þessum tíma keppti Guðlaugur Agnar í bardagaíþróttinni jiu-jitsu í Taílandi ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum, að sögn lögreglumanns fyrir dómi. Var til rannsóknar áður en EncroChat-gögnin bárust Lögreglumaður sem vann skýrslu um það að Halldór Margeir hafi verið EncroChat-notandinn Residentkiller sagði fyrir dómi að Halldór Margeir hafi verið undir smásjá lögreglunnar áður en gögnin frá Europol bárust vegna þess að talið væri að hann væri viðriðinn fíkniefnaviðskipti. Þá hafi rannsókn á skemmu á bænum Hjallanesi, sem er í eigu ákærða Guðjóns Sigurðssonar, þegar verið hafin. Halldór Margeir huldi sig þegar honum var fylgt inn í dómsal af fangaverði í fyrradag. Hann bar fyrir sig sama teppið í dómsal í gær.Vísir Lögregla hafi þegar tengt þá Halldór Margeir og Guðjón saman með því að komast yfir nánast dagleg samskipti þeirra. Lögreglan taldi að spjall þeirra um hesta væri í raun tengt innflutningi á saltdreifaranum annars vegar og kannabisræktun hins vegar. Bykoferð bendli Halldór Margeir við Residentkiller Lögreglumaðurinn sagði að lögreglu hefði fyrst farið að gruna að Halldór Margeir tengdist saltdreifaramálinu og EncroChat-notandanum Nuclearfork, sem reyndist Guðlaugur Agnar, þegar nafnið Doom kom upp á reikningi Nuclearfork. Halldór Margeir hafi um árabil gengið undir nafninu Dóri Doom. Þá barst rannsókn lögreglu að samskiptum milli Nuclearfork og Residentkiller um nauðsynleg innkaup sem tengdust því að ná amfetamínvökvanum úr saltdreifararnum. Til þess þurfti að kaupa meðal annars málningarprik, málningarfötu og eina spýtu. Lögreglumaðurinn bar fyrir dómi að tekist hefði að staðsetja Halldór Margeir í byggingarvöruversluninni Byko, þar sem hann hafði keypt framangreinda hluti, sama dag og samskiptin fóru mannanna á milli. Því væri sennilegt að Halldór Margeir værir Residentkiller. Verjanda leist ekki á skýringar lögreglunnar Þegar hér var komið við sögu spurði verjandi Halldórs Margeirs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögreglumanninn hvort ekki væri eðlilegt að maður sem stæði í því að standsetja veitingastað færi að kaupa inn í Byko. Á þeim tíma sem málið var til rannsóknar var Halldór Margeir að standsetja veitingastaðinn Tiki Taka við Hverfisgötu. Þeim stað hefur nú verið lokað. Verjendur sakborninganna í héraðsdómi á fyrsta degi vitnaleiðslna. Frá vinstri: Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Halldórs Margeirs, Jón Magnússon, verjandi Ólafs Ágústs, Stefán Ragnarsson, verjandi Guðjóns og Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Geirs Elí.Vísir Lögreglumaðurinn svaraði því játandi að eðlilegt væri að verðandi veitingamaður færi reglulega í byggingarvöruverslun og að Halldór Margeir hefði raunar oft farið í Byko á því tímabili sem hann var til rannsóknar. Hins vegar hefði hann ávallt greitt með greiðslukorti en í umrætt skipti hefði hann greitt með reiðufé. Vilhjálmur spurði þá hvort ekki væri rétt að Halldór Margeir hefði fengið nótu með kennitölu fyrirtækis síns fyrir innkaupunum, sem lögreglumaðurinn svaraði játandi. „Ekki klár afbrotamaður sem tekur nótu,“ sagði Vilhjálmur þá. Staðsettu Halldór Margeir og Residentkiller á sama stað Annar liður í röksemdum lögreglunnar fyrir því að Halldór Margeir væri Residentkiller var sú að miðað við staðsetningargögn, sem fengust úr EncroChat-gögnunum og úr síma Halldórs Margeirs, hefðu þeir verið á sama stað. Merki frá bæði símanum sem notaður var af Residentkiller og síma Halldórs Margeirs hefðu reglulega verið numin af símasendi Nova við Lindargötu sem og í eitt skipti á Selfossi. Sérfræðingur tæknideildar lögreglu sagði fyrir dómi að hann gæti ekki sagt til um það yfir hversu stórt svæði sendirinn við Lindargötu næði. Þá gagnrýndu verjendur það harðlega að skýrsla um staðsetningu símananna hefði ekki verið unnin af framangreindum sérfræðingi, sem gerði aðeins óformlegt vinnuskjal, heldur af almennum lögreglumanni. Verjandi Halldórs Margeirs benti á að yfir þriggja mánaða tímabil hafi sími hans aðeins verið á sama stað og Residentkiller