Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2022 06:38 Banaslysið varð á Örlygshafnarvegi sem liggur að Látrabjargi. Vísir/Vilhelm Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar. Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Slysið átti sér stað 12. nóvember síðastliðinn. Ökumaðurinn, 73 ára karlmaður, var á breyttum Toyota Land Cruiser, nýskráðum 1997, á Örlygshafnarvegi á leið í átt að Látravík. Í skýrslunni segir að miðja vegu niður brattan veg hafi hann misst stjórn á bifreiðinni þannig að hún fór út af veginum og niður fyrir hann, þar sem hún valt. Bifreiðin fannst ekki fyrr en 14. nóvember og var ökumaðurinn látinn þegar komið var að. Hann var einn í bifreiðinni og dánarorsök sögð ofkæling. Hann hafði hins vegar einnig hlotið höfuð- og brjóstholsáverka og rannsóknarnefndin telur mögulegt að maðurinn hefði lifað slysið af ef hann hefði verið spenntur í öryggisbelti. Bifreiðin, sem var skráð torfærubifreið, var óskoðuð þegar slysið átti sér stað og þá voru ummerki um nýlega viðgerð á hemlum, þar sem skipt hafði verið um alla diska, klossa og þrjár hemladælur af fjórum. Viðgerðinni virðist hafa verið ólokið en ósennilegt að það hafi orsakað slysið. Í skýrslunni kemur fram að ökumaðurinn hafi átt við ýmis heilsufarsvandamál að stríða og að ökuhæfi hans hafi sennilega verið skert vegna þess. Hann var með gild ökuréttindi og staðkunnugur. Í ábendingum rannsóknarnefndarinnar segir meðal annars eftirfarandi: „Ökumaðurinn sem lést var ekki spenntur í öryggisbelti. Nefndin telur mögulegt að hann hefði lifað slysið af hefði hann verið spenntur í öryggisbelti. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur mikilvægt að brýna fyrir ökumönnum og farþegum að nota ávallt öryggisbelti, hvort sem verið er að fara styttri eða lengri vegalengdir. Vanhöld á notkun öryggisbelta eru ein helsta orsök banaslysa í umferðinni.“ Skýrsla rannsóknarnefndar.
Samgöngur Samgönguslys Vesturbyggð Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira