„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var lítið að hugsa um verkina þegar hún fagnaði sínu fyrsta marki á stórmóti, í 1-1 jafnteflinu við Ítalíu á EM í sumar. VÍSIR/VILHELM Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar. Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira
Karólína kláraði raunar heilt tímabil með stórliði Bayern München og sitt fyrsta stórmót, þá enn tvítug að aldri, meidd aftan í læri. Hún þótti engu að síður einn albesti leikmaður íslenska liðsins á EM í Englandi. „Þessi meiðsli hafa hrjáð mig í meira en ár núna,“ segir Karólína sem þessa dagana er í endurhæfingu í Þýskalandi og missti því af landsleiknum mikilvæga við Holland í síðustu viku. Hún hefur reynt ýmislegt til að fá bót meina sinna sem fyrst en segir bataferlið hafa gengið hægt. „Eftir á að hyggja kannski ekki mjög sniðugt“ „Þetta er uppi í festunni á milli rassvöðva og vöðva aftan í læri. Þar inni er vökvi og bólgur. Þetta var ekki nógu slæmt til að ég gæti ekki spilað þannig að ég keyrði á þetta, sem eftir á að hyggja var kannski ekki mjög sniðugt. Svo var EM alltaf að nálgast og þá þorði maður ekki að fara eitthvað að kvarta, og ég spilaði EM á verkjalyfjum,“ segir Karólína. „Mjög erfitt að sitja lengi“ Evrópumótið í Englandi, hennar fyrsta stórmót, var einfaldlega of heillandi tilhugsun til þess að hún vildi hlífa líkama sínum: „Þetta var ekki það slæmt að ég gæti ekki alla vega dugað þrjá leiki og rúmlega það. En það er ekki skynsamlegt fyrir unga leikmenn að pína sig svona áfram þegar það er svona mikið eftir af ferlinum. Ég var á kúrum, á bólgueyðandi lyfjum, sem er ekkert hættulegt og það lét mér líða aðeins betur. En þessar bólgur valda því að það er mjög erfitt að sitja lengi. Þá fær maður pirring í löppina. Á milli leikja og þegar við fórum í langar rútuferðir þá var þetta svolítið pirrandi. Svo var þetta allt í lagi inn á milli, og svo aftur slæmt. Bara upp og niður svolítið,“ segir Karólína en meiðslin komu ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu hennar og eitt mark á EM. Eins og fyrr segir er hún núna í endurhæfingu en ómögulegt er að segja til um hve langan tíma hún mun taka. Ekki er þó útilokað að Karólína geti spilað í október, gegn Portúgal eða Belgíu, um farseðilinn á HM í Ástralíu næsta sumar. „Meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig“ „Þetta voru orðin svolítið krónísk meiðsli og það tekur alltaf tíma að ná þeim niður. En það er vissulega stígandi í bataferlinu hjá mér núna en þetta er mjög hægt. Ég hef prófað ýmsar leiðir, sprautur og alls konar meðferðir, og vonandi fer þetta að koma,“ segir Karólína. Hún sér ekki eftir því að hafa farið á EM en að því móti loknu var ekki um annað að ræða en að ráða bót á meiðslunum. „Þetta er búið að vera svo lengi og ég er svo ung ennþá, að það meikaði ekkert sens að halda áfram að pína sig í gegnum þetta. Þess vegna var þessi ákvörðun tekin. Ég er að æfa með sérþjálfara og fer til sjúkraþjálfara á hverjum degi núna. Svo fer ég reglulega til læknis og fer í sprautu, ACP-meðferð, þar sem blóð úr hendinni er tekið og það sett aftan í lærið. Það á að hjálpa. Ég var hjá taugasérfræðingi líka, og ég veit bara ekki hvað ég er ekki búin að prófa. Þetta er búið að vera svolítið strembið ferli en þetta gengur alla vega. Maður þarf að taka viku fyrir viku.“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti EM 2022 í Englandi HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Sjá meira