tvisvar eða þrisvar sinnum og það við Lindargötu sem sé ansi nálægt veitingastað þeim sem Halldór Margeir vann að því að standsetja á tímabilinu. Saltdreifaramálið Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Aðalmeðferð í saltdreifaramálinu svokallaða hélt áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm sakborningar eru í málinu, þar á meðal þrír sem sakaðir eru um að hafa flutt inn mikið magn amfetamínvökva falinn í saltdreifara sem fluttur var til landsins. Talið er að götuvirði efnanna sé 1,7 milljarður króna og því er málið það stærsta sinnar tegundar í Íslandssögunni. Fjöldi lögreglumanna og annarra sérfræðinga bar vitni um rannsókn málsins sem virðist hafa verið mjög viðamikil, ef miðað er við fjölda gagna sem vísað hefur verið til. Verjendur sakborninga lögðu í upphafi mikla áherslu á það hversu margir komu að rannsókninni og hversu margir höfðu aðgang að þeim gögnum sem mál ákæruvaldsins er byggt á. Lögreglumennirnir sögðu vinnuhóp hafa verið stofnaðan um rannsóknina en þeim bar ekki saman um hversu margir voru í hópnum. Gögn sem rannsakendur studdust við í þeim hluta málsins sem snýr að innflutningi á saltdreifaranum fylltum amfetamínvökva voru fengin í gegnum samstarf við Interpol frá lögreglunni í Frakklandi. Lögreglan í Frakklandi hafði komist yfir gögn úr samskiptaforritinu EncroChat. Í gær neituðu sakborningarnir Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Halldór Margeir Ólafsson að hafa flutt saltdreifarann inn og að vera notendurnir Nuclearfork og Residentkiller á EncroChat. Encrochat er forrit sem dulkóðar samskipti manna. Europol hefur komist yfir samskipti nokkuð fjölmenns hóps manna á forritinu og komið þeim samskiptum yfir á lögregluyfirvöld hér á landi. Meðal þeirra sem áttu í samskiptum um innflutning á saltdreifaranum voru notendurnir Nuclearfork og Residentkiller. Lögreglumenn báru í gær vitni um það hvernig þeir tengdu sakborningana Guðlaug Agnar og Halldór Margeir við notendanöfnin Nuclearfork og Residentkiller. Það var gert með því að bera saman, meðal annars, aðgangsorð að notandanafninu Nuclearfork og aðgangsorð að tölvu Guðlaugs Agnars, sem reyndust þau sömu. Bardagaíþrótt kom upp um Guðlaug Agnar Í skýrslu lögreglumanns sem vann að því að tengja saman Guðlaug Arnar og Nuclearfork segir einnig að tengiliður hafi fundist í EncroChat-reikningi Nuclearfork sem reyndist bróðir Guðlaugs Arnar. Bróðirinn hafði skráð símanúmer í flugbókun sem finna mátti í tengiliðunum undir dulnefni. Þá fundust samskipti Nuclearfork við notanda, sem kallaði sig Neptune og talinn er viðriðinn málið, þess efnis að Nuclearfork „væri alltaf að æfa“ og að hann hefði útbúið íbúð sína í Taílandi, hvar hann var búsettur, sem einhvers konar bardagaíþróttaæfingasal. Á þessum tíma keppti Guðlaugur Agnar í bardagaíþróttinni jiu-jitsu í Taílandi ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum, að sögn lögreglumanns fyrir dómi. Var til rannsóknar áður en EncroChat-gögnin bárust Lögreglumaður sem vann skýrslu um það að Halldór Margeir hafi verið EncroChat-notandinn Residentkiller sagði fyrir dómi að Halldór Margeir hafi verið undir smásjá lögreglunnar áður en gögnin frá Europol bárust vegna þess að talið væri að hann væri viðriðinn fíkniefnaviðskipti. Þá hafi rannsókn á skemmu á bænum Hjallanesi, sem er í eigu ákærða Guðjóns Sigurðssonar, þegar verið hafin. Halldór Margeir huldi sig þegar honum var fylgt inn í dómsal af fangaverði í fyrradag. Hann bar fyrir sig sama teppið í dómsal í gær.Vísir Lögregla hafi þegar tengt þá Halldór Margeir og Guðjón saman með því að komast yfir nánast dagleg samskipti þeirra. Lögreglan taldi að spjall þeirra um hesta væri í raun tengt innflutningi á saltdreifaranum annars vegar og kannabisræktun hins vegar. Bykoferð bendli Halldór Margeir við Residentkiller Lögreglumaðurinn sagði að lögreglu hefði fyrst farið að gruna að Halldór Margeir tengdist saltdreifaramálinu og EncroChat-notandanum Nuclearfork, sem reyndist Guðlaugur Agnar, þegar nafnið Doom kom upp á reikningi Nuclearfork. Halldór Margeir hafi um árabil gengið undir nafninu Dóri Doom. Þá barst rannsókn lögreglu að samskiptum milli Nuclearfork og Residentkiller um nauðsynleg innkaup sem tengdust því að ná amfetamínvökvanum úr saltdreifararnum. Til þess þurfti að kaupa meðal annars málningarprik, málningarfötu og eina spýtu. Lögreglumaðurinn bar fyrir dómi að tekist hefði að staðsetja Halldór Margeir í byggingarvöruversluninni Byko, þar sem hann hafði keypt framangreinda hluti, sama dag og samskiptin fóru mannanna á milli. Því væri sennilegt að Halldór Margeir værir Residentkiller. Verjanda leist ekki á skýringar lögreglunnar Þegar hér var komið við sögu spurði verjandi Halldórs Margeirs, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögreglumanninn hvort ekki væri eðlilegt að maður sem stæði í því að standsetja veitingastað færi að kaupa inn í Byko. Á þeim tíma sem málið var til rannsóknar var Halldór Margeir að standsetja veitingastaðinn Tiki Taka við Hverfisgötu. Þeim stað hefur nú verið lokað. Verjendur sakborninganna í héraðsdómi á fyrsta degi vitnaleiðslna. Frá vinstri: Sigurður G. Guðjónsson, verjandi Guðlaugs Agnars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Halldórs Margeirs, Jón Magnússon, verjandi Ólafs Ágústs, Stefán Ragnarsson, verjandi Guðjóns og Guðmundur St. Ragnarsson, verjandi Geirs Elí.Vísir Lögreglumaðurinn svaraði því játandi að eðlilegt væri að verðandi veitingamaður færi reglulega í byggingarvöruverslun og að Halldór Margeir hefði raunar oft farið í Byko á því tímabili sem hann var til rannsóknar. Hins vegar hefði hann ávallt greitt með greiðslukorti en í umrætt skipti hefði hann greitt með reiðufé. Vilhjálmur spurði þá hvort ekki væri rétt að Halldór Margeir hefði fengið nótu með kennitölu fyrirtækis síns fyrir innkaupunum, sem lögreglumaðurinn svaraði játandi. „Ekki klár afbrotamaður sem tekur nótu,“ sagði Vilhjálmur þá. Staðsettu Halldór Margeir og Residentkiller á sama stað Annar liður í röksemdum lögreglunnar fyrir því að Halldór Margeir væri Residentkiller var sú að miðað við staðsetningargögn, sem fengust úr EncroChat-gögnunum og úr síma Halldórs Margeirs, hefðu þeir verið á sama stað. Merki frá bæði símanum sem notaður var af Residentkiller og síma Halldórs Margeirs hefðu reglulega verið numin af símasendi Nova við Lindargötu sem og í eitt skipti á Selfossi. Sérfræðingur tæknideildar lögreglu sagði fyrir dómi að hann gæti ekki sagt til um það yfir hversu stórt svæði sendirinn við Lindargötu næði. Þá gagnrýndu verjendur það harðlega að skýrsla um staðsetningu símananna hefði ekki verið unnin af framangreindum sérfræðingi, sem gerði aðeins óformlegt vinnuskjal, heldur af almennum lögreglumanni. Verjandi Halldórs Margeirs benti á að yfir þriggja mánaða tímabil hafi sími hans aðeins verið á sama stað og Residentkiller tvisvar eða þrisvar sinnum og það við Lindargötu sem sé ansi nálægt veitingastað þeim sem Halldór Margeir vann að því að standsetja á tímabilinu.
Saltdreifaramálið Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Reykjavík Tengdar fréttir Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30 Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Neituðu og játuðu sök á víxl í risavöxnu dópmáli Sakborningar í þremur risavöxnum dópmálum, sem eru ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi, neituðu og játuðu sök á víxl þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Fimm eru ákærðir í málinu en tveir sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við málið. 31. ágúst 2022 10:30
Vildu ekki sprengja upp risavaxið dópmál heldur fylgdust þolinmóð með Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fimm íslenskum karlmönnum, fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða brotastarfsemi. Um er að ræða nokkur mál, sem lögregla segir sum með þeim stærstu sinnar tegundar hér á landi. Meðal þess sem greinir í ákæru er innflutningur á tugum lítra af amfetamínbasa, sem faldir voru í saltdreifara sem kom til landsins með Norrænu. 30. ágúst 2022 07:30
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent